Viðskipti innlent

FME og Seðlabankinn gera nýjan samstarfssamning

Fjármálaeftirlitið (FME) og Seðlabanki Íslands hafa gert með sér nýjan samstarfssamning, sem kveður á um markvissara samstarf en eldri samningur.

Fjallað er um málið á vefsíðu Seðlabankans. Þar segir að markmið samningsins sé að stuðla að heilbrigðu, virku og öruggu fjármálakerfi í landinu, þar með talið greiðslu- og uppgjörskerfum.

Í samningnum er lögð áhersla á að til að fjármálakerfi í landinu sé heilbrigt, virkt og öruggt þurfi að skilgreina með skýrum hætti ábyrgð hvorrar stofnunar og verkaskiptingu þeirra á milli.

Ekki sé síður mikilvægt að Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands vinni náið saman að skilgreindum verkefnum og að öflun og miðlun upplýsinga frá fjármálafyrirtækjum.

Þá skuli greining á stöðugleika draga upp skýra mynd af styrkleika og veikleika fjármálafyrirtækja og getu þeirra til að bregðast við breytingum í hinu þjóðhagslega umhverfi og á innlendum sem erlendum mörkuðum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×