Staðan á sjúkraflugi á Íslandi er dauðans alvara! 9. nóvember 2011 06:00 Íslendingar eru duglegir að bera sig saman við vestrænar þjóðir í hæfni og gæðum þjónustu og menntunar. Við segjum stolt frá því að við teljum okkur vera á pari við Norðurlandaþjóðirnar með að virða réttindi og þjónusta þegna landsins. Að fenginni faglegri og persónulegri reynslu finn ég mig knúinn til að leggja mitt mat á stöðu þeirrar þjónustu sem veitt er við sjómenn og sjúklinga utan höfuðborgarinnar. Mýflug er með samning við velferðarráðuneytið og sér um allt sjúkraflug innanlands, leggur til vélar, búnað og mannafla til að sinna þessari þjónustu. Sjúkraflugið er gert út frá Akureyri. Fagleg og rétt viðbrögð einkenna vinnubrögð þeirra sem vinna við þessar erfiðu aðstæður. Hinsvegar er alvarlegt hve þetta tekur langan tíma og ítrekað hefur það komið fyrir að Mýflug hefur ekki getað veitt þessa þjónustu innan þess tíma sem samningurinn kveður á um. Samkvæmt samningnum er viðbragðstími sjúkraflugs 60 mínútur frá því að beiðni berst þar til vélin á fara í loftið. Ef beiðni berst um að þörf sé á varavél skal hún fara í loftið innan 105 mínútna. Mýflug notar TF-MYX í sjúkraflug. Þetta eru öflugar vélar sem nýtast vel við íslenskar aðstæður. Varavél, TF-FMS, er sömu gerðar. Nýlega kenndi ég mér eymsla í kviði og þurfti í aðgerð. Skurðlæknirinn í Eyjum var ekki viðlátinn og þurfti ég sjúkraflug til Reykjavíkur. Um hádegi var mér tilkynnt að það yrði bið á sjúkrafluginu. Ég var í forgangi 3, sem ekki er aðkallandi bráðaflokkun. Biðin var orðin löng þegar ég komst á deild klukkan 18.50. Fyrir forgang 3 flokkaðan sjúkling er þetta of langur tími. Þar sem ég er sjúkraflutningamaður leitaði ég skýringa hjá áhöfninni og var mér tjáð að óvenju mörg bráðatilfelli hafi verið þennan dag. Varavél reyndist ekki kölluð út því hún var í öðrum verkefnum, tvo tíma tæki að gera hana klára því sjúkraflugsbúnaðurinn var í Reykjavík en vélin fyrir norðan. Það fannst mér óviðunandi skýring. Sem betur fer var ég ekki bráðveikur. En ég leiddi hugann að því, er það rétt að manni skuli líða eins og afgangsstærð, annars flokks þegni sem er látinn bíða en ekki gerðar viðeigandi lögbundnar ráðstafanir. Er þetta þjónustan sem við viljum veita? Sannarlega ekki! Ég greiði mína skatta og skyldur og tel mig eiga rétt á meiri gæðum í þessari grunnþjónustu. Ég vil taka það sérstaklega fram að þjónustan sem ég þáði þennan dag var veitt af virðingu og fagmennsku fram í fingurgóma, frá Eyjum og þar til að ég útskrifaðist. Er það skoðun mín að þjónustan myndi batna gríðarlega ef önnur sjúkravél væri staðsett í Reykjavík. Allar forsendur eru fyrir hendi til að reka sjúkraflugvél frá höfuðstaðnum líka. Sérþjálfaður mannskapur er bæði í Reykjavík og á Akureyri. Landinu mætti skipta upp í svæði og fluginu stýrt eftir lengd og tilfellum. Tvær vélar auka öryggið þar sem önnur vélin yrði til vara. Það kerfi yrði að minnsta kosti ekki lakara en það sem notast er við í dag. Ráðamenn koma til með að segja að þetta snúist um peninga. En eru nokkrar milljónir mikill aukakostnaður þegar um er að ræða björgun á mannslífum? Þyrlur Landhelgisgæslunnar eru nefndar sem „backup“ við þessar aðstæður. Hvernig er hægt að stóla á það? Fréttir hafa verið fluttar af því að þar sé mikill niðurskurður í rekstri eins og hjá mörgum öðrum stofnunum. Það þýðir að oft er bara ein þyrla tiltæk til að sinna landinu og miðunum. Gæslan hefur það skilgreinda hlutverk að þjóna skipaflotanum, þjónusta sem er í hættu. Mér finnst með ólíkindum hve sjómenn og útgerðarmenn eru slakir yfir fréttunum af skerðingum í flugrekstri Landhelgisgæslunnar. Við erum með einstakt kerfi í menntun og endurmenntun sjómanna, en það stoðar lítið ef þyrlurnar komast ekki til skipanna þegar hætta steðjar að. Samkvæmt öryggisreglum má þyrla ekki fara lengra frá landi en 20 mílur þegar ekki er önnur til aðstoðar. Reglur eru settar til að fara eftir og til að tryggja öryggi þyrlna og áhafna þeirra. Mörg tilvik hafa komið upp þar sem einungis ein áhöfn er á vakt m.a. vegna þjálfunar flugmanna og annarra áhafnarmeðlima. Frá 6. janúar n.k. í þrjá mánuði, er önnur vélin í reglubundinni skoðun og þá er einungis ein vél tiltæk. Þá eru framundan verstu vetrarmánuðirnir á sjó og ein þyrla getur einungis farið 20 mílur frá landi. Til að veita aðstoð þarf skipið að sigla á móti þyrlunni. Ef skipið verður vélarvana, þá er það ekki möguleiki. Hvernig á þá að koma neyðaraðstoð um borð? Hvað tekur það langan tíma? Það er því falskt öryggi að telja fólki trú um að þyrlan geti verið til vara fyrir sjúkraflugið ef mikið er að gera. Landhelgisgæslan á fullt í fangi með að halda úti einni vél og áhöfn til að sinna flotanum okkar, og það aðeins ef slys eða óhöpp verða innan 20 mílna. Með þessum skrifum vil ég gera það ljóst að sjúkraflug á Íslandi er svo sannarlega ekki í betri horfum en það var fyrir 30 árum. Þá var sjúkravél í hverjum landsfjórðungi og herinn sannaði sannarlega gildi sitt þegar mikið lá við. Eru sjómenn, eins og við landsbyggðarfólkið, bara annars flokks þegnar? Það virðist allavega ekkert í kortunum segja mér að þessir hlutir séu í lagi hér á landi og hvað þá á sjó. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar eru duglegir að bera sig saman við vestrænar þjóðir í hæfni og gæðum þjónustu og menntunar. Við segjum stolt frá því að við teljum okkur vera á pari við Norðurlandaþjóðirnar með að virða réttindi og þjónusta þegna landsins. Að fenginni faglegri og persónulegri reynslu finn ég mig knúinn til að leggja mitt mat á stöðu þeirrar þjónustu sem veitt er við sjómenn og sjúklinga utan höfuðborgarinnar. Mýflug er með samning við velferðarráðuneytið og sér um allt sjúkraflug innanlands, leggur til vélar, búnað og mannafla til að sinna þessari þjónustu. Sjúkraflugið er gert út frá Akureyri. Fagleg og rétt viðbrögð einkenna vinnubrögð þeirra sem vinna við þessar erfiðu aðstæður. Hinsvegar er alvarlegt hve þetta tekur langan tíma og ítrekað hefur það komið fyrir að Mýflug hefur ekki getað veitt þessa þjónustu innan þess tíma sem samningurinn kveður á um. Samkvæmt samningnum er viðbragðstími sjúkraflugs 60 mínútur frá því að beiðni berst þar til vélin á fara í loftið. Ef beiðni berst um að þörf sé á varavél skal hún fara í loftið innan 105 mínútna. Mýflug notar TF-MYX í sjúkraflug. Þetta eru öflugar vélar sem nýtast vel við íslenskar aðstæður. Varavél, TF-FMS, er sömu gerðar. Nýlega kenndi ég mér eymsla í kviði og þurfti í aðgerð. Skurðlæknirinn í Eyjum var ekki viðlátinn og þurfti ég sjúkraflug til Reykjavíkur. Um hádegi var mér tilkynnt að það yrði bið á sjúkrafluginu. Ég var í forgangi 3, sem ekki er aðkallandi bráðaflokkun. Biðin var orðin löng þegar ég komst á deild klukkan 18.50. Fyrir forgang 3 flokkaðan sjúkling er þetta of langur tími. Þar sem ég er sjúkraflutningamaður leitaði ég skýringa hjá áhöfninni og var mér tjáð að óvenju mörg bráðatilfelli hafi verið þennan dag. Varavél reyndist ekki kölluð út því hún var í öðrum verkefnum, tvo tíma tæki að gera hana klára því sjúkraflugsbúnaðurinn var í Reykjavík en vélin fyrir norðan. Það fannst mér óviðunandi skýring. Sem betur fer var ég ekki bráðveikur. En ég leiddi hugann að því, er það rétt að manni skuli líða eins og afgangsstærð, annars flokks þegni sem er látinn bíða en ekki gerðar viðeigandi lögbundnar ráðstafanir. Er þetta þjónustan sem við viljum veita? Sannarlega ekki! Ég greiði mína skatta og skyldur og tel mig eiga rétt á meiri gæðum í þessari grunnþjónustu. Ég vil taka það sérstaklega fram að þjónustan sem ég þáði þennan dag var veitt af virðingu og fagmennsku fram í fingurgóma, frá Eyjum og þar til að ég útskrifaðist. Er það skoðun mín að þjónustan myndi batna gríðarlega ef önnur sjúkravél væri staðsett í Reykjavík. Allar forsendur eru fyrir hendi til að reka sjúkraflugvél frá höfuðstaðnum líka. Sérþjálfaður mannskapur er bæði í Reykjavík og á Akureyri. Landinu mætti skipta upp í svæði og fluginu stýrt eftir lengd og tilfellum. Tvær vélar auka öryggið þar sem önnur vélin yrði til vara. Það kerfi yrði að minnsta kosti ekki lakara en það sem notast er við í dag. Ráðamenn koma til með að segja að þetta snúist um peninga. En eru nokkrar milljónir mikill aukakostnaður þegar um er að ræða björgun á mannslífum? Þyrlur Landhelgisgæslunnar eru nefndar sem „backup“ við þessar aðstæður. Hvernig er hægt að stóla á það? Fréttir hafa verið fluttar af því að þar sé mikill niðurskurður í rekstri eins og hjá mörgum öðrum stofnunum. Það þýðir að oft er bara ein þyrla tiltæk til að sinna landinu og miðunum. Gæslan hefur það skilgreinda hlutverk að þjóna skipaflotanum, þjónusta sem er í hættu. Mér finnst með ólíkindum hve sjómenn og útgerðarmenn eru slakir yfir fréttunum af skerðingum í flugrekstri Landhelgisgæslunnar. Við erum með einstakt kerfi í menntun og endurmenntun sjómanna, en það stoðar lítið ef þyrlurnar komast ekki til skipanna þegar hætta steðjar að. Samkvæmt öryggisreglum má þyrla ekki fara lengra frá landi en 20 mílur þegar ekki er önnur til aðstoðar. Reglur eru settar til að fara eftir og til að tryggja öryggi þyrlna og áhafna þeirra. Mörg tilvik hafa komið upp þar sem einungis ein áhöfn er á vakt m.a. vegna þjálfunar flugmanna og annarra áhafnarmeðlima. Frá 6. janúar n.k. í þrjá mánuði, er önnur vélin í reglubundinni skoðun og þá er einungis ein vél tiltæk. Þá eru framundan verstu vetrarmánuðirnir á sjó og ein þyrla getur einungis farið 20 mílur frá landi. Til að veita aðstoð þarf skipið að sigla á móti þyrlunni. Ef skipið verður vélarvana, þá er það ekki möguleiki. Hvernig á þá að koma neyðaraðstoð um borð? Hvað tekur það langan tíma? Það er því falskt öryggi að telja fólki trú um að þyrlan geti verið til vara fyrir sjúkraflugið ef mikið er að gera. Landhelgisgæslan á fullt í fangi með að halda úti einni vél og áhöfn til að sinna flotanum okkar, og það aðeins ef slys eða óhöpp verða innan 20 mílna. Með þessum skrifum vil ég gera það ljóst að sjúkraflug á Íslandi er svo sannarlega ekki í betri horfum en það var fyrir 30 árum. Þá var sjúkravél í hverjum landsfjórðungi og herinn sannaði sannarlega gildi sitt þegar mikið lá við. Eru sjómenn, eins og við landsbyggðarfólkið, bara annars flokks þegnar? Það virðist allavega ekkert í kortunum segja mér að þessir hlutir séu í lagi hér á landi og hvað þá á sjó.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar