Er fagleg ráðning glæpur? Margrét S. Björnsdóttir skrifar 25. mars 2011 00:01 Forsætisráðherra skipaði í stöðu skrifstofustjóra í forsætisráðuneyti, þann einstakling sem reyndur mannauðsráðgjafi og embættismenn ráðuneytisins töldu hæfastan. Jóhanna fór að ráðum fagaðilans og embættismanna. Enda er hún sá íslenskra stjórnmálamanna sem hvað mest hefur talað og barist gegn pólitískum ráðningum. Hún féll ekki í þá gryfju að ráða flokkssystur sína, gegn samdóma hæfnismati! Sá sem metinn var hæfastur er einstaklingur án pólitískra tengsla, en með langan og farsælan starfs- og kennsluferil á því sviði sem hið auglýsta starf tekur til. Feril sem ég þekki vel. Einn umsækjenda, sem metinn var 5. hæfastur, kærir ráðninguna með vísan til jafnréttislaga. Þar segir, að ef um tvo jafnhæfa umsækjendur er að ræða og það hallar á annað kynið í viðkomandi starfsflokki, skuli það kynið sem á hallar, ráðið í stöðuna. Kærunefnd jafnréttismála kýs að hafa faglegt hæfnismat mannauðsráðgjafans að engu (atriði 82 í úrskurðinum), með þeim rökstuðningi að hún skilji ekki álitið. Nefndinni hefði verið í lófa lagið og raunar skylt, að leita skýringa frá mannauðsráðgjafanum, sem ekki var gert, eða leita álits annars fagaðila á sviði hæfnismats. Þeir þrír lögfræðingar sem sitja í kærunefndinni hafa ekki þá fagþekkingu. Pólitískir blóðhundar í stjórnarandstöðu fara mikinn vegna þessa úrskurðar og ákvörðunar forsætisráðherra. Fremst fer Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fv. menntamálaráðherra. Konan, sem þorði ekki að skipa útvarpsstjóra, án pólitískrar handstýringar Davíðs Oddsonar. Hvar hefði fagleg ráðning verið lífsspursmál fyrir stofnun, ef ekki þar? Formaður þingflokks Samfylkingarinnar, náin vinkona kæranda tjáir sig opinberlega og lítur málið "mjög alvarlegum augum". Því miður ná hæfisreglur stjórnsýslulaga ekki til þingmanna, en samkvæmt skýringarriti Páls Hreinssonar um lögin, skapar "náin vinátta" vanhæfi. Vaxandi kröfur eru um faglegar ráðningar hins opinbera. Í frumvarpi forsætisráðherra til stjórnarráðslaga eru tillögur sem eiga að tryggja slíkt varðandi skrifstofu- og ráðuneytisstjóra. Að frumkvæði Jóhönnu voru sett lög um skipanir dómara sem tryggja faglegar ráðningar. Forsætisráðherrar hvers tíma munu því hvorki geta látið ráða besta vin sinn, son, né uppeldisbróður inní dómskerfið. Þökk sé einarðri framgöngu Jóhönnu Sigurðardóttur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Forsætisráðherra skipaði í stöðu skrifstofustjóra í forsætisráðuneyti, þann einstakling sem reyndur mannauðsráðgjafi og embættismenn ráðuneytisins töldu hæfastan. Jóhanna fór að ráðum fagaðilans og embættismanna. Enda er hún sá íslenskra stjórnmálamanna sem hvað mest hefur talað og barist gegn pólitískum ráðningum. Hún féll ekki í þá gryfju að ráða flokkssystur sína, gegn samdóma hæfnismati! Sá sem metinn var hæfastur er einstaklingur án pólitískra tengsla, en með langan og farsælan starfs- og kennsluferil á því sviði sem hið auglýsta starf tekur til. Feril sem ég þekki vel. Einn umsækjenda, sem metinn var 5. hæfastur, kærir ráðninguna með vísan til jafnréttislaga. Þar segir, að ef um tvo jafnhæfa umsækjendur er að ræða og það hallar á annað kynið í viðkomandi starfsflokki, skuli það kynið sem á hallar, ráðið í stöðuna. Kærunefnd jafnréttismála kýs að hafa faglegt hæfnismat mannauðsráðgjafans að engu (atriði 82 í úrskurðinum), með þeim rökstuðningi að hún skilji ekki álitið. Nefndinni hefði verið í lófa lagið og raunar skylt, að leita skýringa frá mannauðsráðgjafanum, sem ekki var gert, eða leita álits annars fagaðila á sviði hæfnismats. Þeir þrír lögfræðingar sem sitja í kærunefndinni hafa ekki þá fagþekkingu. Pólitískir blóðhundar í stjórnarandstöðu fara mikinn vegna þessa úrskurðar og ákvörðunar forsætisráðherra. Fremst fer Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fv. menntamálaráðherra. Konan, sem þorði ekki að skipa útvarpsstjóra, án pólitískrar handstýringar Davíðs Oddsonar. Hvar hefði fagleg ráðning verið lífsspursmál fyrir stofnun, ef ekki þar? Formaður þingflokks Samfylkingarinnar, náin vinkona kæranda tjáir sig opinberlega og lítur málið "mjög alvarlegum augum". Því miður ná hæfisreglur stjórnsýslulaga ekki til þingmanna, en samkvæmt skýringarriti Páls Hreinssonar um lögin, skapar "náin vinátta" vanhæfi. Vaxandi kröfur eru um faglegar ráðningar hins opinbera. Í frumvarpi forsætisráðherra til stjórnarráðslaga eru tillögur sem eiga að tryggja slíkt varðandi skrifstofu- og ráðuneytisstjóra. Að frumkvæði Jóhönnu voru sett lög um skipanir dómara sem tryggja faglegar ráðningar. Forsætisráðherrar hvers tíma munu því hvorki geta látið ráða besta vin sinn, son, né uppeldisbróður inní dómskerfið. Þökk sé einarðri framgöngu Jóhönnu Sigurðardóttur.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar