Opið bréf til borgarstjóra Agnar Már Jónsson skrifar 19. mars 2011 06:15 Ágæti borgarstjóri, Mig langar með bréfi þessu að miðla til þín af reynslu minni í ljósi fyrirhugaðrar breytingar á rekstri leik- og grunnskóla Reykjavíkur. Sú reynsla sem ég vitna til spannar 20 ár sem stjórnandi, meðal annars hjá einu af stærstu fyrirtækjum heims, IBM, þá var ég framkvæmdastjóri hjá Símanum og Samskipum, forstjóri hjá Opnum kerfum og nú rek ég eigið ráðgjafafyrirtæki. Sem stjórnandi hef ég unnið að mörgum sameiningarverkefnum þar sem stórar deildir og svið eru sameinuð sem og heilu fyrirtækin. Sum sameiningarverkefnin voru unnin með öllum hagsmunaraðilum, eigendum, starfsmönnum og stjórnendum frá byrjun. Önnur sameiningarverkefni voru unnin og kláruð af yfirstjórn, sett í framkvæmd í framhaldinu og reynt að fá alla til liðs við framkvæmd breytinganna. Margar af þessum sameiningum tókust vel á meðan markmið annarra náðust ekki fram. Sem betur fer lærðist það fljótt að þær sameiningar sem ekki voru unnar frá upphafi með öllum hagsmunaraðilum voru dæmdar til að mistakast. Það er því lykilatriði að hafa alla hagsmunaraðila með frá byrjun, þá og því aðeins eru líkur á því að markmið sameiningar náist. Nú nýverið skilaði starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar af sér skýrslu um tækifæri til samrekstrar- og/eða sameiningar leikskóla, grunnskóla og frístundarheimila. Sú skýrsla er nú kynnt sem aðgerð til hagræðingar í kjölfar bankahruns. Í skýrslunni kemur fram að haft hafi verið samband við fulltrúa foreldra með það að markmiði að upplýsa um störf nefndarinnar sem og fá viðbrögð við tillögum og hugmyndir um aðgerðir auk þess sem opnuð var ábendingargátt á Internetinu. Tekið er fram í skýrslunni að foreldrar og starfsfólk hafi varað við sameiningum og þá segir í skýrslunni að umræðupunktar rýnihópa hafi hvorki verið flokkaðir né túlkaðir. Öll þessi viðleitni starfshópsins við að kalla til hagsmunaraðila hefur mistekist, annars vegar vegna þess að foreldrar og starfsfólk upplifði ekki þessa viðleitni sem samstarf, umræður og fundir undanfarna daga eru til sönnunar um það. Hins vegar virðist við lestur skýrslunnar að ekki hafi verið tekið mark á tillögum og viðbrögðum foreldranna. Í ljósi ofangreinds fullyrði ég það að fyrirhugaðar sameiningar munu ekki skila tilætluðum árangri. Reiði foreldra og starfsmanna mun koma niður á fyrirhugðuðu sameiningarferli með ófyrirsjáanlegum afleiðingum, einkum og sér í lagi þar sem við erum að höndla með fjöregg þjóðarinnar, börnin okkar. Þessar tillögur eru nú settar fram sem aðgerðir til sparnaðar í kjölfar bankahruns. Töluglöggur einstaklingur er ekki lengi að sjá það að fyrirhugaðar sameiningar og breytingar á deildum grunn- og leikskóla er ekki settar fram með sparnað í huga. Þær 169 milljónir sem þær eiga að skila á ári jafngildir eingöngu 0,30% af heildarrekstri Reykjavíkurborgar (A hluta) og 0,65% af rekstri mennta- og leikskólasviði borgarinnar. Sameiningarferli eru í eðli sínu dýr og munu éta þennan meinta sparnað upp og meira til. Þess vegna er það rangt að tengja þessar breytingar við hagræðingu vegna bankahrunsins. Ef einhverrn langar til að tengja þetta verkefni við banka, þá ætti að tengja það við vaxtastig því þessi meinti sparnaður jafngildir eingöngu 0,07% breytingu á vaxtakjörum borgarinnar (A og B hluta). Ágæti Jón, í ljósi ofangreinds mæli ég eindregið með að hætt verði við fyrirhugaðar sameiningar. Besti flokkurinn lofaði okkur því að hann myndi koma með nýjar nálganir, skemmtilegar nálganir. Það er hægt að ná ótrúlegum árangri með því að vinna með aðstæður og virkja þau öfl í umhverfinu sem hafa skilning, metnað, vilja og getu til að gera góða hluti. Ég vona að þín upplifun af fundum með foreldrum og starfsfólki leik- og grunnskóla í Grafarvogi og Breiðholti sé sú að þar eru foreldrar og starfsfólk sem skilur þá stöðu sem þjóðfélagið er í, hefur metnað fyrir öflugu skólastarfi og hefur fullt af hugmyndum um það hvernig hægt er að ná fram sparnaði án þess að tefla í tvísýnu því öfluga skólastarfi sem nú er unnið. Ef þið mynduð til dæmis gefa hverjum skóla tækifæri til að vinna að hugmyndum með foreldrum og jafnvel nemendum þá er ég fullviss um að þannig vinnubrögð myndu skila mun meira en þeim 169 milljónum króna sparnaði á ári sem að er stefnt með sameiningum og breytingum á deildum skólanna. Með bestu kveðjum, Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Ágæti borgarstjóri, Mig langar með bréfi þessu að miðla til þín af reynslu minni í ljósi fyrirhugaðrar breytingar á rekstri leik- og grunnskóla Reykjavíkur. Sú reynsla sem ég vitna til spannar 20 ár sem stjórnandi, meðal annars hjá einu af stærstu fyrirtækjum heims, IBM, þá var ég framkvæmdastjóri hjá Símanum og Samskipum, forstjóri hjá Opnum kerfum og nú rek ég eigið ráðgjafafyrirtæki. Sem stjórnandi hef ég unnið að mörgum sameiningarverkefnum þar sem stórar deildir og svið eru sameinuð sem og heilu fyrirtækin. Sum sameiningarverkefnin voru unnin með öllum hagsmunaraðilum, eigendum, starfsmönnum og stjórnendum frá byrjun. Önnur sameiningarverkefni voru unnin og kláruð af yfirstjórn, sett í framkvæmd í framhaldinu og reynt að fá alla til liðs við framkvæmd breytinganna. Margar af þessum sameiningum tókust vel á meðan markmið annarra náðust ekki fram. Sem betur fer lærðist það fljótt að þær sameiningar sem ekki voru unnar frá upphafi með öllum hagsmunaraðilum voru dæmdar til að mistakast. Það er því lykilatriði að hafa alla hagsmunaraðila með frá byrjun, þá og því aðeins eru líkur á því að markmið sameiningar náist. Nú nýverið skilaði starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar af sér skýrslu um tækifæri til samrekstrar- og/eða sameiningar leikskóla, grunnskóla og frístundarheimila. Sú skýrsla er nú kynnt sem aðgerð til hagræðingar í kjölfar bankahruns. Í skýrslunni kemur fram að haft hafi verið samband við fulltrúa foreldra með það að markmiði að upplýsa um störf nefndarinnar sem og fá viðbrögð við tillögum og hugmyndir um aðgerðir auk þess sem opnuð var ábendingargátt á Internetinu. Tekið er fram í skýrslunni að foreldrar og starfsfólk hafi varað við sameiningum og þá segir í skýrslunni að umræðupunktar rýnihópa hafi hvorki verið flokkaðir né túlkaðir. Öll þessi viðleitni starfshópsins við að kalla til hagsmunaraðila hefur mistekist, annars vegar vegna þess að foreldrar og starfsfólk upplifði ekki þessa viðleitni sem samstarf, umræður og fundir undanfarna daga eru til sönnunar um það. Hins vegar virðist við lestur skýrslunnar að ekki hafi verið tekið mark á tillögum og viðbrögðum foreldranna. Í ljósi ofangreinds fullyrði ég það að fyrirhugaðar sameiningar munu ekki skila tilætluðum árangri. Reiði foreldra og starfsmanna mun koma niður á fyrirhugðuðu sameiningarferli með ófyrirsjáanlegum afleiðingum, einkum og sér í lagi þar sem við erum að höndla með fjöregg þjóðarinnar, börnin okkar. Þessar tillögur eru nú settar fram sem aðgerðir til sparnaðar í kjölfar bankahruns. Töluglöggur einstaklingur er ekki lengi að sjá það að fyrirhugaðar sameiningar og breytingar á deildum grunn- og leikskóla er ekki settar fram með sparnað í huga. Þær 169 milljónir sem þær eiga að skila á ári jafngildir eingöngu 0,30% af heildarrekstri Reykjavíkurborgar (A hluta) og 0,65% af rekstri mennta- og leikskólasviði borgarinnar. Sameiningarferli eru í eðli sínu dýr og munu éta þennan meinta sparnað upp og meira til. Þess vegna er það rangt að tengja þessar breytingar við hagræðingu vegna bankahrunsins. Ef einhverrn langar til að tengja þetta verkefni við banka, þá ætti að tengja það við vaxtastig því þessi meinti sparnaður jafngildir eingöngu 0,07% breytingu á vaxtakjörum borgarinnar (A og B hluta). Ágæti Jón, í ljósi ofangreinds mæli ég eindregið með að hætt verði við fyrirhugaðar sameiningar. Besti flokkurinn lofaði okkur því að hann myndi koma með nýjar nálganir, skemmtilegar nálganir. Það er hægt að ná ótrúlegum árangri með því að vinna með aðstæður og virkja þau öfl í umhverfinu sem hafa skilning, metnað, vilja og getu til að gera góða hluti. Ég vona að þín upplifun af fundum með foreldrum og starfsfólki leik- og grunnskóla í Grafarvogi og Breiðholti sé sú að þar eru foreldrar og starfsfólk sem skilur þá stöðu sem þjóðfélagið er í, hefur metnað fyrir öflugu skólastarfi og hefur fullt af hugmyndum um það hvernig hægt er að ná fram sparnaði án þess að tefla í tvísýnu því öfluga skólastarfi sem nú er unnið. Ef þið mynduð til dæmis gefa hverjum skóla tækifæri til að vinna að hugmyndum með foreldrum og jafnvel nemendum þá er ég fullviss um að þannig vinnubrögð myndu skila mun meira en þeim 169 milljónum króna sparnaði á ári sem að er stefnt með sameiningum og breytingum á deildum skólanna. Með bestu kveðjum,
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar