Fúsk og flækjur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 11. febrúar 2011 09:23 Í flestum vestrænum ríkjum gera menn sér grein fyrir því hversu mikilvægt það er að skattkerfið sé ekki of flókið. Ég var nýlega í Albaníu þar sem erfiðleikarnir eru miklir en hagvöxtur og uppbyggingarstarf eru nú komin á fullan skrið og það þökkuðu heimamenn því að skattkerfið hefði verið einfaldað. En hér, þar sem ómæld tækifæri eru til staðar, er stöðugt verið að auka flækjustig skattkerfisins.Letjandi áhrif á launþega og fyrirtæki Skattahækkanir og auknar flækjur hafa mjög letjandi áhrif á launþega. Menn sjá sér ekki lengur hag í að vinna og framleiða verðmæti. Samfara því eykst svört atvinnustarfsemi til muna. Sú þróun er nú þegar hafin. Hækkun tryggingagjalds dregur úr hvatanum fyrir fyrirtæki til að ráða starfsfólk og skapar aukinn hvata til að draga saman seglin og fækka fólki. Í stað þess að laga skattkerfið að aðstæðum og skapa stöðugleika hafa verið innleiddar skattahækkanir og breytingar á skattkerfinu sem hafa þveröfug áhrif. Almenningur sem hefur mátt þola mikla kjararýrnun er skattpíndur og erlendri og innlendri fjárfestingu í atvinnulífinu er haldið niðri með skattkerfi sem refsar fyrir uppbyggingu en verðlaunar stöðnun. Á meðan hækka verðtryggðar skuldir jafnt og þétt með hærri sköttum á neysluvörur. Alls staðar eru hvatarnir öfugir og vinna beint gegn heimilunum og fyrirtækjum. Tekjuskattur lögaðila hefur verið hækkaður um þriðjung, úr 15% í 20%. Tryggingagjald var hækkað úr rúmum 5% upp í hátt í 9%. Fjármagnstekjuskattur einstaklinga var tvöfaldaður, úr 10% í 20%. Þrepaskipting tekjuskatts var tekin upp að nýju og skatthlutfall einstaklinga miðað við hæsta þrep hækkað úr 37,3% í 46,2%. Eignarskattur var tekinn upp að nýju og virðisaukaskattur hækkaður upp í 25,5%. Þá eru enn ótaldar ítrekaðar hækkanir á óbeinum sköttum og gjöldum, t.d. bensíngjaldi, áfengisgjaldi, tóbaksgjaldi, vörugjöldum o.fl. Afleiðingin er að fólk hefur sífellt minna fé milli handanna til að kaupa sér sífellt dýrari vörur og þjónustu. Þegar hækkanirnar fara yfir ákveðin mörk dregur úr umsvifum í efnahagslífinu einmitt þegar við þurfum að auka þau. Minni neysla þýðir meira atvinnuleysi og aukinn kostnað fyrir ríkið. Þetta er vítahringur sem erfitt er að losna út úr.Fúsk og flækjur Lagasetning ríkisstjórnarinnar til að hækka skatta og flækja skattkerfið hefur oft verið óvönduð og fljótfærnisleg síðastliðin tvö ár. Lítill tími er gefinn fyrir athugasemdir frá sérfræðingum sem síðan er ekki farið eftir. Sem dæmi um slíkt má nefna tilraun til að skattleggja gengismun á innlánsreikningum í erlendum gjaldmiðlum. Ýmsir ráðgjafar efnahags- og skattanefndar bentu á að ákvæðið væri óframkvæmanlegt en á þá var ekki hlustað. Þegar svo kom í ljós að þeir höfðu rétt fyrir sér var lögunum breytt. Hins vegar gleymdist þá að taka til baka aðra reglu sem var í mótsögn við nýju leiðréttu regluna, og því ekki útséð með málið enn. Aðrar lagabreytingar hafa byggt á reiknireglum sem fólu í sér stærðfræðilega þversögn eða virka með beinum hætti letjandi á fjárfestingar. Dæmi um þetta er breyting á skattlagningu á eftirgjöf skulda sem leiðir til þess að það borgar sig ekki skattalega fyrir fyrirtæki að fjárfesta í vélum, húsnæði og öðrum fastafjármunum fyrr en eftir árið 2014. Svona fúsk leiðir til þess að maður spyr sig hvort raunverulega sé verið að reyna að halda fjárfestingu niðri? Eftir breytingu á skattalögum árið 2010 var fjölmörgum félögum í eigu erlendra aðila sem stundað hafa alþjóðlega fjármálastarfsemi hér á landi slitið. Áætlaðar tapaðar skattgreiðslur vegna þessara fyrirtækja nema 3 milljörðum kr. á ári. Að auki hafa þessi félög keypt þjónustu fyrir umtalsverðar fjárhæðir sem einnig tapast nú úr hagkerfinu. Breytt skattlagning arðs til hluthafa í félögum þar sem þeir starfa sjálfir kemur mjög illa við lítil fyrirtæki, sérstaklega nýsköpunarfyrirtæki þar sem frumkvöðlarnir starfa oft sjálfir. Afleiðingin er sú að fyrirtækin flytja í burtu, sérstaklega nýsköpunarfyrirtæki þar sem frumkvöðlar eru oft hluthafar. Í stað þeirra eru fyrirtæki stofnuð erlendis og hagnaðurinn skilinn eftir þar. Á þennan hátt hafa skattahækkanir og skattkerfisbreytingar ríkisstjórnarinnar sem ætlað er að auka tekjur ríkisins í raun þveröfug áhrif.Lægri skattar = hærri tekjur ríkissjóðs Í skattkerfisgreiningu frá KPMG kemur fram að reynslan frá undanförnum árum og áratugum sýni að í hvert sinn sem skattar voru lækkaðir jukust skatttekjur ríkissjóðs. Verkefnið "Allir vinna" hefur nú verið í gangi um nokkurt skeið. Þar stendur fólki til boða endurgreiðsla virðisaukaskatts af tilteknum framkvæmdum auk lækkunar tekjuskattsstofns. Verkefnið hefur haft þau áhrif að velta og umsvif hjá iðnaðarmönnum hafa aukist mikið. Því vaknar sú spurning hvort ekki megi yfirfæra þetta verkefni á þjóðfélagið í heild svo umsvif í þjóðfélaginu geti aukist þegar skattar verða lækkaðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í flestum vestrænum ríkjum gera menn sér grein fyrir því hversu mikilvægt það er að skattkerfið sé ekki of flókið. Ég var nýlega í Albaníu þar sem erfiðleikarnir eru miklir en hagvöxtur og uppbyggingarstarf eru nú komin á fullan skrið og það þökkuðu heimamenn því að skattkerfið hefði verið einfaldað. En hér, þar sem ómæld tækifæri eru til staðar, er stöðugt verið að auka flækjustig skattkerfisins.Letjandi áhrif á launþega og fyrirtæki Skattahækkanir og auknar flækjur hafa mjög letjandi áhrif á launþega. Menn sjá sér ekki lengur hag í að vinna og framleiða verðmæti. Samfara því eykst svört atvinnustarfsemi til muna. Sú þróun er nú þegar hafin. Hækkun tryggingagjalds dregur úr hvatanum fyrir fyrirtæki til að ráða starfsfólk og skapar aukinn hvata til að draga saman seglin og fækka fólki. Í stað þess að laga skattkerfið að aðstæðum og skapa stöðugleika hafa verið innleiddar skattahækkanir og breytingar á skattkerfinu sem hafa þveröfug áhrif. Almenningur sem hefur mátt þola mikla kjararýrnun er skattpíndur og erlendri og innlendri fjárfestingu í atvinnulífinu er haldið niðri með skattkerfi sem refsar fyrir uppbyggingu en verðlaunar stöðnun. Á meðan hækka verðtryggðar skuldir jafnt og þétt með hærri sköttum á neysluvörur. Alls staðar eru hvatarnir öfugir og vinna beint gegn heimilunum og fyrirtækjum. Tekjuskattur lögaðila hefur verið hækkaður um þriðjung, úr 15% í 20%. Tryggingagjald var hækkað úr rúmum 5% upp í hátt í 9%. Fjármagnstekjuskattur einstaklinga var tvöfaldaður, úr 10% í 20%. Þrepaskipting tekjuskatts var tekin upp að nýju og skatthlutfall einstaklinga miðað við hæsta þrep hækkað úr 37,3% í 46,2%. Eignarskattur var tekinn upp að nýju og virðisaukaskattur hækkaður upp í 25,5%. Þá eru enn ótaldar ítrekaðar hækkanir á óbeinum sköttum og gjöldum, t.d. bensíngjaldi, áfengisgjaldi, tóbaksgjaldi, vörugjöldum o.fl. Afleiðingin er að fólk hefur sífellt minna fé milli handanna til að kaupa sér sífellt dýrari vörur og þjónustu. Þegar hækkanirnar fara yfir ákveðin mörk dregur úr umsvifum í efnahagslífinu einmitt þegar við þurfum að auka þau. Minni neysla þýðir meira atvinnuleysi og aukinn kostnað fyrir ríkið. Þetta er vítahringur sem erfitt er að losna út úr.Fúsk og flækjur Lagasetning ríkisstjórnarinnar til að hækka skatta og flækja skattkerfið hefur oft verið óvönduð og fljótfærnisleg síðastliðin tvö ár. Lítill tími er gefinn fyrir athugasemdir frá sérfræðingum sem síðan er ekki farið eftir. Sem dæmi um slíkt má nefna tilraun til að skattleggja gengismun á innlánsreikningum í erlendum gjaldmiðlum. Ýmsir ráðgjafar efnahags- og skattanefndar bentu á að ákvæðið væri óframkvæmanlegt en á þá var ekki hlustað. Þegar svo kom í ljós að þeir höfðu rétt fyrir sér var lögunum breytt. Hins vegar gleymdist þá að taka til baka aðra reglu sem var í mótsögn við nýju leiðréttu regluna, og því ekki útséð með málið enn. Aðrar lagabreytingar hafa byggt á reiknireglum sem fólu í sér stærðfræðilega þversögn eða virka með beinum hætti letjandi á fjárfestingar. Dæmi um þetta er breyting á skattlagningu á eftirgjöf skulda sem leiðir til þess að það borgar sig ekki skattalega fyrir fyrirtæki að fjárfesta í vélum, húsnæði og öðrum fastafjármunum fyrr en eftir árið 2014. Svona fúsk leiðir til þess að maður spyr sig hvort raunverulega sé verið að reyna að halda fjárfestingu niðri? Eftir breytingu á skattalögum árið 2010 var fjölmörgum félögum í eigu erlendra aðila sem stundað hafa alþjóðlega fjármálastarfsemi hér á landi slitið. Áætlaðar tapaðar skattgreiðslur vegna þessara fyrirtækja nema 3 milljörðum kr. á ári. Að auki hafa þessi félög keypt þjónustu fyrir umtalsverðar fjárhæðir sem einnig tapast nú úr hagkerfinu. Breytt skattlagning arðs til hluthafa í félögum þar sem þeir starfa sjálfir kemur mjög illa við lítil fyrirtæki, sérstaklega nýsköpunarfyrirtæki þar sem frumkvöðlarnir starfa oft sjálfir. Afleiðingin er sú að fyrirtækin flytja í burtu, sérstaklega nýsköpunarfyrirtæki þar sem frumkvöðlar eru oft hluthafar. Í stað þeirra eru fyrirtæki stofnuð erlendis og hagnaðurinn skilinn eftir þar. Á þennan hátt hafa skattahækkanir og skattkerfisbreytingar ríkisstjórnarinnar sem ætlað er að auka tekjur ríkisins í raun þveröfug áhrif.Lægri skattar = hærri tekjur ríkissjóðs Í skattkerfisgreiningu frá KPMG kemur fram að reynslan frá undanförnum árum og áratugum sýni að í hvert sinn sem skattar voru lækkaðir jukust skatttekjur ríkissjóðs. Verkefnið "Allir vinna" hefur nú verið í gangi um nokkurt skeið. Þar stendur fólki til boða endurgreiðsla virðisaukaskatts af tilteknum framkvæmdum auk lækkunar tekjuskattsstofns. Verkefnið hefur haft þau áhrif að velta og umsvif hjá iðnaðarmönnum hafa aukist mikið. Því vaknar sú spurning hvort ekki megi yfirfæra þetta verkefni á þjóðfélagið í heild svo umsvif í þjóðfélaginu geti aukist þegar skattar verða lækkaðir.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar