Viðræður standa yfir um skuldamál NTC-veldisins 6. janúar 2011 04:30 Svava Johansen sér eftir því að hafa tekið ráðleggingum bankamanna sem hún hafi ekki skilið. Fréttablaðið/Stefán „Ekkert hefur breyst hjá okkur; ég er búin að bíða í fimmtán mánuði eftir því að bankinn semji við okkur en lítið þokast. Við eigum samt von á að það verði í þessum mánuði," segir Svava Johansen, stofnandi og eigandi tískuvöruveldisins NTC, einnar stærstu fatakeðju landsins sem meðal annars rekur Sautján-verslanirnar. NTC tapaði 11,4 milljónum króna árið 2009 og bætist það við 604,5 milljóna tap frá fyrra ári. Langtímaskuldir, sem að nær öllu leyti eru í erlendri mynt, námu rúmum 1,4 milljörðum. Þá er eigið fé neikvætt um rúman hálfan milljarð og eiginfjárhlutfallið neikvætt um tæp 40 prósent. Svava segir aðspurð fyrirtækið yfirleitt hafa verið rekið með hagnaði í 34 ár eða frá stofnun þess. Síðasta ár líti ágætlega út, reksturinn góður og rekstrarhagnaður enn góður, enda hafi verið mikið hagrætt. Í fyrirvara endurskoðenda við ársuppgjör NTC fyrir rekstrarárið 2008 var bent á að skuldir voru 829 milljónum króna umfram peningalegar eignir og leiki vafi á framtíðarrekstrarhæfi fyrirtækisins. Fyrirvarinn er ítrekaður í síðasta uppgjöri. Þá kemur fram að viðræður standi yfir við Landsbankann vegna afborgana lána auk þess sem viðræðurnar snúist um uppgjör á framvirkum gjaldeyrisskiptasamningi sem NTC gerði við Landsbankann 2008. Svava bendir á að skuldir NTC séu komnar til vegna skilnaðar hennar við Bolla Kristinsson árið 2005. Hún keypti hlut hans í fyrirtækinu og mæltu ráðgjafar gamla Landsbankans með því að hún tæki lán fyrir kaupunum í erlendri mynt. „Þessar skuldir hafa síðan stökkbreyst," segir hún. Þá er skiptasamningurinn sömuleiðis tilkominn vegna ráðgjafar úr gamla Landsbankanum. Svava man ekki hversu miklar fjárhæðir voru í spilunum en sér eftir því að hafa tekið ráðleggingum bankans. Hún hefur beðið lengi eftir því að Landsbankinn komi að endurskipulagningu við að leiðrétta skuldastöðu NTC. En það hafi tafist, svo sem sökum tíðra mannabreytinga í bankakerfinu og ósamræmis innan bankans um leiðir. „Þetta er mjög óþægilegt, enda erfitt að vera með 160 til 200 manns í vinnu og vita ekki hver næstu skref eiga að vera," segir hún og vill sjá bankana vinna hraðar í endurskipulagningu fyrirtækja svo þau gefist ekki upp, ákveði að fara gjaldþrotaleiðina og skilji skuldir eftir í bönkunum. „Þetta er leið sem ég myndi aldrei vilja fara," segir Svava. jonab@frettabladid.is Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
„Ekkert hefur breyst hjá okkur; ég er búin að bíða í fimmtán mánuði eftir því að bankinn semji við okkur en lítið þokast. Við eigum samt von á að það verði í þessum mánuði," segir Svava Johansen, stofnandi og eigandi tískuvöruveldisins NTC, einnar stærstu fatakeðju landsins sem meðal annars rekur Sautján-verslanirnar. NTC tapaði 11,4 milljónum króna árið 2009 og bætist það við 604,5 milljóna tap frá fyrra ári. Langtímaskuldir, sem að nær öllu leyti eru í erlendri mynt, námu rúmum 1,4 milljörðum. Þá er eigið fé neikvætt um rúman hálfan milljarð og eiginfjárhlutfallið neikvætt um tæp 40 prósent. Svava segir aðspurð fyrirtækið yfirleitt hafa verið rekið með hagnaði í 34 ár eða frá stofnun þess. Síðasta ár líti ágætlega út, reksturinn góður og rekstrarhagnaður enn góður, enda hafi verið mikið hagrætt. Í fyrirvara endurskoðenda við ársuppgjör NTC fyrir rekstrarárið 2008 var bent á að skuldir voru 829 milljónum króna umfram peningalegar eignir og leiki vafi á framtíðarrekstrarhæfi fyrirtækisins. Fyrirvarinn er ítrekaður í síðasta uppgjöri. Þá kemur fram að viðræður standi yfir við Landsbankann vegna afborgana lána auk þess sem viðræðurnar snúist um uppgjör á framvirkum gjaldeyrisskiptasamningi sem NTC gerði við Landsbankann 2008. Svava bendir á að skuldir NTC séu komnar til vegna skilnaðar hennar við Bolla Kristinsson árið 2005. Hún keypti hlut hans í fyrirtækinu og mæltu ráðgjafar gamla Landsbankans með því að hún tæki lán fyrir kaupunum í erlendri mynt. „Þessar skuldir hafa síðan stökkbreyst," segir hún. Þá er skiptasamningurinn sömuleiðis tilkominn vegna ráðgjafar úr gamla Landsbankanum. Svava man ekki hversu miklar fjárhæðir voru í spilunum en sér eftir því að hafa tekið ráðleggingum bankans. Hún hefur beðið lengi eftir því að Landsbankinn komi að endurskipulagningu við að leiðrétta skuldastöðu NTC. En það hafi tafist, svo sem sökum tíðra mannabreytinga í bankakerfinu og ósamræmis innan bankans um leiðir. „Þetta er mjög óþægilegt, enda erfitt að vera með 160 til 200 manns í vinnu og vita ekki hver næstu skref eiga að vera," segir hún og vill sjá bankana vinna hraðar í endurskipulagningu fyrirtækja svo þau gefist ekki upp, ákveði að fara gjaldþrotaleiðina og skilji skuldir eftir í bönkunum. „Þetta er leið sem ég myndi aldrei vilja fara," segir Svava. jonab@frettabladid.is
Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira