Ofbeldi karla: 106 – 4 (2009) Tryggvi Hallgrímsson skrifar 9. desember 2011 06:00 Kynbundið og kynferðislegt ofbeldi, eins og annað ofbeldi, er að mestu framið af körlum. Talið er að um 95% alls ofbeldis í heiminum sé framið af karlmönnum. Hagstofa Íslands segir okkur að árið 2009 afplánuðu 110 einstaklingar á Íslandi refsingu vegna manndrápa, kynferðis- og ofbeldisbrota. Af þeim voru 106 karlar og 4 konur. Tölfræði og staðreyndir tala sínu máli og sýna ólíka stöðu karla og kvenna. Fullyrðingar á borð við: „Konur eru í eðli sínu ólíkar körlum, þær sýna heldur hluttekningu og umhyggju,“ heyrast oft í umræðum um jafnrétti kynjanna. Slíkar staðhæfingar snerta kjarna þeirrar eðlishyggju sem færir okkur einfaldar og stundum grunnhyggna staðalmynd af körlum og konum. Tilbrigði við slíkar staðalmyndir eru síðan notuð til að útskýra ólíka stöðu kynjanna. Karlar eiga því síður að venjast að eðli þeirra sé notað til að skýra neikvæða hegðun. Þannig er eðli karla gjarnan kennt við eiginleika sem taldir eru eftirsóknarverðir, á borð við – ábyrgð, skynsemi, útsjónarsemi og dirfsku. Ef við hins vegar samþykkjum ólíkt eðli kynjanna er ekki fráleitt að leiða líkur að því að karlar séu í eðli sínu, fremur en konur, ofbeldisfullir. Og þegar svo miklu munar á tíðni karla og kvenna meðal afbrotamanna – er því ekki úr vegi að kalla ofbeldisvandamálið karlavandamál. Ástæður ofbeldis er meðal annars að finna í gildismati gerenda. Gildismat mótast af ótal ástæðum. Stundum yfir langan tíma. Stundum vegna atviks. Viðbrögð samfélagsins endurspegla hugmyndir til gerenda og þolenda. Nýverið birtust fregnir af afganskri konu sem dæmd var til fangelsisvistar vegna þess að henni var nauðgað. Hún gat komist hjá refsingunni ef hún giftist manninum sem nauðgaði henni. Fréttin vakti óhug í mörgum löndum. Ekki síst vegna þess að frásögnin sýndi okkur að kraftur félagslegrar innrætingar getur verið slíkur að samfélagið færir einstaklingum réttlætingu ofbeldis um leið og það fordæmir brotaþola. Við þurfum þó ekki að horfa til ofbeldis í fjarlægum löndum til að sjá áhrif hugmynda í samfélaginu endurspeglast í tilvikum ofbeldisbrota. Markmið jafnréttislaga er að jafna stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Því markmiði skal meðal annars náð með vinnu gegn kynbundnu ofbeldi og áreitni. Til þess þarf að vinna markvisst á fjölmörgum sviðum. Vinnan felur í sér fræðslu og samtal um stöðu kynjanna. Slíkt samtal verður að ná lengra en svo að karlar séu álitnir í eðli sínu ofbeldisfullir. Samtalið þarf að fela í sér greiningu á hlutverki og ábyrgð einstaklinga óháð óræðu eðli þeirra. Hugmyndir ofbeldismanna eru mótaðar af skilaboðum sem undirbyggja réttlætingu ódæðisverka. Ef réttlæting á sér stað í samspili skilaboða samfélagsins og karla, verður að eiga sér stað merkingarbært inngrip í formi upplýsingar og fræðslu. Slíkt inngrip mun ekki skila árangri nema karlar hlusti – og þeir trúi að til séu raunverulegir valkostir við það úrræðaleysi í samskiptum sem einatt einkennir ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Kynbundið og kynferðislegt ofbeldi, eins og annað ofbeldi, er að mestu framið af körlum. Talið er að um 95% alls ofbeldis í heiminum sé framið af karlmönnum. Hagstofa Íslands segir okkur að árið 2009 afplánuðu 110 einstaklingar á Íslandi refsingu vegna manndrápa, kynferðis- og ofbeldisbrota. Af þeim voru 106 karlar og 4 konur. Tölfræði og staðreyndir tala sínu máli og sýna ólíka stöðu karla og kvenna. Fullyrðingar á borð við: „Konur eru í eðli sínu ólíkar körlum, þær sýna heldur hluttekningu og umhyggju,“ heyrast oft í umræðum um jafnrétti kynjanna. Slíkar staðhæfingar snerta kjarna þeirrar eðlishyggju sem færir okkur einfaldar og stundum grunnhyggna staðalmynd af körlum og konum. Tilbrigði við slíkar staðalmyndir eru síðan notuð til að útskýra ólíka stöðu kynjanna. Karlar eiga því síður að venjast að eðli þeirra sé notað til að skýra neikvæða hegðun. Þannig er eðli karla gjarnan kennt við eiginleika sem taldir eru eftirsóknarverðir, á borð við – ábyrgð, skynsemi, útsjónarsemi og dirfsku. Ef við hins vegar samþykkjum ólíkt eðli kynjanna er ekki fráleitt að leiða líkur að því að karlar séu í eðli sínu, fremur en konur, ofbeldisfullir. Og þegar svo miklu munar á tíðni karla og kvenna meðal afbrotamanna – er því ekki úr vegi að kalla ofbeldisvandamálið karlavandamál. Ástæður ofbeldis er meðal annars að finna í gildismati gerenda. Gildismat mótast af ótal ástæðum. Stundum yfir langan tíma. Stundum vegna atviks. Viðbrögð samfélagsins endurspegla hugmyndir til gerenda og þolenda. Nýverið birtust fregnir af afganskri konu sem dæmd var til fangelsisvistar vegna þess að henni var nauðgað. Hún gat komist hjá refsingunni ef hún giftist manninum sem nauðgaði henni. Fréttin vakti óhug í mörgum löndum. Ekki síst vegna þess að frásögnin sýndi okkur að kraftur félagslegrar innrætingar getur verið slíkur að samfélagið færir einstaklingum réttlætingu ofbeldis um leið og það fordæmir brotaþola. Við þurfum þó ekki að horfa til ofbeldis í fjarlægum löndum til að sjá áhrif hugmynda í samfélaginu endurspeglast í tilvikum ofbeldisbrota. Markmið jafnréttislaga er að jafna stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Því markmiði skal meðal annars náð með vinnu gegn kynbundnu ofbeldi og áreitni. Til þess þarf að vinna markvisst á fjölmörgum sviðum. Vinnan felur í sér fræðslu og samtal um stöðu kynjanna. Slíkt samtal verður að ná lengra en svo að karlar séu álitnir í eðli sínu ofbeldisfullir. Samtalið þarf að fela í sér greiningu á hlutverki og ábyrgð einstaklinga óháð óræðu eðli þeirra. Hugmyndir ofbeldismanna eru mótaðar af skilaboðum sem undirbyggja réttlætingu ódæðisverka. Ef réttlæting á sér stað í samspili skilaboða samfélagsins og karla, verður að eiga sér stað merkingarbært inngrip í formi upplýsingar og fræðslu. Slíkt inngrip mun ekki skila árangri nema karlar hlusti – og þeir trúi að til séu raunverulegir valkostir við það úrræðaleysi í samskiptum sem einatt einkennir ofbeldi.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun