Viðræður standa yfir um skuldamál NTC-veldisins 6. janúar 2011 04:30 Svava Johansen sér eftir því að hafa tekið ráðleggingum bankamanna sem hún hafi ekki skilið. Fréttablaðið/Stefán „Ekkert hefur breyst hjá okkur; ég er búin að bíða í fimmtán mánuði eftir því að bankinn semji við okkur en lítið þokast. Við eigum samt von á að það verði í þessum mánuði," segir Svava Johansen, stofnandi og eigandi tískuvöruveldisins NTC, einnar stærstu fatakeðju landsins sem meðal annars rekur Sautján-verslanirnar. NTC tapaði 11,4 milljónum króna árið 2009 og bætist það við 604,5 milljóna tap frá fyrra ári. Langtímaskuldir, sem að nær öllu leyti eru í erlendri mynt, námu rúmum 1,4 milljörðum. Þá er eigið fé neikvætt um rúman hálfan milljarð og eiginfjárhlutfallið neikvætt um tæp 40 prósent. Svava segir aðspurð fyrirtækið yfirleitt hafa verið rekið með hagnaði í 34 ár eða frá stofnun þess. Síðasta ár líti ágætlega út, reksturinn góður og rekstrarhagnaður enn góður, enda hafi verið mikið hagrætt. Í fyrirvara endurskoðenda við ársuppgjör NTC fyrir rekstrarárið 2008 var bent á að skuldir voru 829 milljónum króna umfram peningalegar eignir og leiki vafi á framtíðarrekstrarhæfi fyrirtækisins. Fyrirvarinn er ítrekaður í síðasta uppgjöri. Þá kemur fram að viðræður standi yfir við Landsbankann vegna afborgana lána auk þess sem viðræðurnar snúist um uppgjör á framvirkum gjaldeyrisskiptasamningi sem NTC gerði við Landsbankann 2008. Svava bendir á að skuldir NTC séu komnar til vegna skilnaðar hennar við Bolla Kristinsson árið 2005. Hún keypti hlut hans í fyrirtækinu og mæltu ráðgjafar gamla Landsbankans með því að hún tæki lán fyrir kaupunum í erlendri mynt. „Þessar skuldir hafa síðan stökkbreyst," segir hún. Þá er skiptasamningurinn sömuleiðis tilkominn vegna ráðgjafar úr gamla Landsbankanum. Svava man ekki hversu miklar fjárhæðir voru í spilunum en sér eftir því að hafa tekið ráðleggingum bankans. Hún hefur beðið lengi eftir því að Landsbankinn komi að endurskipulagningu við að leiðrétta skuldastöðu NTC. En það hafi tafist, svo sem sökum tíðra mannabreytinga í bankakerfinu og ósamræmis innan bankans um leiðir. „Þetta er mjög óþægilegt, enda erfitt að vera með 160 til 200 manns í vinnu og vita ekki hver næstu skref eiga að vera," segir hún og vill sjá bankana vinna hraðar í endurskipulagningu fyrirtækja svo þau gefist ekki upp, ákveði að fara gjaldþrotaleiðina og skilji skuldir eftir í bönkunum. „Þetta er leið sem ég myndi aldrei vilja fara," segir Svava. jonab@frettabladid.is Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
„Ekkert hefur breyst hjá okkur; ég er búin að bíða í fimmtán mánuði eftir því að bankinn semji við okkur en lítið þokast. Við eigum samt von á að það verði í þessum mánuði," segir Svava Johansen, stofnandi og eigandi tískuvöruveldisins NTC, einnar stærstu fatakeðju landsins sem meðal annars rekur Sautján-verslanirnar. NTC tapaði 11,4 milljónum króna árið 2009 og bætist það við 604,5 milljóna tap frá fyrra ári. Langtímaskuldir, sem að nær öllu leyti eru í erlendri mynt, námu rúmum 1,4 milljörðum. Þá er eigið fé neikvætt um rúman hálfan milljarð og eiginfjárhlutfallið neikvætt um tæp 40 prósent. Svava segir aðspurð fyrirtækið yfirleitt hafa verið rekið með hagnaði í 34 ár eða frá stofnun þess. Síðasta ár líti ágætlega út, reksturinn góður og rekstrarhagnaður enn góður, enda hafi verið mikið hagrætt. Í fyrirvara endurskoðenda við ársuppgjör NTC fyrir rekstrarárið 2008 var bent á að skuldir voru 829 milljónum króna umfram peningalegar eignir og leiki vafi á framtíðarrekstrarhæfi fyrirtækisins. Fyrirvarinn er ítrekaður í síðasta uppgjöri. Þá kemur fram að viðræður standi yfir við Landsbankann vegna afborgana lána auk þess sem viðræðurnar snúist um uppgjör á framvirkum gjaldeyrisskiptasamningi sem NTC gerði við Landsbankann 2008. Svava bendir á að skuldir NTC séu komnar til vegna skilnaðar hennar við Bolla Kristinsson árið 2005. Hún keypti hlut hans í fyrirtækinu og mæltu ráðgjafar gamla Landsbankans með því að hún tæki lán fyrir kaupunum í erlendri mynt. „Þessar skuldir hafa síðan stökkbreyst," segir hún. Þá er skiptasamningurinn sömuleiðis tilkominn vegna ráðgjafar úr gamla Landsbankanum. Svava man ekki hversu miklar fjárhæðir voru í spilunum en sér eftir því að hafa tekið ráðleggingum bankans. Hún hefur beðið lengi eftir því að Landsbankinn komi að endurskipulagningu við að leiðrétta skuldastöðu NTC. En það hafi tafist, svo sem sökum tíðra mannabreytinga í bankakerfinu og ósamræmis innan bankans um leiðir. „Þetta er mjög óþægilegt, enda erfitt að vera með 160 til 200 manns í vinnu og vita ekki hver næstu skref eiga að vera," segir hún og vill sjá bankana vinna hraðar í endurskipulagningu fyrirtækja svo þau gefist ekki upp, ákveði að fara gjaldþrotaleiðina og skilji skuldir eftir í bönkunum. „Þetta er leið sem ég myndi aldrei vilja fara," segir Svava. jonab@frettabladid.is
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira