Um „sanna“ karlmennsku Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar 27. nóvember 2011 09:00 Í byrjun árs fór ég í ræktina, nokkrum kílóum of þungur, með ipodinn stútfullan af fyrirlestrum frá ýmsum þeim frumkvöðlum sem vefsíðan TED (www.ted.com) hefur upp á að bjóða, ákveðinn í að læra eitthvað. Auk þess að læra það að líkamsræktarstöðvar landsins eru troðfullar í janúar hlustaði ég á einn magnaðasta fyrirlestur sem ég hef nokkurn tímann heyrt og öðlaðist í framhaldinu dýrmæta vitneskju. Ég hef hlustað á hann reglulega síðan, hugsað mikið um og kynnt mér boðskapinn og minnst á hann í spjalli við mann og annan. Um hvað snýst svo þessi magnaða uppgötvun mín sem ég bara varð að deila með sem flestum? Grunnhugtakið sem Tony Porter, aktívisti og kennari, fjallar um í fyrirlestri sínum „A Call to Men“, er, jú mikið rétt (skaðleg) karlmennska. Hann vill meina að meirihluti karla sé fastur í því hugarfari að sjá karlmennsku aðeins frá ákveðnu sjónarhorni þess sem hann kallar „karlakassann“. Nú má vel vera að við Íslendingar séum komnir lengra í jafnréttisbaráttunni en Tony og félagar hans í Bandaríkjum Norður-Ameríku, en flest atriði karlakassans eiga líka við hugarfar marga íslenskra karlmanna. Ég fer hægt í að lýsa orðum öflugs ræðumanns á blaði, enda verkefni fyrir betri penna en mig, ég mæli því eindregið með því að allir sem lesa þetta kíki á fyrirlesturinn; ellefu mínútur og fjörutíu sekúndur er erfitt að nýta betur. Ég ætla samt að halda áfram að selja þetta myndband enda er frekar auðvelt að heimfæra marga þá punkta sem Tony kemur með yfir á íslenskt samfélag. Hugmyndir karlakassans segja að karlmennska sé það að karlmenn þurfi að vera sterkir, sýna engar tilfinningar, að reiði undanskilinni, og alls ekki hræðslu. Karlar ráða því þeir eru sterkir, annað en konur, karlmenn laðast ekki að öðrum körlum, konur eru hlutir, sérstaklega kynferðislegir hlutir. Nú er ég alls ekki að segja að þetta sé sameiginleg sýn allra karlmanna á Íslandi, en fyrirmyndir yngri (og eldri jafnvel?) kynslóðarinnar eru oft mjög vafasamar, ekki að þær séu þó eina rót vandans. Það sem ég tengi sérstaklega við karlakassann á Íslandi er málefni sem plötusnúðurinn Margeir St. Ingólfsson fjallaði um í grein sinni í Fréttablaðinu fyrr á þessu ári sem hluti af Öðlingsátakinu. Hann fjallaði um þá venju að nota konur og kvenlega eiginleika sem skammaryrði. Nú er ég enginn öðlingur, en sé vel að eftirfarandi skömmum er ekki ætlað að gefa góða mynd af þeim sem talað er um: „Vertu ekki svona mikil kerling!“, „Ertu faggi?“, „Hagaðu þér eins og maður!“ Það sem situr hvað mest í mér af mörgum eftirminnilegum punktum fyrirlestrarins er spurning fyrirlesarans til ungs fótboltakappa. Fyrirlesarinn spurði hann: „Hvernig myndi þér líða ef þjálfarinn myndi kalla þig stelpu fyrir framan alla hina strákana?“, líkt og ég bjóst spyrjandinn við tiltölulega slæmu svari á borð við; „Mér myndi líða frekar illa“ eða „...það yrði leiðinlegt“. Svar drengsins var hins vegar; „Það myndi rústa mig“. Hvað er samfélagið að kenna ungum strákum sem sjá ekkert verra en að vera stelpur? Ég eftirlæt hverjum og einum að svara fyrir sig sjálfan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Í byrjun árs fór ég í ræktina, nokkrum kílóum of þungur, með ipodinn stútfullan af fyrirlestrum frá ýmsum þeim frumkvöðlum sem vefsíðan TED (www.ted.com) hefur upp á að bjóða, ákveðinn í að læra eitthvað. Auk þess að læra það að líkamsræktarstöðvar landsins eru troðfullar í janúar hlustaði ég á einn magnaðasta fyrirlestur sem ég hef nokkurn tímann heyrt og öðlaðist í framhaldinu dýrmæta vitneskju. Ég hef hlustað á hann reglulega síðan, hugsað mikið um og kynnt mér boðskapinn og minnst á hann í spjalli við mann og annan. Um hvað snýst svo þessi magnaða uppgötvun mín sem ég bara varð að deila með sem flestum? Grunnhugtakið sem Tony Porter, aktívisti og kennari, fjallar um í fyrirlestri sínum „A Call to Men“, er, jú mikið rétt (skaðleg) karlmennska. Hann vill meina að meirihluti karla sé fastur í því hugarfari að sjá karlmennsku aðeins frá ákveðnu sjónarhorni þess sem hann kallar „karlakassann“. Nú má vel vera að við Íslendingar séum komnir lengra í jafnréttisbaráttunni en Tony og félagar hans í Bandaríkjum Norður-Ameríku, en flest atriði karlakassans eiga líka við hugarfar marga íslenskra karlmanna. Ég fer hægt í að lýsa orðum öflugs ræðumanns á blaði, enda verkefni fyrir betri penna en mig, ég mæli því eindregið með því að allir sem lesa þetta kíki á fyrirlesturinn; ellefu mínútur og fjörutíu sekúndur er erfitt að nýta betur. Ég ætla samt að halda áfram að selja þetta myndband enda er frekar auðvelt að heimfæra marga þá punkta sem Tony kemur með yfir á íslenskt samfélag. Hugmyndir karlakassans segja að karlmennska sé það að karlmenn þurfi að vera sterkir, sýna engar tilfinningar, að reiði undanskilinni, og alls ekki hræðslu. Karlar ráða því þeir eru sterkir, annað en konur, karlmenn laðast ekki að öðrum körlum, konur eru hlutir, sérstaklega kynferðislegir hlutir. Nú er ég alls ekki að segja að þetta sé sameiginleg sýn allra karlmanna á Íslandi, en fyrirmyndir yngri (og eldri jafnvel?) kynslóðarinnar eru oft mjög vafasamar, ekki að þær séu þó eina rót vandans. Það sem ég tengi sérstaklega við karlakassann á Íslandi er málefni sem plötusnúðurinn Margeir St. Ingólfsson fjallaði um í grein sinni í Fréttablaðinu fyrr á þessu ári sem hluti af Öðlingsátakinu. Hann fjallaði um þá venju að nota konur og kvenlega eiginleika sem skammaryrði. Nú er ég enginn öðlingur, en sé vel að eftirfarandi skömmum er ekki ætlað að gefa góða mynd af þeim sem talað er um: „Vertu ekki svona mikil kerling!“, „Ertu faggi?“, „Hagaðu þér eins og maður!“ Það sem situr hvað mest í mér af mörgum eftirminnilegum punktum fyrirlestrarins er spurning fyrirlesarans til ungs fótboltakappa. Fyrirlesarinn spurði hann: „Hvernig myndi þér líða ef þjálfarinn myndi kalla þig stelpu fyrir framan alla hina strákana?“, líkt og ég bjóst spyrjandinn við tiltölulega slæmu svari á borð við; „Mér myndi líða frekar illa“ eða „...það yrði leiðinlegt“. Svar drengsins var hins vegar; „Það myndi rústa mig“. Hvað er samfélagið að kenna ungum strákum sem sjá ekkert verra en að vera stelpur? Ég eftirlæt hverjum og einum að svara fyrir sig sjálfan.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun