Að selja hugmyndir Ingvar Hjálmarsson skrifar 6. júlí 2011 00:01 Kraftmiklir frumkvöðlar lenda oft í þeirri aðstöðu að þeir fá hugmyndir að verkefnum, vörum eða þjónustu sem þeir geta ekki, einhverra hluta vegna, fylgt eftir sjálfir. Í stað þess að láta þessar hugmyndir falla í gleymsku er ávallt möguleiki að pakka hugmyndinni þannig inn að einhver sjái færi í því að kaupa hana af hugmyndasmiðnum og útfæra hugmyndina sjálfur. Oft á tíðum eru einkaleyfi seld dýrum dómum eða fyrirtækjum seld leyfi til að nýta sér hugmyndir annarra. Þessi grein fjallar um nokkur atriði sem gott er að hafa í huga ef þú vilt selja hugmyndina þína. 1. Pakkaðu inn hugmyndinniÞetta mikilvæga skref snýst um að pakka hugmyndinni inn þannig að aðrir geti skilið út á hvað hún gengur. Vel innpökkuð hugmynd lýsir því vel hvernig hún nýtist endanotanda ásamt því að sýna fram á mögulega nýtingu fyrir þann sem myndi kaupa af þér hugmyndina. Þó hugmynd þín snúist hugsanlega um ákveðna vöru eða þjónustu þá er verkefni þitt að selja viðskiptahugmynd, þ.e. sá sem ætlar að kaupa af þér hugmynd þarf að sjá fram á hvernig hægt er að fá fjárfestinguna til baka. Þetta þýðir að þó þú ætlir þér ekki að útfæra hugmynd þína, þá þarftu engu að síður að útbúa viðskiptaáætlun sem nýtist þér við söluna á hugmyndinni. Kaupandinn getur notað hana til að sjá betur fyrir sér möguleikana sem í hugmyndinni búa. Þetta skref krefst þess líka að þú hafir grun um hvaða verð þú vilt fá fyrir hugmyndina. Verðið ræðst af mörgum þáttum, s.s. mögulegum fjárhagslegum ávinningi kaupandans, hvort varan sé með einkaleyfi, hveru auðvelt er að gera sambærilega vöru og ýmislegt fleira. Þú þarft að hafa hugmynd um verðið sem þú vilt fá ef þú vilt selja hugmyndina. 2. Hugsaðu um varnirÁður en þú selur hugmyndina þína þarftu að hugsa um hvernig þú ferð að því að vernda hana fyrir stuldi. Ef hugmynd er góð gætu margir séð sér hag í að nýta hana – án þess að hugmyndasmiðurinn fái nokkuð fyrir sinn snúð. Til eru nokkrar leiðir til að vernda hugmyndir. Afar algengt er að hugmyndasmiður og hugsanlegur kaupandi undirriti svokallaðan leyndarsamning. Á ensku kallast þetta „Non-disclocure Agreement“ eða NDA. Í þessum samningi er tekið á því hvaða upplýsingar eru látnar af hendi, hvaða leyfi er gefið til að nýta þær og hvernig viðtakandinn skal fara með upplýsingarnar sem hann fær í hendur. Ef þú hefur ekki gert slíka samninga áður má víða fá ráðgjöf um slíka samninga, s.s. hjá Impru. Mjög þekkt leið til verndunar á hugmynd eru einkaleyfi. Einkaleyfi veita ákveðna vörn gegn því að aðrir geti nýtt sér hugmyndina þína. Oft setja kaupendur að hugmyndum skilyrði um að vara sé einkaleyfishæf, eða jafnvel að hugmyndin sé komin með einkaleyfi. Þetta er þó alls ekki alltaf raunin. Einkaleyfisferlið kostar peninga og getur verið dýrt ef ekki er rétt að því staðið. Hægt er að fá ráðgjöf um einkaleyfisferlið hjá sérstökum fyrirtækjum á Íslandi og hjá Impru. Einnig eru til fleiri leiðir til að vernda hugmyndina þína, s.s. skráning vörumerkja, höfundarréttur og hönnunarvernd. Leitaðu aðstoðar hjá sérfróðum aðilum til að athuga hvaða vernd á best við þína hugmynd. 3. Söluferlið sjálftAð selja hugmynd er eins og hvert annað söluferli. Þú þarft að vinna mikla undirbúningsvinnu áður en þú reynir að hitta mögulega kaupendur. a) Gerðu góða rannsókn á því hverjir gætu notað hugmynd þína. Þú þarft að skilja þann markað vel svo að þú getir áttað þig á því hvaða fyrirtæki eru með best aðgengi að þeim markhópi. b) Skoðaðu gaumgæfilega hvaða fyrirtæki það eru sem nálgast þann markhóp. Þú skalt læra allt um þessi fyrirtæki því þú þarft að skilja vel hvernig hugmyndin þín getur hjálpað þessum fyrirtækjum að þjónusta sinn markhóp betur. Mundu að þú ert að selja þeim viðskiptahugmynd líka. Þarna koma þættir inn eins og sölunetið sem fyrirtækin hafa, möguleikarnir sem þau hafa til að klára útfærsluna á vörunni þinni, þeirra núverandi vöruframboð og margt fleira. c) Reyndu að komast að því hverjir innan fyrirtækisins væru líklegir til að hlusta á þig fyrst. Þú þarft alls ekki að byrja á forstjóranum þó svo að á seinni stigum sé nauðsynlegt að komast að þeim sem taka ákvarðanirnar. Þú skalt reyna að finna einhverja sem gætu séð möguleikana og þannig orðið bandamenn þínir innan fyrirtækisins sem á að kaupa hugmyndina. d) Skrifaðu hjá þér lýsingu á hugmyndinni sem lýsir henni samt mjög lauslega. Talaðu meira um möguleikana sem hugmyndin opnar í stað þess að lýsa henni í þaula. Mundu að í fyrsta samtali við mögulega kaupendur er ekki búið að skrifa undir leyndarsamning. Ef þú ert kominn með einkaleyfi á hugmyndinni þá er mjög gott að nefna það strax í fyrsta samtali. e) Næst skaltu reyna að hafa samband við rétta aðila innan fyrirtækisins sem á að kaupa hugmyndina og lýsa hugmyndinni eins og talað er um í skrefinu hér að ofan. f) Sýni væntanlegur kaupandi áhuga skaltu reyna að fá undirritað leyndarskjal sem verndar hugmynd þína ef þú ert ekki með einkaleyfi á henni. g) Eftir þetta geturðu lýst hugmyndinni betur og reynt að fá aðgengi að þeim sem taka ákvarðanir í fyrirtækjunum. Takist það geta samningaviðræður hafist. Þó svo að hugmyndaríkir einstaklingar ætli sér ekki að klára útfærslu á hugmynd sinni þá krefst það töluverðrar vinnu að selja hugmynd sína áfram. Með réttum vinnubrögðum og öllum þeim möguleikum, sem eru í boði fyrir ráðgjöf af þessu tagi, áttu góða möguleika á að koma hugmynd þinni í söluhæft form. Þú þarft að vernda hugmynd þína vel áður en þú leggur af stað og kaupandinn þarf að fá raunveruleg verðmæti úr hugmyndinni þinni ef hann á að kaupa hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Sjá meira
Kraftmiklir frumkvöðlar lenda oft í þeirri aðstöðu að þeir fá hugmyndir að verkefnum, vörum eða þjónustu sem þeir geta ekki, einhverra hluta vegna, fylgt eftir sjálfir. Í stað þess að láta þessar hugmyndir falla í gleymsku er ávallt möguleiki að pakka hugmyndinni þannig inn að einhver sjái færi í því að kaupa hana af hugmyndasmiðnum og útfæra hugmyndina sjálfur. Oft á tíðum eru einkaleyfi seld dýrum dómum eða fyrirtækjum seld leyfi til að nýta sér hugmyndir annarra. Þessi grein fjallar um nokkur atriði sem gott er að hafa í huga ef þú vilt selja hugmyndina þína. 1. Pakkaðu inn hugmyndinniÞetta mikilvæga skref snýst um að pakka hugmyndinni inn þannig að aðrir geti skilið út á hvað hún gengur. Vel innpökkuð hugmynd lýsir því vel hvernig hún nýtist endanotanda ásamt því að sýna fram á mögulega nýtingu fyrir þann sem myndi kaupa af þér hugmyndina. Þó hugmynd þín snúist hugsanlega um ákveðna vöru eða þjónustu þá er verkefni þitt að selja viðskiptahugmynd, þ.e. sá sem ætlar að kaupa af þér hugmynd þarf að sjá fram á hvernig hægt er að fá fjárfestinguna til baka. Þetta þýðir að þó þú ætlir þér ekki að útfæra hugmynd þína, þá þarftu engu að síður að útbúa viðskiptaáætlun sem nýtist þér við söluna á hugmyndinni. Kaupandinn getur notað hana til að sjá betur fyrir sér möguleikana sem í hugmyndinni búa. Þetta skref krefst þess líka að þú hafir grun um hvaða verð þú vilt fá fyrir hugmyndina. Verðið ræðst af mörgum þáttum, s.s. mögulegum fjárhagslegum ávinningi kaupandans, hvort varan sé með einkaleyfi, hveru auðvelt er að gera sambærilega vöru og ýmislegt fleira. Þú þarft að hafa hugmynd um verðið sem þú vilt fá ef þú vilt selja hugmyndina. 2. Hugsaðu um varnirÁður en þú selur hugmyndina þína þarftu að hugsa um hvernig þú ferð að því að vernda hana fyrir stuldi. Ef hugmynd er góð gætu margir séð sér hag í að nýta hana – án þess að hugmyndasmiðurinn fái nokkuð fyrir sinn snúð. Til eru nokkrar leiðir til að vernda hugmyndir. Afar algengt er að hugmyndasmiður og hugsanlegur kaupandi undirriti svokallaðan leyndarsamning. Á ensku kallast þetta „Non-disclocure Agreement“ eða NDA. Í þessum samningi er tekið á því hvaða upplýsingar eru látnar af hendi, hvaða leyfi er gefið til að nýta þær og hvernig viðtakandinn skal fara með upplýsingarnar sem hann fær í hendur. Ef þú hefur ekki gert slíka samninga áður má víða fá ráðgjöf um slíka samninga, s.s. hjá Impru. Mjög þekkt leið til verndunar á hugmynd eru einkaleyfi. Einkaleyfi veita ákveðna vörn gegn því að aðrir geti nýtt sér hugmyndina þína. Oft setja kaupendur að hugmyndum skilyrði um að vara sé einkaleyfishæf, eða jafnvel að hugmyndin sé komin með einkaleyfi. Þetta er þó alls ekki alltaf raunin. Einkaleyfisferlið kostar peninga og getur verið dýrt ef ekki er rétt að því staðið. Hægt er að fá ráðgjöf um einkaleyfisferlið hjá sérstökum fyrirtækjum á Íslandi og hjá Impru. Einnig eru til fleiri leiðir til að vernda hugmyndina þína, s.s. skráning vörumerkja, höfundarréttur og hönnunarvernd. Leitaðu aðstoðar hjá sérfróðum aðilum til að athuga hvaða vernd á best við þína hugmynd. 3. Söluferlið sjálftAð selja hugmynd er eins og hvert annað söluferli. Þú þarft að vinna mikla undirbúningsvinnu áður en þú reynir að hitta mögulega kaupendur. a) Gerðu góða rannsókn á því hverjir gætu notað hugmynd þína. Þú þarft að skilja þann markað vel svo að þú getir áttað þig á því hvaða fyrirtæki eru með best aðgengi að þeim markhópi. b) Skoðaðu gaumgæfilega hvaða fyrirtæki það eru sem nálgast þann markhóp. Þú skalt læra allt um þessi fyrirtæki því þú þarft að skilja vel hvernig hugmyndin þín getur hjálpað þessum fyrirtækjum að þjónusta sinn markhóp betur. Mundu að þú ert að selja þeim viðskiptahugmynd líka. Þarna koma þættir inn eins og sölunetið sem fyrirtækin hafa, möguleikarnir sem þau hafa til að klára útfærsluna á vörunni þinni, þeirra núverandi vöruframboð og margt fleira. c) Reyndu að komast að því hverjir innan fyrirtækisins væru líklegir til að hlusta á þig fyrst. Þú þarft alls ekki að byrja á forstjóranum þó svo að á seinni stigum sé nauðsynlegt að komast að þeim sem taka ákvarðanirnar. Þú skalt reyna að finna einhverja sem gætu séð möguleikana og þannig orðið bandamenn þínir innan fyrirtækisins sem á að kaupa hugmyndina. d) Skrifaðu hjá þér lýsingu á hugmyndinni sem lýsir henni samt mjög lauslega. Talaðu meira um möguleikana sem hugmyndin opnar í stað þess að lýsa henni í þaula. Mundu að í fyrsta samtali við mögulega kaupendur er ekki búið að skrifa undir leyndarsamning. Ef þú ert kominn með einkaleyfi á hugmyndinni þá er mjög gott að nefna það strax í fyrsta samtali. e) Næst skaltu reyna að hafa samband við rétta aðila innan fyrirtækisins sem á að kaupa hugmyndina og lýsa hugmyndinni eins og talað er um í skrefinu hér að ofan. f) Sýni væntanlegur kaupandi áhuga skaltu reyna að fá undirritað leyndarskjal sem verndar hugmynd þína ef þú ert ekki með einkaleyfi á henni. g) Eftir þetta geturðu lýst hugmyndinni betur og reynt að fá aðgengi að þeim sem taka ákvarðanir í fyrirtækjunum. Takist það geta samningaviðræður hafist. Þó svo að hugmyndaríkir einstaklingar ætli sér ekki að klára útfærslu á hugmynd sinni þá krefst það töluverðrar vinnu að selja hugmynd sína áfram. Með réttum vinnubrögðum og öllum þeim möguleikum, sem eru í boði fyrir ráðgjöf af þessu tagi, áttu góða möguleika á að koma hugmynd þinni í söluhæft form. Þú þarft að vernda hugmynd þína vel áður en þú leggur af stað og kaupandinn þarf að fá raunveruleg verðmæti úr hugmyndinni þinni ef hann á að kaupa hana.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar