Viðskipti innlent

House of Fraser til sölu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
House of Fraser.
House of Fraser.
Skilanefnd Landsbanka Íslands íhugar að selja 35% hlut í House of Fraser, eftir því sem fullyrt er á vef Daily Mail.

Blaðið fullyrðir að fagfjárfestar og stjórnendur fyrirtækisins séu líklegir kaupendur. Heimildarmaður, nátengdur Landsbankanum, segir í samtali við Daily Mail að viðræður séu á byrjunarstigi. House of Fraser var í eigu Baugs en skilanefnd Landsbankans yfirtók fyrirtækið þegar Baugur fór í þrot.

Daily Mail segir hins vegar að hvorki talsmenn House of Fraser né talsmenn Landsbankans hafi viljað tjá sig um málið.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×