Viðskipti innlent

Della að House of Fraser sé til sölu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Páll Benediktsson segir House of Fraser ekki vera til sölu. Mynd/ Róbert.
Páll Benediktsson segir House of Fraser ekki vera til sölu. Mynd/ Róbert.
„Þetta er bara della skal ég segja þér. Það stendur ekki einu sinni til að selja þennan hlut á árinu," segir Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi skilanefndar Landsbankans. Fréttavefur breska blaðsins Daily Mail fullyrti í dag að skilanefnd Landsbanka Íslands íhugi að selja 35% hlut sinn í House of Fraser.

„Við erum að fara í undirbúning í söluferli á Iceland Foods og í raun Hamleys má segja líka. Það gæti vel verið að gerðist eitthvað í því á árinu," segir Páll Benediktsson. Verið sé að ráða ráðgjafa til verksins og slíkt. Menn velti því fyrir sér hvvort hægt sé að selja þetta á þessu ári. Hins vegar hafi verið ákveðið að bíða með söluna á House of Fraser og sennilegast verði ekki farið í hana fyrr en árið 2012.

„Þessar fréttir eru ekki komnar frá þeim sem taka ákvarðanir um þetta," segir Páll um fréttaflutning Daily Mail.


Tengdar fréttir

House of Fraser til sölu

Skilanefnd Landsbanka Íslands íhugar að selja 35% hlut í House of Fraser, eftir því sem fullyrt er á vef Daily Mail. Blaðið fullyrðir að fagfjárfestar og stjórnendur fyrirtækisins séu líklegir kaupendur. Heimildarmaður, nátengdur Landsbankanum, segir í samtali við Daily Mail að viðræður séu á byrjunarstigi.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×