Taílenskur Fiskmarkaður 9. mars 2011 00:01 Hrefna Rósa Sætran, eigandi Fiskmarkaðarins. Mynd/Stefán Taílenskur matur verður í forgrunni á Fiskmarkaðnum á meðan Food and Fun stendur yfir því gestakokkurinn Morten Döjfstrup starfar á taílenska veitingahúsinu Kiin Kiin í Kaupmannahöfn. „Kiin Kiin sérhæfir sig í flottum taílenskum mat, sem er öðruvísi en heimilismaturinn sem er í boði á hefðbundnum taílenskum veitingahúsum,“ segir Hrefna Rósa Sætran, eigandi Fiskmarkaðarins. „Við reynum alltaf að fá gestakokkana til að nota íslenskt hráefni en þeir setja síðan sinn stíl á matinn þannig að gestir eiga von á allt annarri upplifun en þeir eru vanir á Fiskmarkaðnum.“ Hrefna Rósa hefur tekið þátt í Food and Fun frá upphafi og segir þetta vera eins og nokkurs konar kokkaárshátíð. „Allir helstu veitingastaðir á Íslandi taka þátt í Food and Fun og umgjörðin er öll mjög skemmtileg. Svo kynnist maður mörgum erlendum kokkum og fær ferska sýn á það helsta sem er að gerast í matargerðarlistinni.” Food and Fun Veitingastaðir Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira
Taílenskur matur verður í forgrunni á Fiskmarkaðnum á meðan Food and Fun stendur yfir því gestakokkurinn Morten Döjfstrup starfar á taílenska veitingahúsinu Kiin Kiin í Kaupmannahöfn. „Kiin Kiin sérhæfir sig í flottum taílenskum mat, sem er öðruvísi en heimilismaturinn sem er í boði á hefðbundnum taílenskum veitingahúsum,“ segir Hrefna Rósa Sætran, eigandi Fiskmarkaðarins. „Við reynum alltaf að fá gestakokkana til að nota íslenskt hráefni en þeir setja síðan sinn stíl á matinn þannig að gestir eiga von á allt annarri upplifun en þeir eru vanir á Fiskmarkaðnum.“ Hrefna Rósa hefur tekið þátt í Food and Fun frá upphafi og segir þetta vera eins og nokkurs konar kokkaárshátíð. „Allir helstu veitingastaðir á Íslandi taka þátt í Food and Fun og umgjörðin er öll mjög skemmtileg. Svo kynnist maður mörgum erlendum kokkum og fær ferska sýn á það helsta sem er að gerast í matargerðarlistinni.”
Food and Fun Veitingastaðir Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira