Markaðurinn bíður átekta 24. febrúar 2011 06:00 Skuldatryggingarálag íslenska ríkisins var í gærmorgun 2,53 prósentustig (253 punktar). Álagið hefur lítillega hækkað síðan um helgi þegar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, vísaði lögum um nýjan Icesave-samning til þjóðarinnar. Í umfjöllun IFS Greiningar í gær kemur fram að skuldatryggingarálag flestra evruríkja hafi farið hækkandi vegna aukinnar áhættufælni í kjölfar óeirða í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum. „Álagið var í 244 punktum," segir Eggert Þór Aðalsteinsson, sérfræðingur hjá IFS Greiningu, en var í gær komið í 253 punkta. Eggert segir að alþjóðamarkaðir hafi síðustu daga verið litaðir af mikilli áhættu. „Hlutabréf hafa lækkað og hávaxtamyntir hafa gefið eftir. Svo hefur olían náttúrlega hækkað snarlega." Eggert segir því ekki hægt að lesa það út úr þróun skuldatryggingarálags á Ísland að ákvörðun forsetans hafi haft áhrif á hana. „Þetta gæti allt eins verið í samræmi við aukinn óróleika á mörkuðum," segir hann en áréttar þó að varasamt kunni að vera að lesa of mikið úr tölum um skuldatryggingarálag, því markaður með skuldatryggingar sé ógagnsær og grunnur. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, segir viðbrögð við ákvörðun forsetans mun minni í ár en þau voru í fyrra og eigi það jafnt við um markað með skuldatryggingar og skuldabréf. „Í raun kom mér það svolítið á óvart," segir hún, en telur að sérfræðingar á markaði kunni að vera reynslunni ríkari frá því í fyrra þegar forsetinn vísaði fyrri Icesave-samningum til þjóðarinnar. „Núna er bara eins og verið sé að bíða eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar," segir hún. Þá telur Ásdís að niðurstaða skoðanakönnunar MMR, sem birt var eftir ákvörðun forsetans, um að meirihluti væri fyrir því að samþykkja nýjasta Icesave-samninginn kynni að hafa róað markaðinn. „Fyrst voru örlítil viðbrögð þótt þau væru ekki sterk, fyrirséð var að gjaldeyrishöft yrðu áfram og þar fram eftir götunum og menn héldu að lögunum yrði hafnað. En svo kom könnunin og þá gekk þetta svolítið til baka." Þá segir Ásdís líklegt að hreyfingu á markaði skuldatrygginga megi rekja til annarrar þróunar á alþjóðavísu, því væntanlega hefðu viðbrögð við ákvörðun forsetans, hefði til þeirra komið, orðið sterkari strax á mánudegi. „Í fyrra voru öll viðbrögð miklu sterkari, en núna er þetta allt öðru vísi." olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Sjá meira
Skuldatryggingarálag íslenska ríkisins var í gærmorgun 2,53 prósentustig (253 punktar). Álagið hefur lítillega hækkað síðan um helgi þegar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, vísaði lögum um nýjan Icesave-samning til þjóðarinnar. Í umfjöllun IFS Greiningar í gær kemur fram að skuldatryggingarálag flestra evruríkja hafi farið hækkandi vegna aukinnar áhættufælni í kjölfar óeirða í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum. „Álagið var í 244 punktum," segir Eggert Þór Aðalsteinsson, sérfræðingur hjá IFS Greiningu, en var í gær komið í 253 punkta. Eggert segir að alþjóðamarkaðir hafi síðustu daga verið litaðir af mikilli áhættu. „Hlutabréf hafa lækkað og hávaxtamyntir hafa gefið eftir. Svo hefur olían náttúrlega hækkað snarlega." Eggert segir því ekki hægt að lesa það út úr þróun skuldatryggingarálags á Ísland að ákvörðun forsetans hafi haft áhrif á hana. „Þetta gæti allt eins verið í samræmi við aukinn óróleika á mörkuðum," segir hann en áréttar þó að varasamt kunni að vera að lesa of mikið úr tölum um skuldatryggingarálag, því markaður með skuldatryggingar sé ógagnsær og grunnur. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, segir viðbrögð við ákvörðun forsetans mun minni í ár en þau voru í fyrra og eigi það jafnt við um markað með skuldatryggingar og skuldabréf. „Í raun kom mér það svolítið á óvart," segir hún, en telur að sérfræðingar á markaði kunni að vera reynslunni ríkari frá því í fyrra þegar forsetinn vísaði fyrri Icesave-samningum til þjóðarinnar. „Núna er bara eins og verið sé að bíða eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar," segir hún. Þá telur Ásdís að niðurstaða skoðanakönnunar MMR, sem birt var eftir ákvörðun forsetans, um að meirihluti væri fyrir því að samþykkja nýjasta Icesave-samninginn kynni að hafa róað markaðinn. „Fyrst voru örlítil viðbrögð þótt þau væru ekki sterk, fyrirséð var að gjaldeyrishöft yrðu áfram og þar fram eftir götunum og menn héldu að lögunum yrði hafnað. En svo kom könnunin og þá gekk þetta svolítið til baka." Þá segir Ásdís líklegt að hreyfingu á markaði skuldatrygginga megi rekja til annarrar þróunar á alþjóðavísu, því væntanlega hefðu viðbrögð við ákvörðun forsetans, hefði til þeirra komið, orðið sterkari strax á mánudegi. „Í fyrra voru öll viðbrögð miklu sterkari, en núna er þetta allt öðru vísi." olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Sjá meira