Skýrsla Ríkisendurskoðunar og starfsemi FSA Sigríður Sía Jónsdóttir skrifar 13. júlí 2011 06:00 Fólk er í dag lagt inn á sjúkrahús vegna þess að auk læknismeðferðar þarfnast það hjúkrunarmeðferðar allan sólahringinn. Því er eðlilegt að skýrsla Ríkisendurskoðunar sé rædd frá sjónarhóli hjúkrunar á FSA. Margt athyglisvert kemur fram í skýrslunni og hvet ég alla áhugasama að lesa hana: www.rikisendurskodun.is. Skýrslan byggir á netkönnun meðal 40% starfsmanna og viðtölum við 30 starfsmenn af þeim 600 sem hér starfa. Í niðurstöðunum vekur það athygli að svarið „hvorki/né" er ekki túlkað og sleppa hefði átt þeim möguleika, starfsfólkið hefði þá ekki getað sýnt hlutleysi. Vangaveltur RíkisendurskoðunarI fjölmiðlum hefur aðallega borið á fyrirsögnum um öryggi sjúklinga. Í skýrslunni segir um skort á læknum. „Að sögn viðmælenda Ríkisendurskoðunar eykur það mjög álag á starfandi lækna sem og hjúkrunarfræðinga sem verða jafnvel að ganga í störf þeirra. Á sumum deildum starfa svo fáir læknar að öryggi sjúklinga kann að vera ógnað." (bls. 4) Leyfi ég mér kalla þetta vangaveltur Ríkisendurskoðunar þar sem nánari rökstuðning vantar. Landlæknisembættið fær lögboðnar skýrslur um atvik á FSA og hefði Ríkisendurskoðun verið í lófa lagið að bera atvik á FSA saman við aðrar heilbrigðisstofnanir. En nú mun Landlæknisembættið gera sérstaka úttekt á öryggi sjúklinga á FSA og ber að fagna því. Augljóst er að álag hefur aukist á hjúkrunarfræðinga FSA, einkum vegna niðurskurðar á fjárframlögum og læknaskortur getur enn frekar valdið álagi, t.d. með lengri biðtíma eftir læknisþjónustu á legudeildum, bráðamóttöku og á innritunardeild. Þekkt staðreynd er að samhengi er á milli álags á fólk og fjölda mistaka. Þetta á við alls staðar og hefur t.d. stuðlað að miklu öryggi í flugsamgöngum. Skráning í sjúkraskrá sjúklings er lögbundin eins og fram kemur í skýrslunni en þar segir: „Öllum læknum ber að færa sjúkraskrá og margoft hafi það verið áréttað að þeir geri það jafnóðum." Fram kemur að því sé ábótavant vegna álags og það ógni öryggi. Í hjúkrun á FSA er sú regla virt að hjúkrunarfræðingur eða ljósmóðir fer ekki af vakt fyrr en skráningu er lokið. Fjöldi starfseininga og tvöföld yfirstjórn læknaStarfseiningar FSA eru í heild 38 og millistjórnendur 50 talsins. Af þeim eru 11 hjúkrunardeildastjórar en yfir- og forstöðulæknar eru 21. Í skýrslunni kemur fram að auk hjúkrunardeildarstjóra séu jafnvel bæði forstöðu- og yfirlæknar yfir deildum. Hér er 24 rúma deild sem í daglegu tali er nefnd HO- deildin en samkvæmt skipuriti FSA telst hún fimm deildir: Einn hjúkrunardeildarstjóri stjórnar hjúkruninni en fimm læknar, tveir forstöðulæknar og þrír yfirlæknar sjá um að stjórna lækningum á deildinni. Í skýrslunni segir „svo virðist því sem læknar sækist eftir að vera í stjórnunarstöðum en séu engu að síður tregir til að takast á við þá stjórnunarlegu ábyrgð". Ríkisendurskoðun bendir á að þessu verði framkvæmdastjórn FSA að breyta og einnig að leggja af tvöfalda stjórnun lækna og fækka starfseiningum. Hjúkrun á FSA fær góða dómaÍ skýrslunni kemur fram að hjúkrunardeildarstjórar standa sig mjög vel því 83% hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra telja sig fá nægar upplýsingar til að geta sinnt starfi sínu vel og hafa greiðan aðgang að sínum yfirmanni. Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður eru einnig sá hópur sem þekkir verksvið sitt best (87%). Einnig er það ánægjulegt að starfsfólk hefur almennt greiðan aðgang að yfirmanni sínum og starfsandi á einingum er góður. Allar leyfðar stöður eru fullsetnar og hjúkrunarfræðinga– og ljósmæðrahópurinn með mikla starfsreynslu og víðtæka þekkingu. Hins vegar er vert að geta þess að hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum eru settir mjög takmarkaðir möguleikar á öðru starfi, vilji þeir búa á Akureyri og einnig er hollusta mikil við sjúkrahúsið. Sérstaða FSAFSA er deildaskipt kennslusjúkrahús og varasjúkrahús LSH, sem gerir kröfur um mjög víðtæka ábyrgð og þekkingu starfsfólks. Á sömu deildinni hér liggja sjúklingar með mismunandi vandamál. Hjúkrunarfræðingur á lyflækningadeildinni þarf t.d. á sömu vakt að vera viðbúinn að hjúkra sjúklingum með hjartasjúkdóma/krabbamein/lungnasjúkdóma/sykursýki/nýrnasjúkdóma/smitsjúkdóma auk sjúklinga í líknarmeðferð. Af skýrslunni lærum við að alltaf má gera betur og er m.a. hafið starf við nýja stefnu sjúkrahússins. Í nýrri stefnu FSA er mikilvægt að efla hlut hjúkrunar innan sjúkrahússins. Hjúkrunarfræðingar á Íslandi hafa menntun sem þeir hafa ekki að fullu nýtt einkum vegna hefða í heilbrigðiskerfinu og mjög margir hjúkrunarfræðingar hafa sérfræðimenntun sem nýta má mun frekar til að styrkja þjónusta við sjúklinga. Með nýrri stefnu og auknum samskiptum framkvæmdastjórnar við starfsfólk sjúkrahússins byggjum við saman enn þá öflugra sjúkrahús, sem er og verður eina varasjúkrahús LSH. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fólk er í dag lagt inn á sjúkrahús vegna þess að auk læknismeðferðar þarfnast það hjúkrunarmeðferðar allan sólahringinn. Því er eðlilegt að skýrsla Ríkisendurskoðunar sé rædd frá sjónarhóli hjúkrunar á FSA. Margt athyglisvert kemur fram í skýrslunni og hvet ég alla áhugasama að lesa hana: www.rikisendurskodun.is. Skýrslan byggir á netkönnun meðal 40% starfsmanna og viðtölum við 30 starfsmenn af þeim 600 sem hér starfa. Í niðurstöðunum vekur það athygli að svarið „hvorki/né" er ekki túlkað og sleppa hefði átt þeim möguleika, starfsfólkið hefði þá ekki getað sýnt hlutleysi. Vangaveltur RíkisendurskoðunarI fjölmiðlum hefur aðallega borið á fyrirsögnum um öryggi sjúklinga. Í skýrslunni segir um skort á læknum. „Að sögn viðmælenda Ríkisendurskoðunar eykur það mjög álag á starfandi lækna sem og hjúkrunarfræðinga sem verða jafnvel að ganga í störf þeirra. Á sumum deildum starfa svo fáir læknar að öryggi sjúklinga kann að vera ógnað." (bls. 4) Leyfi ég mér kalla þetta vangaveltur Ríkisendurskoðunar þar sem nánari rökstuðning vantar. Landlæknisembættið fær lögboðnar skýrslur um atvik á FSA og hefði Ríkisendurskoðun verið í lófa lagið að bera atvik á FSA saman við aðrar heilbrigðisstofnanir. En nú mun Landlæknisembættið gera sérstaka úttekt á öryggi sjúklinga á FSA og ber að fagna því. Augljóst er að álag hefur aukist á hjúkrunarfræðinga FSA, einkum vegna niðurskurðar á fjárframlögum og læknaskortur getur enn frekar valdið álagi, t.d. með lengri biðtíma eftir læknisþjónustu á legudeildum, bráðamóttöku og á innritunardeild. Þekkt staðreynd er að samhengi er á milli álags á fólk og fjölda mistaka. Þetta á við alls staðar og hefur t.d. stuðlað að miklu öryggi í flugsamgöngum. Skráning í sjúkraskrá sjúklings er lögbundin eins og fram kemur í skýrslunni en þar segir: „Öllum læknum ber að færa sjúkraskrá og margoft hafi það verið áréttað að þeir geri það jafnóðum." Fram kemur að því sé ábótavant vegna álags og það ógni öryggi. Í hjúkrun á FSA er sú regla virt að hjúkrunarfræðingur eða ljósmóðir fer ekki af vakt fyrr en skráningu er lokið. Fjöldi starfseininga og tvöföld yfirstjórn læknaStarfseiningar FSA eru í heild 38 og millistjórnendur 50 talsins. Af þeim eru 11 hjúkrunardeildastjórar en yfir- og forstöðulæknar eru 21. Í skýrslunni kemur fram að auk hjúkrunardeildarstjóra séu jafnvel bæði forstöðu- og yfirlæknar yfir deildum. Hér er 24 rúma deild sem í daglegu tali er nefnd HO- deildin en samkvæmt skipuriti FSA telst hún fimm deildir: Einn hjúkrunardeildarstjóri stjórnar hjúkruninni en fimm læknar, tveir forstöðulæknar og þrír yfirlæknar sjá um að stjórna lækningum á deildinni. Í skýrslunni segir „svo virðist því sem læknar sækist eftir að vera í stjórnunarstöðum en séu engu að síður tregir til að takast á við þá stjórnunarlegu ábyrgð". Ríkisendurskoðun bendir á að þessu verði framkvæmdastjórn FSA að breyta og einnig að leggja af tvöfalda stjórnun lækna og fækka starfseiningum. Hjúkrun á FSA fær góða dómaÍ skýrslunni kemur fram að hjúkrunardeildarstjórar standa sig mjög vel því 83% hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra telja sig fá nægar upplýsingar til að geta sinnt starfi sínu vel og hafa greiðan aðgang að sínum yfirmanni. Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður eru einnig sá hópur sem þekkir verksvið sitt best (87%). Einnig er það ánægjulegt að starfsfólk hefur almennt greiðan aðgang að yfirmanni sínum og starfsandi á einingum er góður. Allar leyfðar stöður eru fullsetnar og hjúkrunarfræðinga– og ljósmæðrahópurinn með mikla starfsreynslu og víðtæka þekkingu. Hins vegar er vert að geta þess að hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum eru settir mjög takmarkaðir möguleikar á öðru starfi, vilji þeir búa á Akureyri og einnig er hollusta mikil við sjúkrahúsið. Sérstaða FSAFSA er deildaskipt kennslusjúkrahús og varasjúkrahús LSH, sem gerir kröfur um mjög víðtæka ábyrgð og þekkingu starfsfólks. Á sömu deildinni hér liggja sjúklingar með mismunandi vandamál. Hjúkrunarfræðingur á lyflækningadeildinni þarf t.d. á sömu vakt að vera viðbúinn að hjúkra sjúklingum með hjartasjúkdóma/krabbamein/lungnasjúkdóma/sykursýki/nýrnasjúkdóma/smitsjúkdóma auk sjúklinga í líknarmeðferð. Af skýrslunni lærum við að alltaf má gera betur og er m.a. hafið starf við nýja stefnu sjúkrahússins. Í nýrri stefnu FSA er mikilvægt að efla hlut hjúkrunar innan sjúkrahússins. Hjúkrunarfræðingar á Íslandi hafa menntun sem þeir hafa ekki að fullu nýtt einkum vegna hefða í heilbrigðiskerfinu og mjög margir hjúkrunarfræðingar hafa sérfræðimenntun sem nýta má mun frekar til að styrkja þjónusta við sjúklinga. Með nýrri stefnu og auknum samskiptum framkvæmdastjórnar við starfsfólk sjúkrahússins byggjum við saman enn þá öflugra sjúkrahús, sem er og verður eina varasjúkrahús LSH.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun