Viðskipti innlent

Lífeyrissjóðir eiga rúmlega 40% hlut í Icelandair

Lífeyrissjóðirnir eiga nú rúmlegs 40% í Icelandair eftir hlutafjárútboð félagsins fyrir áramótin.

Samkvæmt flöggunum í Kauphöllinni í gærdag á Framtakssjóður Íslands, sem er í eigu lífeyrissjóðanna, nú 29% í Icelandair, Lífeyrissjóður verslunarmanna á 9,7% hlut og Lífeyrissjóðirnir Bankastræti 7 eiga 4,8%. Samtals er því 43,5% af hlutafé Icelandair í eigu lífeyrissjóða.

Þá flaggaði Íslandsbanki einnig að hann ætti orðið 24,7% hlut í félaginu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×