Viðskipti innlent

Fá hundrað milljónir í arð

Vogunarsjóðurinn Boreas Capital hagnaðist um rúmar 26 milljónir króna árið 2009. Þetta er talsverður samdráttur á milli ára en árið 2008 nam hagnaðurinn 102,3 milljónum. Eigendur fengu nær allan hagnaðinn í arð í fyrra, 96 milljónir króna.

Boreas Capital var stofnaður um mitt ár 2007. Eigendur hafa í gegnum tíðina tengst Björgólfi Thor Björgólfssyni og fjárfestingarbankanum Straumi. Þá fór Ragnar Þórisson, einn eigenda hans, með formanni Framsóknarflokksins til Noregs í október 2009 til viðræðna við þarlenda þingmenn um allt að 2.000 milljarða króna lánafyrirgreiðslu. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×