Stjórnarflokkarnir takast á um kvótann 25. mars 2011 05:00 Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur um talsvert skeið unnið að frumvarpi til breytinga á fiskveiðistjórnunarkerfinu. fréttablaðið/anton Hvað tefur frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu? Breytingar á lögum um stjórn fiskveiða er annað tveggja stórmála sem formenn ríkisstjórnarflokkanna leggja ríka áherslu á að klárað verði í vor. Hitt er gerð kjarasamninga. Fiskveiðistjórnunarmálið hefur verið til meðferðar í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu frá því í september þegar starfshópur um endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða skilaði ráðherra skýrslu. Við upphaf þings í október var stefnt að því að frumvarp til breytinga yrði lagt fram í haust. Vinnan hefur tafist og í lok janúar lýsti Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, yfir að frumvarpið yrði lagt fram í febrúar. Líkt og rakið er í hliðardálki eru markmið ríkisstjórnarinnar með endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins nokkur. Eindrægni er um þau milli flokkanna en ágreiningur um leiðir og hve langt eigi að ganga í einstökum atriðum. Þar steytir helst á innköllun aflaheimilda. Samfylkingin vill ganga mun lengra í þeim efnum heldur en VG. Upplýst var í Fréttablaðinu í síðustu viku að í frumvarpsdrögum væri miðað við að innköllun aflaheimilda yrði háttað þannig að eftir tíu til fimmtán ár yrðu um fimmtán prósent heimilda í botnfisktegundum komin í svokallaða potta. Þetta eru þau viðmið sem einkum VG hefur lagt upp með. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru þau nokkuð fjarri því sem Samfylkingin telur viðunandi. Í þeim flokki er raunar ríkur vilji til að innkalla/fyrna hvert einasta tonn og endurráðstafa. Frétt Fréttablaðsins vakti hörð viðbrögð í ólíkum fylkingum. Talsmenn útvegsmanna sögðu stöðugleika í greininni stefnt í voða og fylgjendur algjörrar innköllunar lýstu miklum vonbrigðum með að ekki ætti að ganga lengra. Hugsanlegt er að Jóni Bjarnasyni takist að sigla málinu í höfn með því að fara bil beggja og fá menn til að fallast á málamiðlun en ólíklegt verður að teljast að markmiðið um að skapa sátt meðal þjóðarinnar náist nokkurn tíma. bjorn@frettabladid.is Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Hvað tefur frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu? Breytingar á lögum um stjórn fiskveiða er annað tveggja stórmála sem formenn ríkisstjórnarflokkanna leggja ríka áherslu á að klárað verði í vor. Hitt er gerð kjarasamninga. Fiskveiðistjórnunarmálið hefur verið til meðferðar í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu frá því í september þegar starfshópur um endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða skilaði ráðherra skýrslu. Við upphaf þings í október var stefnt að því að frumvarp til breytinga yrði lagt fram í haust. Vinnan hefur tafist og í lok janúar lýsti Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, yfir að frumvarpið yrði lagt fram í febrúar. Líkt og rakið er í hliðardálki eru markmið ríkisstjórnarinnar með endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins nokkur. Eindrægni er um þau milli flokkanna en ágreiningur um leiðir og hve langt eigi að ganga í einstökum atriðum. Þar steytir helst á innköllun aflaheimilda. Samfylkingin vill ganga mun lengra í þeim efnum heldur en VG. Upplýst var í Fréttablaðinu í síðustu viku að í frumvarpsdrögum væri miðað við að innköllun aflaheimilda yrði háttað þannig að eftir tíu til fimmtán ár yrðu um fimmtán prósent heimilda í botnfisktegundum komin í svokallaða potta. Þetta eru þau viðmið sem einkum VG hefur lagt upp með. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru þau nokkuð fjarri því sem Samfylkingin telur viðunandi. Í þeim flokki er raunar ríkur vilji til að innkalla/fyrna hvert einasta tonn og endurráðstafa. Frétt Fréttablaðsins vakti hörð viðbrögð í ólíkum fylkingum. Talsmenn útvegsmanna sögðu stöðugleika í greininni stefnt í voða og fylgjendur algjörrar innköllunar lýstu miklum vonbrigðum með að ekki ætti að ganga lengra. Hugsanlegt er að Jóni Bjarnasyni takist að sigla málinu í höfn með því að fara bil beggja og fá menn til að fallast á málamiðlun en ólíklegt verður að teljast að markmiðið um að skapa sátt meðal þjóðarinnar náist nokkurn tíma. bjorn@frettabladid.is
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira