Fráleitur niðurskurður í skólakerfi Reykjavíkur Orri Vésteinsson skrifar 3. mars 2011 09:15 Það er allt rangt við niðurskurð meirihlutans í Reykjavík til leikskóla og grunnskóla. Það er rangt að hjá þessum niðurskurði verði ekki komist, að svo rækilega hafi verið hreinsað til í borgarkerfinu að ekkert sé annað eftir en að reka leikskólastjóra. Það er röng aðferð að ákveða fyrst hversu mikið eigi að skera niður og reyna síðan að finna út úr því hvernig eigi að gera það. Sú aðferð leiðir ekki aðeins út í pólitískar ógöngur eins og þær sem meirihlutinn er nú kominn í heldur skaðar hún skólastarfið með þeirri óvissu sem hún veldur og hindrar að hægt sé að ná fram umbótum. Það er rangt að það hafi verið haft raunverulegt samráð við fagfólk og foreldra um þessar hugmyndir. Það er ekki samráð að boða fólk á fundi eða leyfa því að senda inn athugasemdir ef það er ekki tekið mark á því sem það hefur að segja. Allt þetta mætti samt fyrirgefa ef þær niðurskurðartillögur sem nú eru að líta dagsins ljós væru ekki jafnvondar og raun ber vitni. Þetta er sérstaklega grátlegt í ljósi þess að þær hugmyndir sem meirihlutinn leggur til grundvallar, og Stefán Benediktsson lýsti í grein hér í Fréttablaðinu 21. febrúar síðastliðinn, eru í sjálfu sér ágætar. Það er alveg rétt að reykvískir skólar, sér í lagi grunnskólarnir, eru of litlir og smæð þeirra stendur gæðum skólastarfsins fyrir þrifum. Misbresturinn felst annarsvegar í því að það er ekki áhlaupaverk að sameina skóla. Það verður ekki gert án skaða fyrir börnin sem í skólunum eru nema að vandlega yfirveguðu máli og í sátt og samvinnu við starfsfólk, nemendur og foreldra. Engin hugmyndafræði er svo góð að það sé hægt að gera hana að veruleika með þjösnaskap. Hinsvegar liggja mistök meirihlutans í því að tillögurnar ganga alls ekki út á neinar sameiningar. Það er ekki sameining þótt skipaður sé einn yfirmaður yfir tvo skóla. Það er bara leikur að orðum. Eftir sem áður mun þurfa einhvern á báðum stöðum sem er til svara og getur tekið ábyrgð á þeim vandamálum sem upp koma, á þeirri stund og þeim stað sem þau koma upp. Tillögurnar ganga því ekki út á annað en að lækka laun og breyta starfsheitum hæstráðenda á hverjum stað. Meirihlutinn vonar líklega að leikskólastjórarnir sem missa störf sín láti það yfir sig ganga að verða ráðnir aftur á lægri launum með önnur starfsheiti. En hættan er sú að einmitt þessir lykilstarfsmenn í skólakerfinu okkar, fólkið sem hefur mesta menntun og reynslu, og sem mesta möguleika á annars staðar á vinnumarkaðnum, láti ekki bjóða sér þetta og hverfi á braut. Þótt verulegur sparnaður næðist, sem er ekki útlit fyrir, þá er það ekki ásættanleg áhætta. Leikskólarnir í Reykjavík eru frábærir, ótrúlega frábærir ef haft er í huga hvílík smánarlaun starfsfólk þeirra þarf að sætta sig við. Allar aðgerðir sem grafa undan starfsgleði og metnaði skila sér í verra skólastarfi. Þær bitna á börnunum okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er allt rangt við niðurskurð meirihlutans í Reykjavík til leikskóla og grunnskóla. Það er rangt að hjá þessum niðurskurði verði ekki komist, að svo rækilega hafi verið hreinsað til í borgarkerfinu að ekkert sé annað eftir en að reka leikskólastjóra. Það er röng aðferð að ákveða fyrst hversu mikið eigi að skera niður og reyna síðan að finna út úr því hvernig eigi að gera það. Sú aðferð leiðir ekki aðeins út í pólitískar ógöngur eins og þær sem meirihlutinn er nú kominn í heldur skaðar hún skólastarfið með þeirri óvissu sem hún veldur og hindrar að hægt sé að ná fram umbótum. Það er rangt að það hafi verið haft raunverulegt samráð við fagfólk og foreldra um þessar hugmyndir. Það er ekki samráð að boða fólk á fundi eða leyfa því að senda inn athugasemdir ef það er ekki tekið mark á því sem það hefur að segja. Allt þetta mætti samt fyrirgefa ef þær niðurskurðartillögur sem nú eru að líta dagsins ljós væru ekki jafnvondar og raun ber vitni. Þetta er sérstaklega grátlegt í ljósi þess að þær hugmyndir sem meirihlutinn leggur til grundvallar, og Stefán Benediktsson lýsti í grein hér í Fréttablaðinu 21. febrúar síðastliðinn, eru í sjálfu sér ágætar. Það er alveg rétt að reykvískir skólar, sér í lagi grunnskólarnir, eru of litlir og smæð þeirra stendur gæðum skólastarfsins fyrir þrifum. Misbresturinn felst annarsvegar í því að það er ekki áhlaupaverk að sameina skóla. Það verður ekki gert án skaða fyrir börnin sem í skólunum eru nema að vandlega yfirveguðu máli og í sátt og samvinnu við starfsfólk, nemendur og foreldra. Engin hugmyndafræði er svo góð að það sé hægt að gera hana að veruleika með þjösnaskap. Hinsvegar liggja mistök meirihlutans í því að tillögurnar ganga alls ekki út á neinar sameiningar. Það er ekki sameining þótt skipaður sé einn yfirmaður yfir tvo skóla. Það er bara leikur að orðum. Eftir sem áður mun þurfa einhvern á báðum stöðum sem er til svara og getur tekið ábyrgð á þeim vandamálum sem upp koma, á þeirri stund og þeim stað sem þau koma upp. Tillögurnar ganga því ekki út á annað en að lækka laun og breyta starfsheitum hæstráðenda á hverjum stað. Meirihlutinn vonar líklega að leikskólastjórarnir sem missa störf sín láti það yfir sig ganga að verða ráðnir aftur á lægri launum með önnur starfsheiti. En hættan er sú að einmitt þessir lykilstarfsmenn í skólakerfinu okkar, fólkið sem hefur mesta menntun og reynslu, og sem mesta möguleika á annars staðar á vinnumarkaðnum, láti ekki bjóða sér þetta og hverfi á braut. Þótt verulegur sparnaður næðist, sem er ekki útlit fyrir, þá er það ekki ásættanleg áhætta. Leikskólarnir í Reykjavík eru frábærir, ótrúlega frábærir ef haft er í huga hvílík smánarlaun starfsfólk þeirra þarf að sætta sig við. Allar aðgerðir sem grafa undan starfsgleði og metnaði skila sér í verra skólastarfi. Þær bitna á börnunum okkar.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun