Innlent

Alþjóðadagur bókarinnar í dag

Það hafa margir haft gaman af því að lesa bækurnar um ævintýri Tinna.
Það hafa margir haft gaman af því að lesa bækurnar um ævintýri Tinna.
Í dag er alþjóðlegur dagur bókarinnar. Það er Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, sem á upptökin af því að halda daginn hátíðlegan og er hann helgaður bókum og höfundarrétti.

Ástæðan fyrir vali þessa dags er að 23. apríl, messa heilags Georgs, hefur um langa hríð verið dagur bókarinnar í Katalóníu og bóksalar Barcelona jafnan gefið rós eða önnur blóm með hverri bók sem seld er þennan dag. Þessi siður hefur breiðst út til fleiri landa í kjölfar þess að UNESCO tók daginn upp á arma sína. Þess má geta að Nóbelskáldið Halldór Laxness fæddist 23. apríl.

Félag íslenskra bókaútgefenda stendur að Viku bókarinnar, sem hófst 21. apríl og stendur til 27. apríl. Ávísun á lestur hefur verið borin í hús. Þetta er í fimmta sinn sem heimili landsins fá senda 1.000 króna ávísun sem hægt er að nota sem greiðslumiðil þegar keyptar eru bækur sem kosta að minnsta kosti 3500 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×