Furtado skilar Gaddafí-peningum 3. mars 2011 12:00 Nelly Furtado ætlar að skila þeim 115 milljónum sem hún fékk fyrir að syngja fyrir Gadddafí-fjölskylduna. nordicphotos/afp Nelly Furtado ætlar að gefa milljónirnar sem hún fékk fyrir að syngja fyrir fjölskyldu Líbíuleiðtogans Muammars Gaddafí. Söngkonan Nelly Furtado hefur ákveðið að gefa peningana sem hún fékk fyrir að syngja fyrir fjölskyldu Líbíuleiðtogans Muammars Gaddafí. Furtado sagðist á Twitter-síðu sinni hafa sungið fyrir fjölskylduna á 45 mínútna einkatónleikum á ítölsku hóteli árið 2007. Hún fékk eina milljón dala fyrir sönginn, eða um 115 milljónir króna, og ætlar að gefa summuna til góðgerðarmála. Aðrir söngvarar hafa verið undir þrýstingi um að gefa peningana sem þeir fengu fyrir sams konar einkatónleika. Á meðal þeirra eru Beyoncé og Usher. Að sögn tímaritsins Rolling Stone komu þau fram í nýársteiti Gaddafí-fjölskyldunnar á eyjunni St. Barts í Karíbahafinu árið 2009 og fengu fyrir það ótilgreinda upphæð. Maria Carey fékk einnig eina milljón dollara í vasann fyrir að syngja fyrir Muatassim, son Gaddafís, árið áður og rapparinn 50 Cent söng einnig fyrir hann á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum 2005. Muammar Gaddafí hefur verið fordæmdur fyrir að beita ofbeldi gegn mótmælendum í Líbíu undanfarnar vikur. Talið er að um tvö þúsund manns hafi látið lífið í átökunum. Fjöldi tónlistarmanna syngur á einkatónleikum víða um heim en margir vita ekki hver það er sem borgar brúsann. „Í níutíu prósentum tilvika hafa listamennirnir ekki hugmynd. Flestir myndu ekki syngja ef þeir vissu að það væri fyrir Gaddafí. Þeir myndu ekki hafa samvisku í það,“ sagði Buck Williams, umboðsmaður hljómsveitarinnar R.E.M. Í góðærinu hikuðu íslenskir útrásarvíkingar ekki við að borga tónlistarmönnum stórfé fyrir að syngja fyrir sig í einkapartíum. Á meðal þeirra sem tróðu upp voru Elton John, Tom Jones og 50 Cent. Hvort þeir hafi íhugað að skila fúlgunum sem þeir fengu, til dæmis til góðgerðarmála á Íslandi, skal aftur á móti ósagt látið. freyr@frettabladid.is Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Fleiri fréttir Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Sjá meira
Nelly Furtado ætlar að gefa milljónirnar sem hún fékk fyrir að syngja fyrir fjölskyldu Líbíuleiðtogans Muammars Gaddafí. Söngkonan Nelly Furtado hefur ákveðið að gefa peningana sem hún fékk fyrir að syngja fyrir fjölskyldu Líbíuleiðtogans Muammars Gaddafí. Furtado sagðist á Twitter-síðu sinni hafa sungið fyrir fjölskylduna á 45 mínútna einkatónleikum á ítölsku hóteli árið 2007. Hún fékk eina milljón dala fyrir sönginn, eða um 115 milljónir króna, og ætlar að gefa summuna til góðgerðarmála. Aðrir söngvarar hafa verið undir þrýstingi um að gefa peningana sem þeir fengu fyrir sams konar einkatónleika. Á meðal þeirra eru Beyoncé og Usher. Að sögn tímaritsins Rolling Stone komu þau fram í nýársteiti Gaddafí-fjölskyldunnar á eyjunni St. Barts í Karíbahafinu árið 2009 og fengu fyrir það ótilgreinda upphæð. Maria Carey fékk einnig eina milljón dollara í vasann fyrir að syngja fyrir Muatassim, son Gaddafís, árið áður og rapparinn 50 Cent söng einnig fyrir hann á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum 2005. Muammar Gaddafí hefur verið fordæmdur fyrir að beita ofbeldi gegn mótmælendum í Líbíu undanfarnar vikur. Talið er að um tvö þúsund manns hafi látið lífið í átökunum. Fjöldi tónlistarmanna syngur á einkatónleikum víða um heim en margir vita ekki hver það er sem borgar brúsann. „Í níutíu prósentum tilvika hafa listamennirnir ekki hugmynd. Flestir myndu ekki syngja ef þeir vissu að það væri fyrir Gaddafí. Þeir myndu ekki hafa samvisku í það,“ sagði Buck Williams, umboðsmaður hljómsveitarinnar R.E.M. Í góðærinu hikuðu íslenskir útrásarvíkingar ekki við að borga tónlistarmönnum stórfé fyrir að syngja fyrir sig í einkapartíum. Á meðal þeirra sem tróðu upp voru Elton John, Tom Jones og 50 Cent. Hvort þeir hafi íhugað að skila fúlgunum sem þeir fengu, til dæmis til góðgerðarmála á Íslandi, skal aftur á móti ósagt látið. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Fleiri fréttir Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Sjá meira