Jú Jón, sjómenn njóta auðlindaarðs Tryggvi Þór Herbertsson skrifar 10. maí 2011 06:00 Eitt af því sem ég sakna mest úr háskólaumræðunni er að takast málefnalega á við menn um grunnhugmyndir. Einn heldur einu fram og annar skorar þann á hólm í rökræðu. Þessi aðferð leiðir til þess að þekking verður til. Við greinaflokki mínum um íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið hef ég ekki fengið mikla málefnalega gagnrýni enn sem komið er. En nú ber vel í veiði! Jón Steinsson, sem er Milton Friedman fræðimaður við Chicago-háskóla, hefur mótmælt harðlega staðhæfingu sem ég setti fram í greinaflokknum. Í annarri af fimm greinum sem birtist hér í blaðinu held ég því fram að hluti auðlindaarðsins í sjávarútvegi renni til sjómanna vegna þess fyrirkomulags sem notað er til að ákvarða laun þeirra. Þar segi ég jafnframt: „Auðlind sem allir þjóðfélagsþegnar hafa jafnan rétt til að nýta er dæmd til að vera ofnotuð ef afrakstur hennar er nægilega eftirsóknarverður – auðlindarentunni er sóað. Sóunin felst í að of margir sjómenn munu fjárfesta í of miklum fjármunum í viðleitnin sinni að ná til sín auðlindarentunni. Þetta er það sem kallað hefur verið sorgarsaga almenninganna. Þannig verður sjálfstortíming í raun það sem allir keppa að. Hver útgerðarmaður hugsar aðeins um eigin hag. Frelsi í almenningum leiðir því að lokum tortímingu yfir alla þátttakendur.“ Best er að taka tilbúið dæmi til að sýna að gagnrýni Jóns á ekki við rök að styðjast. Segjum sem svo að fiskveiðar séu frjálsar og að auðlindarentunni sé allri sóað – að of margir sjómenn keppist um takmarkaða fiskveiðiauðlind á of mörgum skipum. Í dæmaskyni skulum við gera ráð fyrir að 10 þúsund sjómenn stundi sjósókn á þúsund skipum sem öll séu með sama aflaverðmæti – allir skipstjórarnir eru jafn fisknir. Nú eru innleiddar aðgangstakmarkanir í veiðarnar, líkt og gert var hér á landi árið 1984, til að auðlindaarðurinn verði til. Útgerðin aðlagar sig. Sumir útgerðarmenn selja kvóta og aðrir kaupa. Skipum fækkar og sjómönnum með. Gerum nú ráð fyrir að þessu ferli sé lokið og fullri hagkvæmni sé náð í útgerð. Skipum hefur fækkað um 500 og sjómönnum um 5 þúsund. Að meðaltali er aflaverðmæti skipanna nú tvisvar sinnum hærra en áður (vegna einkaleyfis til að veiða) og laun sjómannanna hafa tvöfaldast (vegna hlutaskiptakerfisins). Auðlindaarðinum sem áður var sóað á altari of mikillar sóknargetu (offjárfestingar) er nú skipt á milli sjómannanna (vegna hlutaskiptakerfisins) og útgerðamannanna. Reyndar eiga útgerðirnar eftir að borga af sínum hlut fyrir heimildirnar sem þær keyptu. Það bendir til þess að auðlindaarðurinn sem féll útgerðinni í hlut endi að lokum hjá þeim sem seldi kvótann og fór út úr greininni, en það er önnur saga sem ég mun gera skil síðar. Ef hinsvegar um fastlaunakerfi hefði verið að ræða, eða að kvótakaupin væru greidd af óskiptum hlut, hefði (brúttó) auðlindarentan endað hjá útgerðinni. Sjómenn njóta því auðlindaarðsins með útgerðunum vegna hlutaskiptakerfisins. Þannig er það nú Jón minn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eitt af því sem ég sakna mest úr háskólaumræðunni er að takast málefnalega á við menn um grunnhugmyndir. Einn heldur einu fram og annar skorar þann á hólm í rökræðu. Þessi aðferð leiðir til þess að þekking verður til. Við greinaflokki mínum um íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið hef ég ekki fengið mikla málefnalega gagnrýni enn sem komið er. En nú ber vel í veiði! Jón Steinsson, sem er Milton Friedman fræðimaður við Chicago-háskóla, hefur mótmælt harðlega staðhæfingu sem ég setti fram í greinaflokknum. Í annarri af fimm greinum sem birtist hér í blaðinu held ég því fram að hluti auðlindaarðsins í sjávarútvegi renni til sjómanna vegna þess fyrirkomulags sem notað er til að ákvarða laun þeirra. Þar segi ég jafnframt: „Auðlind sem allir þjóðfélagsþegnar hafa jafnan rétt til að nýta er dæmd til að vera ofnotuð ef afrakstur hennar er nægilega eftirsóknarverður – auðlindarentunni er sóað. Sóunin felst í að of margir sjómenn munu fjárfesta í of miklum fjármunum í viðleitnin sinni að ná til sín auðlindarentunni. Þetta er það sem kallað hefur verið sorgarsaga almenninganna. Þannig verður sjálfstortíming í raun það sem allir keppa að. Hver útgerðarmaður hugsar aðeins um eigin hag. Frelsi í almenningum leiðir því að lokum tortímingu yfir alla þátttakendur.“ Best er að taka tilbúið dæmi til að sýna að gagnrýni Jóns á ekki við rök að styðjast. Segjum sem svo að fiskveiðar séu frjálsar og að auðlindarentunni sé allri sóað – að of margir sjómenn keppist um takmarkaða fiskveiðiauðlind á of mörgum skipum. Í dæmaskyni skulum við gera ráð fyrir að 10 þúsund sjómenn stundi sjósókn á þúsund skipum sem öll séu með sama aflaverðmæti – allir skipstjórarnir eru jafn fisknir. Nú eru innleiddar aðgangstakmarkanir í veiðarnar, líkt og gert var hér á landi árið 1984, til að auðlindaarðurinn verði til. Útgerðin aðlagar sig. Sumir útgerðarmenn selja kvóta og aðrir kaupa. Skipum fækkar og sjómönnum með. Gerum nú ráð fyrir að þessu ferli sé lokið og fullri hagkvæmni sé náð í útgerð. Skipum hefur fækkað um 500 og sjómönnum um 5 þúsund. Að meðaltali er aflaverðmæti skipanna nú tvisvar sinnum hærra en áður (vegna einkaleyfis til að veiða) og laun sjómannanna hafa tvöfaldast (vegna hlutaskiptakerfisins). Auðlindaarðinum sem áður var sóað á altari of mikillar sóknargetu (offjárfestingar) er nú skipt á milli sjómannanna (vegna hlutaskiptakerfisins) og útgerðamannanna. Reyndar eiga útgerðirnar eftir að borga af sínum hlut fyrir heimildirnar sem þær keyptu. Það bendir til þess að auðlindaarðurinn sem féll útgerðinni í hlut endi að lokum hjá þeim sem seldi kvótann og fór út úr greininni, en það er önnur saga sem ég mun gera skil síðar. Ef hinsvegar um fastlaunakerfi hefði verið að ræða, eða að kvótakaupin væru greidd af óskiptum hlut, hefði (brúttó) auðlindarentan endað hjá útgerðinni. Sjómenn njóta því auðlindaarðsins með útgerðunum vegna hlutaskiptakerfisins. Þannig er það nú Jón minn!
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar