Um „sanna“ karlmennsku Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar 27. nóvember 2011 09:00 Í byrjun árs fór ég í ræktina, nokkrum kílóum of þungur, með ipodinn stútfullan af fyrirlestrum frá ýmsum þeim frumkvöðlum sem vefsíðan TED (www.ted.com) hefur upp á að bjóða, ákveðinn í að læra eitthvað. Auk þess að læra það að líkamsræktarstöðvar landsins eru troðfullar í janúar hlustaði ég á einn magnaðasta fyrirlestur sem ég hef nokkurn tímann heyrt og öðlaðist í framhaldinu dýrmæta vitneskju. Ég hef hlustað á hann reglulega síðan, hugsað mikið um og kynnt mér boðskapinn og minnst á hann í spjalli við mann og annan. Um hvað snýst svo þessi magnaða uppgötvun mín sem ég bara varð að deila með sem flestum? Grunnhugtakið sem Tony Porter, aktívisti og kennari, fjallar um í fyrirlestri sínum „A Call to Men“, er, jú mikið rétt (skaðleg) karlmennska. Hann vill meina að meirihluti karla sé fastur í því hugarfari að sjá karlmennsku aðeins frá ákveðnu sjónarhorni þess sem hann kallar „karlakassann“. Nú má vel vera að við Íslendingar séum komnir lengra í jafnréttisbaráttunni en Tony og félagar hans í Bandaríkjum Norður-Ameríku, en flest atriði karlakassans eiga líka við hugarfar marga íslenskra karlmanna. Ég fer hægt í að lýsa orðum öflugs ræðumanns á blaði, enda verkefni fyrir betri penna en mig, ég mæli því eindregið með því að allir sem lesa þetta kíki á fyrirlesturinn; ellefu mínútur og fjörutíu sekúndur er erfitt að nýta betur. Ég ætla samt að halda áfram að selja þetta myndband enda er frekar auðvelt að heimfæra marga þá punkta sem Tony kemur með yfir á íslenskt samfélag. Hugmyndir karlakassans segja að karlmennska sé það að karlmenn þurfi að vera sterkir, sýna engar tilfinningar, að reiði undanskilinni, og alls ekki hræðslu. Karlar ráða því þeir eru sterkir, annað en konur, karlmenn laðast ekki að öðrum körlum, konur eru hlutir, sérstaklega kynferðislegir hlutir. Nú er ég alls ekki að segja að þetta sé sameiginleg sýn allra karlmanna á Íslandi, en fyrirmyndir yngri (og eldri jafnvel?) kynslóðarinnar eru oft mjög vafasamar, ekki að þær séu þó eina rót vandans. Það sem ég tengi sérstaklega við karlakassann á Íslandi er málefni sem plötusnúðurinn Margeir St. Ingólfsson fjallaði um í grein sinni í Fréttablaðinu fyrr á þessu ári sem hluti af Öðlingsátakinu. Hann fjallaði um þá venju að nota konur og kvenlega eiginleika sem skammaryrði. Nú er ég enginn öðlingur, en sé vel að eftirfarandi skömmum er ekki ætlað að gefa góða mynd af þeim sem talað er um: „Vertu ekki svona mikil kerling!“, „Ertu faggi?“, „Hagaðu þér eins og maður!“ Það sem situr hvað mest í mér af mörgum eftirminnilegum punktum fyrirlestrarins er spurning fyrirlesarans til ungs fótboltakappa. Fyrirlesarinn spurði hann: „Hvernig myndi þér líða ef þjálfarinn myndi kalla þig stelpu fyrir framan alla hina strákana?“, líkt og ég bjóst spyrjandinn við tiltölulega slæmu svari á borð við; „Mér myndi líða frekar illa“ eða „...það yrði leiðinlegt“. Svar drengsins var hins vegar; „Það myndi rústa mig“. Hvað er samfélagið að kenna ungum strákum sem sjá ekkert verra en að vera stelpur? Ég eftirlæt hverjum og einum að svara fyrir sig sjálfan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í byrjun árs fór ég í ræktina, nokkrum kílóum of þungur, með ipodinn stútfullan af fyrirlestrum frá ýmsum þeim frumkvöðlum sem vefsíðan TED (www.ted.com) hefur upp á að bjóða, ákveðinn í að læra eitthvað. Auk þess að læra það að líkamsræktarstöðvar landsins eru troðfullar í janúar hlustaði ég á einn magnaðasta fyrirlestur sem ég hef nokkurn tímann heyrt og öðlaðist í framhaldinu dýrmæta vitneskju. Ég hef hlustað á hann reglulega síðan, hugsað mikið um og kynnt mér boðskapinn og minnst á hann í spjalli við mann og annan. Um hvað snýst svo þessi magnaða uppgötvun mín sem ég bara varð að deila með sem flestum? Grunnhugtakið sem Tony Porter, aktívisti og kennari, fjallar um í fyrirlestri sínum „A Call to Men“, er, jú mikið rétt (skaðleg) karlmennska. Hann vill meina að meirihluti karla sé fastur í því hugarfari að sjá karlmennsku aðeins frá ákveðnu sjónarhorni þess sem hann kallar „karlakassann“. Nú má vel vera að við Íslendingar séum komnir lengra í jafnréttisbaráttunni en Tony og félagar hans í Bandaríkjum Norður-Ameríku, en flest atriði karlakassans eiga líka við hugarfar marga íslenskra karlmanna. Ég fer hægt í að lýsa orðum öflugs ræðumanns á blaði, enda verkefni fyrir betri penna en mig, ég mæli því eindregið með því að allir sem lesa þetta kíki á fyrirlesturinn; ellefu mínútur og fjörutíu sekúndur er erfitt að nýta betur. Ég ætla samt að halda áfram að selja þetta myndband enda er frekar auðvelt að heimfæra marga þá punkta sem Tony kemur með yfir á íslenskt samfélag. Hugmyndir karlakassans segja að karlmennska sé það að karlmenn þurfi að vera sterkir, sýna engar tilfinningar, að reiði undanskilinni, og alls ekki hræðslu. Karlar ráða því þeir eru sterkir, annað en konur, karlmenn laðast ekki að öðrum körlum, konur eru hlutir, sérstaklega kynferðislegir hlutir. Nú er ég alls ekki að segja að þetta sé sameiginleg sýn allra karlmanna á Íslandi, en fyrirmyndir yngri (og eldri jafnvel?) kynslóðarinnar eru oft mjög vafasamar, ekki að þær séu þó eina rót vandans. Það sem ég tengi sérstaklega við karlakassann á Íslandi er málefni sem plötusnúðurinn Margeir St. Ingólfsson fjallaði um í grein sinni í Fréttablaðinu fyrr á þessu ári sem hluti af Öðlingsátakinu. Hann fjallaði um þá venju að nota konur og kvenlega eiginleika sem skammaryrði. Nú er ég enginn öðlingur, en sé vel að eftirfarandi skömmum er ekki ætlað að gefa góða mynd af þeim sem talað er um: „Vertu ekki svona mikil kerling!“, „Ertu faggi?“, „Hagaðu þér eins og maður!“ Það sem situr hvað mest í mér af mörgum eftirminnilegum punktum fyrirlestrarins er spurning fyrirlesarans til ungs fótboltakappa. Fyrirlesarinn spurði hann: „Hvernig myndi þér líða ef þjálfarinn myndi kalla þig stelpu fyrir framan alla hina strákana?“, líkt og ég bjóst spyrjandinn við tiltölulega slæmu svari á borð við; „Mér myndi líða frekar illa“ eða „...það yrði leiðinlegt“. Svar drengsins var hins vegar; „Það myndi rústa mig“. Hvað er samfélagið að kenna ungum strákum sem sjá ekkert verra en að vera stelpur? Ég eftirlæt hverjum og einum að svara fyrir sig sjálfan.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun