Orð og hugtak Hannes Pétursson skrifar 13. september 2011 06:00 Í grein sem ég birti í Fréttablaðinu 20. ágúst síðastliðinn lét ég þess getið að til Goethes mætti rekja hugtakið heimsbókmenntir, „Weltliteratur“. Gauti Kristmannsson dósent er ekki á því máli. Hér í blaðinu (1. september) benti hann á stað í þýzkri bók frá árinu 1773 þar sem þetta orð kemur fyrir, þ.e. um hálfum sjötta áratug fyrr en Goethe tók sér það í munn í frægum samræðum sínum við Eckermann. Hér fer Gauti Kristmannsson of hratt í sakir. Það stóð hvergi í grein minni að Goethe hefði fyrstur þýzkra manna gripið til sjálfs orðsins „Weltliteratur“ og veit ég ekki hvort nokkur hefur ýjað að slíku, þó kann svo að vera (og mætti gúgla þetta!). Ég nefndi eingöngu að Goethe hefði búið til hugtak úr orðinu „Weltliteratur“. Það hugtak hefur síðan lifað í umræðum manna um það hvernig skilja beri orðið heimsbókmenntir. Eru heimsbókmenntir samanlagðar bókmenntir allra þjóða á öllum tímum, merkar og miður merkar, eða eru þær eitthvað annað og þá hvað? Í þýzku bókarklausunni frá 1773 kemur ekki nógu glöggt í ljós hvað átt er við með „Weltliteratur“. Ég bið Gauta Kristmannsson vinsamlegast að lesa aftur og betur en hann virðist hafa gert þau ummæli sem Eckermann hefur eftir Goethe úr samræðum þeirra í Weimar 31. janúar 1827. Hann hlýtur þá að sjá að Goethe býr til nýtt hugtak úr orðinu „Weltliteratur“. Í örstuttu máli: Samkvæmt því sem Eckermann skrásetur lagði Goethe á efri árum þann skilning í orðið heimsbókmenntir að þær væru bókmenntir á nýju og víðara menningarsviði en fyrir var hjá hverri þjóð um sig, en í sögulegum tengslum við þjóðarbókmenntir („Nationalliteratur“, orð sem Goethe notar í skilgreiningu sinni). Sannra fyrirmynda sé þó ávallt að leita hjá Grikkjum að fornu, segir hann. Sú viðmiðun hefur sumum þótt allþröng og vísa meðal annars til þess að Goethe dáði Shakespeare, hafði hann í engu minni hávegum en forngrísku stórskáldin. Tímarnir sverfa til ýmis hugtök. Þannig munu heimsbókmenntir tákna nú á dögum framar öðru þann hluta heildarbókmenntanna sem gæddur er menningarlegu áhrifagildi í heiminum frá kyni til kyns. En þetta breytir engu um hitt, að Goethe bjó fyrstur til bókmenntafræðilega skilgreiningu á orðinu heimsbókmenntir, hugtak sem var annars konar en bláber orðsins hljóðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Pétursson Skoðanir Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein sem ég birti í Fréttablaðinu 20. ágúst síðastliðinn lét ég þess getið að til Goethes mætti rekja hugtakið heimsbókmenntir, „Weltliteratur“. Gauti Kristmannsson dósent er ekki á því máli. Hér í blaðinu (1. september) benti hann á stað í þýzkri bók frá árinu 1773 þar sem þetta orð kemur fyrir, þ.e. um hálfum sjötta áratug fyrr en Goethe tók sér það í munn í frægum samræðum sínum við Eckermann. Hér fer Gauti Kristmannsson of hratt í sakir. Það stóð hvergi í grein minni að Goethe hefði fyrstur þýzkra manna gripið til sjálfs orðsins „Weltliteratur“ og veit ég ekki hvort nokkur hefur ýjað að slíku, þó kann svo að vera (og mætti gúgla þetta!). Ég nefndi eingöngu að Goethe hefði búið til hugtak úr orðinu „Weltliteratur“. Það hugtak hefur síðan lifað í umræðum manna um það hvernig skilja beri orðið heimsbókmenntir. Eru heimsbókmenntir samanlagðar bókmenntir allra þjóða á öllum tímum, merkar og miður merkar, eða eru þær eitthvað annað og þá hvað? Í þýzku bókarklausunni frá 1773 kemur ekki nógu glöggt í ljós hvað átt er við með „Weltliteratur“. Ég bið Gauta Kristmannsson vinsamlegast að lesa aftur og betur en hann virðist hafa gert þau ummæli sem Eckermann hefur eftir Goethe úr samræðum þeirra í Weimar 31. janúar 1827. Hann hlýtur þá að sjá að Goethe býr til nýtt hugtak úr orðinu „Weltliteratur“. Í örstuttu máli: Samkvæmt því sem Eckermann skrásetur lagði Goethe á efri árum þann skilning í orðið heimsbókmenntir að þær væru bókmenntir á nýju og víðara menningarsviði en fyrir var hjá hverri þjóð um sig, en í sögulegum tengslum við þjóðarbókmenntir („Nationalliteratur“, orð sem Goethe notar í skilgreiningu sinni). Sannra fyrirmynda sé þó ávallt að leita hjá Grikkjum að fornu, segir hann. Sú viðmiðun hefur sumum þótt allþröng og vísa meðal annars til þess að Goethe dáði Shakespeare, hafði hann í engu minni hávegum en forngrísku stórskáldin. Tímarnir sverfa til ýmis hugtök. Þannig munu heimsbókmenntir tákna nú á dögum framar öðru þann hluta heildarbókmenntanna sem gæddur er menningarlegu áhrifagildi í heiminum frá kyni til kyns. En þetta breytir engu um hitt, að Goethe bjó fyrstur til bókmenntafræðilega skilgreiningu á orðinu heimsbókmenntir, hugtak sem var annars konar en bláber orðsins hljóðan.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar