Trúverðugleiki á kostnað endurreisnar? Finnur Oddsson skrifar 13. júlí 2011 10:00 Nýlega gaf peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands það út að hugsanlega yrðu vextir hækkaðir á næstunni. Umrædd yfirlýsing kemur að mörgu leyti spánskt fyrir sjónir miðað við núverandi árferði í efnahagslífinu. Framleiðsluslaki hefur nær aldrei mælst meiri, atvinnuleysi er langt umfram það sem eðlilegt getur talist, fjárfesting er sú lægsta í Íslandssögunni og verðbólgan er að stærstum hluta innflutt og utan seilingar Seðlabankans. Raunar bendir Seðlabankinn á þetta sjálfur í nýlegri greinargerð þar segir m.a. að: „Seðlabankinn [hefur] talið meginorsakir vaxandi verðbólgu vera þætti sem eru ýmist tímabundnir eða utan áhrifasviðs peningastefnunnar." Þrátt fyrir það hefur peninganefndin breytt tóni yfirlýsinga sinna frá því að telja líklegra að vaxtalækkanir muni fylgja í að hækkanir gætu verið í kortunum. Þetta er mikið áhyggjuefni, eins og fram hefur komið bæði hjá fulltrúum atvinnulífs og meðlimum peningastefnunefndar. En verðbólga er farin að láta á sér kræla og ekki ósennilegt að hún muni aukast þegar líður á árið. Vandi Seðlabankans felst í því að takmörkuð tiltrú á bankanum gerir honum (a.m.k. út frá hefðbundnum sjónarmiðum) erfiðara um vik að beita sér gegn verðbólgu með aðferðum sem henta í núverandi ástandi efnahagslegrar stöðnunar. Engu að síður er augljóst að veruleg þversögn felst í því að líta svo á að vaxtahækkun við núverandi aðstæður yrði til að auka trúverðugleika Seðlabankans. Með öðrum orðum, þá getur það ekki verið trúverðugleika seðlabanka nokkurs lands til framdráttar ef aðgerðir hans veikja og seinka efnahagsbata úr kreppuástandi. Íslensk fyrirtæki glíma nú við margvíslegar og þungar byrðar sem rekja má t.a.m. til nýlegra kjarasamninga, yfirdrifinna skattahækkana, hruns í eftirspurn og tafa á endurskipulagningu skulda. Allt hefur þetta hamlað bata hagkerfisins og stjórnendur eru almennt svartsýnir á rekstrarhorfur næstu mánaða. Vaxtahækkun við þessar aðstæður, sem litlar eða engar líkur eru á að muni slá á verðbólgu, mun aðeins auka byrðar atvinnulífsins og heimila og trúverðugleiki Seðlabanka Íslands myndi rýrna að sama skapi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýlega gaf peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands það út að hugsanlega yrðu vextir hækkaðir á næstunni. Umrædd yfirlýsing kemur að mörgu leyti spánskt fyrir sjónir miðað við núverandi árferði í efnahagslífinu. Framleiðsluslaki hefur nær aldrei mælst meiri, atvinnuleysi er langt umfram það sem eðlilegt getur talist, fjárfesting er sú lægsta í Íslandssögunni og verðbólgan er að stærstum hluta innflutt og utan seilingar Seðlabankans. Raunar bendir Seðlabankinn á þetta sjálfur í nýlegri greinargerð þar segir m.a. að: „Seðlabankinn [hefur] talið meginorsakir vaxandi verðbólgu vera þætti sem eru ýmist tímabundnir eða utan áhrifasviðs peningastefnunnar." Þrátt fyrir það hefur peninganefndin breytt tóni yfirlýsinga sinna frá því að telja líklegra að vaxtalækkanir muni fylgja í að hækkanir gætu verið í kortunum. Þetta er mikið áhyggjuefni, eins og fram hefur komið bæði hjá fulltrúum atvinnulífs og meðlimum peningastefnunefndar. En verðbólga er farin að láta á sér kræla og ekki ósennilegt að hún muni aukast þegar líður á árið. Vandi Seðlabankans felst í því að takmörkuð tiltrú á bankanum gerir honum (a.m.k. út frá hefðbundnum sjónarmiðum) erfiðara um vik að beita sér gegn verðbólgu með aðferðum sem henta í núverandi ástandi efnahagslegrar stöðnunar. Engu að síður er augljóst að veruleg þversögn felst í því að líta svo á að vaxtahækkun við núverandi aðstæður yrði til að auka trúverðugleika Seðlabankans. Með öðrum orðum, þá getur það ekki verið trúverðugleika seðlabanka nokkurs lands til framdráttar ef aðgerðir hans veikja og seinka efnahagsbata úr kreppuástandi. Íslensk fyrirtæki glíma nú við margvíslegar og þungar byrðar sem rekja má t.a.m. til nýlegra kjarasamninga, yfirdrifinna skattahækkana, hruns í eftirspurn og tafa á endurskipulagningu skulda. Allt hefur þetta hamlað bata hagkerfisins og stjórnendur eru almennt svartsýnir á rekstrarhorfur næstu mánaða. Vaxtahækkun við þessar aðstæður, sem litlar eða engar líkur eru á að muni slá á verðbólgu, mun aðeins auka byrðar atvinnulífsins og heimila og trúverðugleiki Seðlabanka Íslands myndi rýrna að sama skapi.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun