Auðlind í örum vexti Einar Örn Jónsson skrifar 13. júlí 2011 08:00 Undanfarin ár hefur Skógræktarfélag Íslands staðið fyrir atvinnuátaksverkefni í samstarfi við samgönguráðuneytið (nú innanríkisráðuneytið), staðbundin skógræktarfélög og sveitarfélög. Ráðist var í verkefnið í kjölfar efnahagshrunsins 2008 þegar ljóst var að stórfellt atvinnuleysi blasti við íslensku þjóðinni. Með því vildu skógræktarfélögin leggja sitt af mörkum til atvinnusköpunar jafnframt því að stuðla að umhirðu og ræktun útivistarsvæða fyrir almenning. Ávinningur fyrir allaAtvinnuátakið hefur gefið góða raun og í krafti þess hefur tekist að skapa fjölda atvinnulausra og námsmanna vel þegna vinnu á einhverjum mestu atvinnuleysistímum sem þjóðin hefur upplifað. Um leið hefur verið unnið að mörgum brýnum verkefnum á skógræktarsvæðum víða um land, allt frá gróðursetningu til grisjunar. Skógarnir liggja flestir í nágrenni byggðar og eru vinsæl útivistarsvæði, bæði meðal heimamanna og gesta. Það njóta því allir góðs af aukinni umhirðu skóganna og betri aðstöðu. Annar ávinningur af verkefninu er einmitt sá að fyrir tilstilli þess uppgötva margir skemmtilega skógarreiti í nágrenni við heimabyggð sína. Þeir sem ráðast til starfa kynnast ekki aðeins hefðbundnum skógræktarstörfum heldur læra þeir að meta skóginn sem útivistarsvæði og náttúruvin. Þetta fólk sem er upp til hópa ungt að árum binst þannig skógarreitunum sterkum böndum og kemur til með að njóta þeirra um ókomna framtíð ásamt börnum sínum og barnabörnum. Það er mikils virði fyrir alla sem vinna að því að efla og bæta skógarmenningu á Íslandi. Átak sem borgar sigSíðast en ekki síst er með átakinu lögð rækt við þá miklu og margþættu auðlind sem felst í skógum landsins. Skógar gegna mikilvægu hlutverki í vistkerfinu, hamla gegn gróðureyðingu, stuðla að bættum vatnsbúskap og binda koltvísýring úr andrúmslofti svo fátt eitt sé nefnt. Af þeim má jafnframt hafa umtalsverðar nytjar í formi matsveppa, berja, jólatrjáa, viðar og viðarafurða. Það margborgar sig því að hugsa vel um þessa auðlind okkar. Hún á aðeins eftir að vaxa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur Skógræktarfélag Íslands staðið fyrir atvinnuátaksverkefni í samstarfi við samgönguráðuneytið (nú innanríkisráðuneytið), staðbundin skógræktarfélög og sveitarfélög. Ráðist var í verkefnið í kjölfar efnahagshrunsins 2008 þegar ljóst var að stórfellt atvinnuleysi blasti við íslensku þjóðinni. Með því vildu skógræktarfélögin leggja sitt af mörkum til atvinnusköpunar jafnframt því að stuðla að umhirðu og ræktun útivistarsvæða fyrir almenning. Ávinningur fyrir allaAtvinnuátakið hefur gefið góða raun og í krafti þess hefur tekist að skapa fjölda atvinnulausra og námsmanna vel þegna vinnu á einhverjum mestu atvinnuleysistímum sem þjóðin hefur upplifað. Um leið hefur verið unnið að mörgum brýnum verkefnum á skógræktarsvæðum víða um land, allt frá gróðursetningu til grisjunar. Skógarnir liggja flestir í nágrenni byggðar og eru vinsæl útivistarsvæði, bæði meðal heimamanna og gesta. Það njóta því allir góðs af aukinni umhirðu skóganna og betri aðstöðu. Annar ávinningur af verkefninu er einmitt sá að fyrir tilstilli þess uppgötva margir skemmtilega skógarreiti í nágrenni við heimabyggð sína. Þeir sem ráðast til starfa kynnast ekki aðeins hefðbundnum skógræktarstörfum heldur læra þeir að meta skóginn sem útivistarsvæði og náttúruvin. Þetta fólk sem er upp til hópa ungt að árum binst þannig skógarreitunum sterkum böndum og kemur til með að njóta þeirra um ókomna framtíð ásamt börnum sínum og barnabörnum. Það er mikils virði fyrir alla sem vinna að því að efla og bæta skógarmenningu á Íslandi. Átak sem borgar sigSíðast en ekki síst er með átakinu lögð rækt við þá miklu og margþættu auðlind sem felst í skógum landsins. Skógar gegna mikilvægu hlutverki í vistkerfinu, hamla gegn gróðureyðingu, stuðla að bættum vatnsbúskap og binda koltvísýring úr andrúmslofti svo fátt eitt sé nefnt. Af þeim má jafnframt hafa umtalsverðar nytjar í formi matsveppa, berja, jólatrjáa, viðar og viðarafurða. Það margborgar sig því að hugsa vel um þessa auðlind okkar. Hún á aðeins eftir að vaxa.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar