Ofbeldi karla: 106 – 4 (2009) Tryggvi Hallgrímsson skrifar 9. desember 2011 06:00 Kynbundið og kynferðislegt ofbeldi, eins og annað ofbeldi, er að mestu framið af körlum. Talið er að um 95% alls ofbeldis í heiminum sé framið af karlmönnum. Hagstofa Íslands segir okkur að árið 2009 afplánuðu 110 einstaklingar á Íslandi refsingu vegna manndrápa, kynferðis- og ofbeldisbrota. Af þeim voru 106 karlar og 4 konur. Tölfræði og staðreyndir tala sínu máli og sýna ólíka stöðu karla og kvenna. Fullyrðingar á borð við: „Konur eru í eðli sínu ólíkar körlum, þær sýna heldur hluttekningu og umhyggju,“ heyrast oft í umræðum um jafnrétti kynjanna. Slíkar staðhæfingar snerta kjarna þeirrar eðlishyggju sem færir okkur einfaldar og stundum grunnhyggna staðalmynd af körlum og konum. Tilbrigði við slíkar staðalmyndir eru síðan notuð til að útskýra ólíka stöðu kynjanna. Karlar eiga því síður að venjast að eðli þeirra sé notað til að skýra neikvæða hegðun. Þannig er eðli karla gjarnan kennt við eiginleika sem taldir eru eftirsóknarverðir, á borð við – ábyrgð, skynsemi, útsjónarsemi og dirfsku. Ef við hins vegar samþykkjum ólíkt eðli kynjanna er ekki fráleitt að leiða líkur að því að karlar séu í eðli sínu, fremur en konur, ofbeldisfullir. Og þegar svo miklu munar á tíðni karla og kvenna meðal afbrotamanna – er því ekki úr vegi að kalla ofbeldisvandamálið karlavandamál. Ástæður ofbeldis er meðal annars að finna í gildismati gerenda. Gildismat mótast af ótal ástæðum. Stundum yfir langan tíma. Stundum vegna atviks. Viðbrögð samfélagsins endurspegla hugmyndir til gerenda og þolenda. Nýverið birtust fregnir af afganskri konu sem dæmd var til fangelsisvistar vegna þess að henni var nauðgað. Hún gat komist hjá refsingunni ef hún giftist manninum sem nauðgaði henni. Fréttin vakti óhug í mörgum löndum. Ekki síst vegna þess að frásögnin sýndi okkur að kraftur félagslegrar innrætingar getur verið slíkur að samfélagið færir einstaklingum réttlætingu ofbeldis um leið og það fordæmir brotaþola. Við þurfum þó ekki að horfa til ofbeldis í fjarlægum löndum til að sjá áhrif hugmynda í samfélaginu endurspeglast í tilvikum ofbeldisbrota. Markmið jafnréttislaga er að jafna stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Því markmiði skal meðal annars náð með vinnu gegn kynbundnu ofbeldi og áreitni. Til þess þarf að vinna markvisst á fjölmörgum sviðum. Vinnan felur í sér fræðslu og samtal um stöðu kynjanna. Slíkt samtal verður að ná lengra en svo að karlar séu álitnir í eðli sínu ofbeldisfullir. Samtalið þarf að fela í sér greiningu á hlutverki og ábyrgð einstaklinga óháð óræðu eðli þeirra. Hugmyndir ofbeldismanna eru mótaðar af skilaboðum sem undirbyggja réttlætingu ódæðisverka. Ef réttlæting á sér stað í samspili skilaboða samfélagsins og karla, verður að eiga sér stað merkingarbært inngrip í formi upplýsingar og fræðslu. Slíkt inngrip mun ekki skila árangri nema karlar hlusti – og þeir trúi að til séu raunverulegir valkostir við það úrræðaleysi í samskiptum sem einatt einkennir ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Kynbundið og kynferðislegt ofbeldi, eins og annað ofbeldi, er að mestu framið af körlum. Talið er að um 95% alls ofbeldis í heiminum sé framið af karlmönnum. Hagstofa Íslands segir okkur að árið 2009 afplánuðu 110 einstaklingar á Íslandi refsingu vegna manndrápa, kynferðis- og ofbeldisbrota. Af þeim voru 106 karlar og 4 konur. Tölfræði og staðreyndir tala sínu máli og sýna ólíka stöðu karla og kvenna. Fullyrðingar á borð við: „Konur eru í eðli sínu ólíkar körlum, þær sýna heldur hluttekningu og umhyggju,“ heyrast oft í umræðum um jafnrétti kynjanna. Slíkar staðhæfingar snerta kjarna þeirrar eðlishyggju sem færir okkur einfaldar og stundum grunnhyggna staðalmynd af körlum og konum. Tilbrigði við slíkar staðalmyndir eru síðan notuð til að útskýra ólíka stöðu kynjanna. Karlar eiga því síður að venjast að eðli þeirra sé notað til að skýra neikvæða hegðun. Þannig er eðli karla gjarnan kennt við eiginleika sem taldir eru eftirsóknarverðir, á borð við – ábyrgð, skynsemi, útsjónarsemi og dirfsku. Ef við hins vegar samþykkjum ólíkt eðli kynjanna er ekki fráleitt að leiða líkur að því að karlar séu í eðli sínu, fremur en konur, ofbeldisfullir. Og þegar svo miklu munar á tíðni karla og kvenna meðal afbrotamanna – er því ekki úr vegi að kalla ofbeldisvandamálið karlavandamál. Ástæður ofbeldis er meðal annars að finna í gildismati gerenda. Gildismat mótast af ótal ástæðum. Stundum yfir langan tíma. Stundum vegna atviks. Viðbrögð samfélagsins endurspegla hugmyndir til gerenda og þolenda. Nýverið birtust fregnir af afganskri konu sem dæmd var til fangelsisvistar vegna þess að henni var nauðgað. Hún gat komist hjá refsingunni ef hún giftist manninum sem nauðgaði henni. Fréttin vakti óhug í mörgum löndum. Ekki síst vegna þess að frásögnin sýndi okkur að kraftur félagslegrar innrætingar getur verið slíkur að samfélagið færir einstaklingum réttlætingu ofbeldis um leið og það fordæmir brotaþola. Við þurfum þó ekki að horfa til ofbeldis í fjarlægum löndum til að sjá áhrif hugmynda í samfélaginu endurspeglast í tilvikum ofbeldisbrota. Markmið jafnréttislaga er að jafna stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Því markmiði skal meðal annars náð með vinnu gegn kynbundnu ofbeldi og áreitni. Til þess þarf að vinna markvisst á fjölmörgum sviðum. Vinnan felur í sér fræðslu og samtal um stöðu kynjanna. Slíkt samtal verður að ná lengra en svo að karlar séu álitnir í eðli sínu ofbeldisfullir. Samtalið þarf að fela í sér greiningu á hlutverki og ábyrgð einstaklinga óháð óræðu eðli þeirra. Hugmyndir ofbeldismanna eru mótaðar af skilaboðum sem undirbyggja réttlætingu ódæðisverka. Ef réttlæting á sér stað í samspili skilaboða samfélagsins og karla, verður að eiga sér stað merkingarbært inngrip í formi upplýsingar og fræðslu. Slíkt inngrip mun ekki skila árangri nema karlar hlusti – og þeir trúi að til séu raunverulegir valkostir við það úrræðaleysi í samskiptum sem einatt einkennir ofbeldi.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun