Taílenskur Fiskmarkaður 9. mars 2011 00:01 Hrefna Rósa Sætran, eigandi Fiskmarkaðarins. Mynd/Stefán Taílenskur matur verður í forgrunni á Fiskmarkaðnum á meðan Food and Fun stendur yfir því gestakokkurinn Morten Döjfstrup starfar á taílenska veitingahúsinu Kiin Kiin í Kaupmannahöfn. „Kiin Kiin sérhæfir sig í flottum taílenskum mat, sem er öðruvísi en heimilismaturinn sem er í boði á hefðbundnum taílenskum veitingahúsum,“ segir Hrefna Rósa Sætran, eigandi Fiskmarkaðarins. „Við reynum alltaf að fá gestakokkana til að nota íslenskt hráefni en þeir setja síðan sinn stíl á matinn þannig að gestir eiga von á allt annarri upplifun en þeir eru vanir á Fiskmarkaðnum.“ Hrefna Rósa hefur tekið þátt í Food and Fun frá upphafi og segir þetta vera eins og nokkurs konar kokkaárshátíð. „Allir helstu veitingastaðir á Íslandi taka þátt í Food and Fun og umgjörðin er öll mjög skemmtileg. Svo kynnist maður mörgum erlendum kokkum og fær ferska sýn á það helsta sem er að gerast í matargerðarlistinni.” Food and Fun Veitingastaðir Mest lesið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Fékk veipeitrun Lífið Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Tíska og hönnun „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira
Taílenskur matur verður í forgrunni á Fiskmarkaðnum á meðan Food and Fun stendur yfir því gestakokkurinn Morten Döjfstrup starfar á taílenska veitingahúsinu Kiin Kiin í Kaupmannahöfn. „Kiin Kiin sérhæfir sig í flottum taílenskum mat, sem er öðruvísi en heimilismaturinn sem er í boði á hefðbundnum taílenskum veitingahúsum,“ segir Hrefna Rósa Sætran, eigandi Fiskmarkaðarins. „Við reynum alltaf að fá gestakokkana til að nota íslenskt hráefni en þeir setja síðan sinn stíl á matinn þannig að gestir eiga von á allt annarri upplifun en þeir eru vanir á Fiskmarkaðnum.“ Hrefna Rósa hefur tekið þátt í Food and Fun frá upphafi og segir þetta vera eins og nokkurs konar kokkaárshátíð. „Allir helstu veitingastaðir á Íslandi taka þátt í Food and Fun og umgjörðin er öll mjög skemmtileg. Svo kynnist maður mörgum erlendum kokkum og fær ferska sýn á það helsta sem er að gerast í matargerðarlistinni.”
Food and Fun Veitingastaðir Mest lesið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Fékk veipeitrun Lífið Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Tíska og hönnun „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira