Viðræður standa yfir um skuldamál NTC-veldisins 6. janúar 2011 04:30 Svava Johansen sér eftir því að hafa tekið ráðleggingum bankamanna sem hún hafi ekki skilið. Fréttablaðið/Stefán „Ekkert hefur breyst hjá okkur; ég er búin að bíða í fimmtán mánuði eftir því að bankinn semji við okkur en lítið þokast. Við eigum samt von á að það verði í þessum mánuði," segir Svava Johansen, stofnandi og eigandi tískuvöruveldisins NTC, einnar stærstu fatakeðju landsins sem meðal annars rekur Sautján-verslanirnar. NTC tapaði 11,4 milljónum króna árið 2009 og bætist það við 604,5 milljóna tap frá fyrra ári. Langtímaskuldir, sem að nær öllu leyti eru í erlendri mynt, námu rúmum 1,4 milljörðum. Þá er eigið fé neikvætt um rúman hálfan milljarð og eiginfjárhlutfallið neikvætt um tæp 40 prósent. Svava segir aðspurð fyrirtækið yfirleitt hafa verið rekið með hagnaði í 34 ár eða frá stofnun þess. Síðasta ár líti ágætlega út, reksturinn góður og rekstrarhagnaður enn góður, enda hafi verið mikið hagrætt. Í fyrirvara endurskoðenda við ársuppgjör NTC fyrir rekstrarárið 2008 var bent á að skuldir voru 829 milljónum króna umfram peningalegar eignir og leiki vafi á framtíðarrekstrarhæfi fyrirtækisins. Fyrirvarinn er ítrekaður í síðasta uppgjöri. Þá kemur fram að viðræður standi yfir við Landsbankann vegna afborgana lána auk þess sem viðræðurnar snúist um uppgjör á framvirkum gjaldeyrisskiptasamningi sem NTC gerði við Landsbankann 2008. Svava bendir á að skuldir NTC séu komnar til vegna skilnaðar hennar við Bolla Kristinsson árið 2005. Hún keypti hlut hans í fyrirtækinu og mæltu ráðgjafar gamla Landsbankans með því að hún tæki lán fyrir kaupunum í erlendri mynt. „Þessar skuldir hafa síðan stökkbreyst," segir hún. Þá er skiptasamningurinn sömuleiðis tilkominn vegna ráðgjafar úr gamla Landsbankanum. Svava man ekki hversu miklar fjárhæðir voru í spilunum en sér eftir því að hafa tekið ráðleggingum bankans. Hún hefur beðið lengi eftir því að Landsbankinn komi að endurskipulagningu við að leiðrétta skuldastöðu NTC. En það hafi tafist, svo sem sökum tíðra mannabreytinga í bankakerfinu og ósamræmis innan bankans um leiðir. „Þetta er mjög óþægilegt, enda erfitt að vera með 160 til 200 manns í vinnu og vita ekki hver næstu skref eiga að vera," segir hún og vill sjá bankana vinna hraðar í endurskipulagningu fyrirtækja svo þau gefist ekki upp, ákveði að fara gjaldþrotaleiðina og skilji skuldir eftir í bönkunum. „Þetta er leið sem ég myndi aldrei vilja fara," segir Svava. jonab@frettabladid.is Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
„Ekkert hefur breyst hjá okkur; ég er búin að bíða í fimmtán mánuði eftir því að bankinn semji við okkur en lítið þokast. Við eigum samt von á að það verði í þessum mánuði," segir Svava Johansen, stofnandi og eigandi tískuvöruveldisins NTC, einnar stærstu fatakeðju landsins sem meðal annars rekur Sautján-verslanirnar. NTC tapaði 11,4 milljónum króna árið 2009 og bætist það við 604,5 milljóna tap frá fyrra ári. Langtímaskuldir, sem að nær öllu leyti eru í erlendri mynt, námu rúmum 1,4 milljörðum. Þá er eigið fé neikvætt um rúman hálfan milljarð og eiginfjárhlutfallið neikvætt um tæp 40 prósent. Svava segir aðspurð fyrirtækið yfirleitt hafa verið rekið með hagnaði í 34 ár eða frá stofnun þess. Síðasta ár líti ágætlega út, reksturinn góður og rekstrarhagnaður enn góður, enda hafi verið mikið hagrætt. Í fyrirvara endurskoðenda við ársuppgjör NTC fyrir rekstrarárið 2008 var bent á að skuldir voru 829 milljónum króna umfram peningalegar eignir og leiki vafi á framtíðarrekstrarhæfi fyrirtækisins. Fyrirvarinn er ítrekaður í síðasta uppgjöri. Þá kemur fram að viðræður standi yfir við Landsbankann vegna afborgana lána auk þess sem viðræðurnar snúist um uppgjör á framvirkum gjaldeyrisskiptasamningi sem NTC gerði við Landsbankann 2008. Svava bendir á að skuldir NTC séu komnar til vegna skilnaðar hennar við Bolla Kristinsson árið 2005. Hún keypti hlut hans í fyrirtækinu og mæltu ráðgjafar gamla Landsbankans með því að hún tæki lán fyrir kaupunum í erlendri mynt. „Þessar skuldir hafa síðan stökkbreyst," segir hún. Þá er skiptasamningurinn sömuleiðis tilkominn vegna ráðgjafar úr gamla Landsbankanum. Svava man ekki hversu miklar fjárhæðir voru í spilunum en sér eftir því að hafa tekið ráðleggingum bankans. Hún hefur beðið lengi eftir því að Landsbankinn komi að endurskipulagningu við að leiðrétta skuldastöðu NTC. En það hafi tafist, svo sem sökum tíðra mannabreytinga í bankakerfinu og ósamræmis innan bankans um leiðir. „Þetta er mjög óþægilegt, enda erfitt að vera með 160 til 200 manns í vinnu og vita ekki hver næstu skref eiga að vera," segir hún og vill sjá bankana vinna hraðar í endurskipulagningu fyrirtækja svo þau gefist ekki upp, ákveði að fara gjaldþrotaleiðina og skilji skuldir eftir í bönkunum. „Þetta er leið sem ég myndi aldrei vilja fara," segir Svava. jonab@frettabladid.is
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira