Strandveiðar - gott hráefni sem heldur vinnslunum opnum Elín Björg Ragnarsdóttir skrifar 13. júlí 2011 06:00 Nú undanfarið hefur talsvert verið skrifað um það að hráefni strandveiðibáta sé lélegt, strandveiðar skapi ekki atvinnu í landinu og aflinn sé jafnvel fluttur óunninn úr landi. Félagar innan Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda – SFÚ hafa keypt stóran hluta af afla strandveiðibátanna og eru félagsmenn almennt mjög ánægðir með hráefnisgæðin sem hafa aukist ár frá ári. Ganga sumir félagsmenn svo langt að segja að strandveiðarnar séu lykillinn að því að vinnslurnar starfi yfir höfuð yfir sumarið. Strandveiðarnar hafi að auki fært líf í hafnir landsins. Það er því ekki hægt að segja að strandveiðarnar skapi ekki atvinnu í landinu heldur hafa þær þvert á móti haldið uppi atvinnu. SFÚ telur jafnframt að nánast allt það hráefni sem strandveiðibátar afla skili sér til vinnslu hér innanlands. Það að menn telji að afli strandveiðibáta sé fluttur úr landi óunninn bendir þó til þess að gagnrýni um lítil hráefnisgæði eigi ekki við rök að styðjast þar sem þeir hinir sömu telji að hráefnisgæðin séu það mikil að hráefnið þoli flutning í gámum milli landa. Það eitt og sér styður því það sem SFÚ hefur haldið fram, að hráefnisgæðin séu almennt mikil frá þessum bátum og hráefnið í langflestum tilfellum vinnanlegt á bestu markaðina. Vissulega má líta til baka og segja að einhver misbrestur hafi verið á því í upphafi að hráefnisgæði hafi undantekningarlaust verið ásættanleg, en með aukinni reynslu strandveiðisjómanna og þekkingaröflun hafa hráefnisgæðin tekið stórstígum framförum og eru þau í dag síst síðri en annarra útgerðarflokka. SFÚ fagna þeirri aukningu strandveiða sem orðin er og telja að hún muni tryggja betri aðgang að fiski yfir sumarmánuðina fyrir allar þær vinnslur sem nú eru starfandi og gæti komið í veg fyrir lokun margra fiskvinnslustöðva yfir sumarmánuðina. Slíkt er mikilvægt í núverandi atvinnuástandi þjóðarinnar. SFÚ áréttar þó þá skoðun sína, sem fram kom í greinargerð samtakanna við minna kvótafrumvarpið, að allan strandveiðiafla skuli skylda til sölu á opnum fiskmarkaði. Eðlilegt samkeppnisumhverfi í greininni verði ekki fengið nema að markaðsverð ráði í öllum viðskiptum með afla. Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda – SFÚ voru stofnuð 1994 en hétu í upphafi Samtök fiskvinnslu án útgerðar. Félagar í SFÚ eru stærstu samtök landsins í fiskvinnslu sem kaupa hráefni sitt í umhverfi frjálsrar verðmyndunar. Innan vébanda samtakanna starfa stór og meðalstór fiskvinnslufyrirtæki sem hafa verið leiðandi í framleiðslu og markaðssetningu fiskafurða um árabil eða frá því fiskmörkuðum á Íslandi var hleypt af stokkunum árið 1987. Elstu fyrirtækin innan samtakanna eru þó nokkru eldri eða yfir 30 ára gömul. Samtökin hafa um árabil beitt sér fyrir frelsi í viðskiptum með fisk, að allur fiskur fari á innlendan markað eða sé seldur á markaðsverði í beinum viðskiptum og að fjárhagslegum aðskilnaði veiða og vinnslu verði komið á. Hafa fyrirtæki innan SFÚ löngum greitt hæsta meðalverð fyrir hráefni sem í boði hefur verið, útgerðum og sjómönnum til hagsbótar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Nú undanfarið hefur talsvert verið skrifað um það að hráefni strandveiðibáta sé lélegt, strandveiðar skapi ekki atvinnu í landinu og aflinn sé jafnvel fluttur óunninn úr landi. Félagar innan Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda – SFÚ hafa keypt stóran hluta af afla strandveiðibátanna og eru félagsmenn almennt mjög ánægðir með hráefnisgæðin sem hafa aukist ár frá ári. Ganga sumir félagsmenn svo langt að segja að strandveiðarnar séu lykillinn að því að vinnslurnar starfi yfir höfuð yfir sumarið. Strandveiðarnar hafi að auki fært líf í hafnir landsins. Það er því ekki hægt að segja að strandveiðarnar skapi ekki atvinnu í landinu heldur hafa þær þvert á móti haldið uppi atvinnu. SFÚ telur jafnframt að nánast allt það hráefni sem strandveiðibátar afla skili sér til vinnslu hér innanlands. Það að menn telji að afli strandveiðibáta sé fluttur úr landi óunninn bendir þó til þess að gagnrýni um lítil hráefnisgæði eigi ekki við rök að styðjast þar sem þeir hinir sömu telji að hráefnisgæðin séu það mikil að hráefnið þoli flutning í gámum milli landa. Það eitt og sér styður því það sem SFÚ hefur haldið fram, að hráefnisgæðin séu almennt mikil frá þessum bátum og hráefnið í langflestum tilfellum vinnanlegt á bestu markaðina. Vissulega má líta til baka og segja að einhver misbrestur hafi verið á því í upphafi að hráefnisgæði hafi undantekningarlaust verið ásættanleg, en með aukinni reynslu strandveiðisjómanna og þekkingaröflun hafa hráefnisgæðin tekið stórstígum framförum og eru þau í dag síst síðri en annarra útgerðarflokka. SFÚ fagna þeirri aukningu strandveiða sem orðin er og telja að hún muni tryggja betri aðgang að fiski yfir sumarmánuðina fyrir allar þær vinnslur sem nú eru starfandi og gæti komið í veg fyrir lokun margra fiskvinnslustöðva yfir sumarmánuðina. Slíkt er mikilvægt í núverandi atvinnuástandi þjóðarinnar. SFÚ áréttar þó þá skoðun sína, sem fram kom í greinargerð samtakanna við minna kvótafrumvarpið, að allan strandveiðiafla skuli skylda til sölu á opnum fiskmarkaði. Eðlilegt samkeppnisumhverfi í greininni verði ekki fengið nema að markaðsverð ráði í öllum viðskiptum með afla. Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda – SFÚ voru stofnuð 1994 en hétu í upphafi Samtök fiskvinnslu án útgerðar. Félagar í SFÚ eru stærstu samtök landsins í fiskvinnslu sem kaupa hráefni sitt í umhverfi frjálsrar verðmyndunar. Innan vébanda samtakanna starfa stór og meðalstór fiskvinnslufyrirtæki sem hafa verið leiðandi í framleiðslu og markaðssetningu fiskafurða um árabil eða frá því fiskmörkuðum á Íslandi var hleypt af stokkunum árið 1987. Elstu fyrirtækin innan samtakanna eru þó nokkru eldri eða yfir 30 ára gömul. Samtökin hafa um árabil beitt sér fyrir frelsi í viðskiptum með fisk, að allur fiskur fari á innlendan markað eða sé seldur á markaðsverði í beinum viðskiptum og að fjárhagslegum aðskilnaði veiða og vinnslu verði komið á. Hafa fyrirtæki innan SFÚ löngum greitt hæsta meðalverð fyrir hráefni sem í boði hefur verið, útgerðum og sjómönnum til hagsbótar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar