Lærð ritgerð um dýrbíta Guðmundur S. Brynjólfsson skrifar 9. desember 2011 06:00 Það fylgja því alltaf ónot þegar maður les um eða verður vitni að því að hundur leggist á fé. Og þótt að það sé kannski frekar á tilfinningalegum nótum sagt þá er það yfirleitt óhugnanlegra þegar rakkinn kemst í lambfé. Þá verður ungviðið frekar fyrir barðinu á hundinum en fullorðna féð sleppur. Sumir hundar hafa þann sið – ef hægt er að tala um að hundar hafi sið – að tæta fé. Þeir fara þá með gelti og hlaupum um safnið og urra og glefsa en bíta kannski ekki og ef þeir þá bíta þá er það tilviljanakennt og nánast hending ein sem ræður hvort kindinni blæðir eða ekki. Slíkir hundar eru til óþurftar og ættu ekki að fá að þrífast en því miður eru þeim á stundum gefin grið en sjaldnast tekst að temja þá til betri umgengni við fénaðinn. Þó eru þess dæmi. Dýrbíturinn verður ekki taminn, hann er vargur og lætur aldrei af vana sínum að fara í fé og bíta eða hvekkja með öðrum hætti. Dýrbíturinn er hættulegur enda er það regla að þegar upp um kemst þá er sá lúmski skratti sleginn af. Lesið hef ég vandaðar skýrslur frá búnaðarfélögum sem segja frá því að sumir hundar sýni strax sem hvolpar að hverju stefni og er þá undantekningarlaust mælt með því að gripið sé inn í og skepnunni lógað. En það er því miður of oft látið undir höfuð leggjast. Þekkt er að hvolpar setji sig í stellingar dýrbítsins strax nokkurra vikna og ættu menn þá þegar að vera á varðbergi. Þeir bíta sjaldnast svo ungir en eðlið leynir sér ekki. Þessir illskeyttu snatar skjóta upp herðakambinum og sýna tennurnar, urra og kasta sér að fénu – gera í raun allt nema bíta. Þetta þykir hláleg sjón en er mikilvæg viðvörun og hana ætti að taka alvarlega. Of oft er talað um þessa hegðun þessara smáhvutta sem broslega tilburði en það eru þeir að sönnu ekki. Sjaldgæfust er sú tegund dýrbíta sem velur sér bara gemlinga að leggjast á. En hún er þekkt. Og man ég glöggt eftir vitnisburði bónda úr Biskupstungum sem talaði um þessa hegðun hunds sem ónáttúru. Ekki er vitað hvað veldur þessari sérvisku – ef hægt er að tala um sérvisku í hundi – sem þannig hagar sér en engu að síður er þetta sorgleg staðreynd. Það er hörmung að sjá veturgamalt fé illa leikið eftir óðan hund; sjá þar kannski á eftir vel ættaðri kind og vita að hún verður aldrei til brúks – ef hún þá lifir. Hvað er til ráða? Einhverjir hafa talað um fræðslu en það er erfitt að kenna fleiri hundum en bara þeim gömlu að sitja, fyrir nú utan það að hundar eru daprir á bókina. Helst hefur mér skilist af ráðunautum að besta ráðið sé að skilja hundkvikindi þessi strax sem hvolpa – leyfa þeim ekki vera saman og stöðva strax alla tilburði í þeim til að hópa sig en það er oftar en ekki í hópum sem þetta náttúruleysi byrjar. Einn og einn skrattakollur þjálfar þetta þó upp með sér – ef hægt er að taka svo til orða að hundur þjálfi sig – og er þá ekkert til ráða annað en að aflífa dýrið. Einn og einn bóndi sem ég hef rætt við hefur nefnt að gelding gæti dugað á svona hund en því trúi ég illa og engar rannsóknir hef ég lesið sem benda til þess að það að leggjast bítandi á fé tengist náttúru hundsins. Því er ekki annað en biðja bændur að vera á varðbergi; gljáfægður hundsfeldur og góð bygging og hlaupageta segja ekki nema hálfa söguna; glansandi skrokkur og vinalegt augnaráð geta blekkt. Bítandi hundur er gangandi tímasprengja – ef hægt er að kalla hund tímasprengju? Svari nú hver fyrir sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Það fylgja því alltaf ónot þegar maður les um eða verður vitni að því að hundur leggist á fé. Og þótt að það sé kannski frekar á tilfinningalegum nótum sagt þá er það yfirleitt óhugnanlegra þegar rakkinn kemst í lambfé. Þá verður ungviðið frekar fyrir barðinu á hundinum en fullorðna féð sleppur. Sumir hundar hafa þann sið – ef hægt er að tala um að hundar hafi sið – að tæta fé. Þeir fara þá með gelti og hlaupum um safnið og urra og glefsa en bíta kannski ekki og ef þeir þá bíta þá er það tilviljanakennt og nánast hending ein sem ræður hvort kindinni blæðir eða ekki. Slíkir hundar eru til óþurftar og ættu ekki að fá að þrífast en því miður eru þeim á stundum gefin grið en sjaldnast tekst að temja þá til betri umgengni við fénaðinn. Þó eru þess dæmi. Dýrbíturinn verður ekki taminn, hann er vargur og lætur aldrei af vana sínum að fara í fé og bíta eða hvekkja með öðrum hætti. Dýrbíturinn er hættulegur enda er það regla að þegar upp um kemst þá er sá lúmski skratti sleginn af. Lesið hef ég vandaðar skýrslur frá búnaðarfélögum sem segja frá því að sumir hundar sýni strax sem hvolpar að hverju stefni og er þá undantekningarlaust mælt með því að gripið sé inn í og skepnunni lógað. En það er því miður of oft látið undir höfuð leggjast. Þekkt er að hvolpar setji sig í stellingar dýrbítsins strax nokkurra vikna og ættu menn þá þegar að vera á varðbergi. Þeir bíta sjaldnast svo ungir en eðlið leynir sér ekki. Þessir illskeyttu snatar skjóta upp herðakambinum og sýna tennurnar, urra og kasta sér að fénu – gera í raun allt nema bíta. Þetta þykir hláleg sjón en er mikilvæg viðvörun og hana ætti að taka alvarlega. Of oft er talað um þessa hegðun þessara smáhvutta sem broslega tilburði en það eru þeir að sönnu ekki. Sjaldgæfust er sú tegund dýrbíta sem velur sér bara gemlinga að leggjast á. En hún er þekkt. Og man ég glöggt eftir vitnisburði bónda úr Biskupstungum sem talaði um þessa hegðun hunds sem ónáttúru. Ekki er vitað hvað veldur þessari sérvisku – ef hægt er að tala um sérvisku í hundi – sem þannig hagar sér en engu að síður er þetta sorgleg staðreynd. Það er hörmung að sjá veturgamalt fé illa leikið eftir óðan hund; sjá þar kannski á eftir vel ættaðri kind og vita að hún verður aldrei til brúks – ef hún þá lifir. Hvað er til ráða? Einhverjir hafa talað um fræðslu en það er erfitt að kenna fleiri hundum en bara þeim gömlu að sitja, fyrir nú utan það að hundar eru daprir á bókina. Helst hefur mér skilist af ráðunautum að besta ráðið sé að skilja hundkvikindi þessi strax sem hvolpa – leyfa þeim ekki vera saman og stöðva strax alla tilburði í þeim til að hópa sig en það er oftar en ekki í hópum sem þetta náttúruleysi byrjar. Einn og einn skrattakollur þjálfar þetta þó upp með sér – ef hægt er að taka svo til orða að hundur þjálfi sig – og er þá ekkert til ráða annað en að aflífa dýrið. Einn og einn bóndi sem ég hef rætt við hefur nefnt að gelding gæti dugað á svona hund en því trúi ég illa og engar rannsóknir hef ég lesið sem benda til þess að það að leggjast bítandi á fé tengist náttúru hundsins. Því er ekki annað en biðja bændur að vera á varðbergi; gljáfægður hundsfeldur og góð bygging og hlaupageta segja ekki nema hálfa söguna; glansandi skrokkur og vinalegt augnaráð geta blekkt. Bítandi hundur er gangandi tímasprengja – ef hægt er að kalla hund tímasprengju? Svari nú hver fyrir sig.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun