Nýliðinn Ricciardo þakklátur fyrir ökumannssæti hjá Hispania 6. júlí 2011 14:23 Daniel Ricciardo ræðir við starfsmenn Torro Rosso, þar sem hann hefur verið varraökumaður. Mynd: Getty Images/Peter Fox Nýliði í keppni í Formúlu 1 stýrir bíl hjá Formúlu 1 liðið Hispania á Silverstone brautinni í Bretlandi um helgina. Þetta er Ástralinn Daniel Ricciardo, sem hefur verið varaökumaður Torro Rosso. Það var að frumkvæði Red Bull sem hefur stutt ferill Ricciardo sem sæti fékkst hjá Hispania liðinu í staðinn fyrir Narain Karthikeyan. Karthikeyan mun þó væntanlega keppa í mótinu í Indlandi síðar á árinu. Karthikeyan er indverskur. Red Bull vill skoða hvernig Ricciardo ber sig að í keppni, en hann hefur átt góða spretti á æfingum með Torro Rosso og náði samkomuagli við Hispania að hann keppi með liðinu. „Ég er mjög ánægður að fyrsta Formúlu 1 mótið mitt er á Silverstone. Það er mér mikils virði. Ég er viss um, eins og öðrum, þá dreymir okkur sem börn um svona stundir, þó maður trúi ekki að það muni gerast. Þetta verður sérstök upplifun fyrir mig og kannski tilfinningarík", sagði Ricciardo í frétt á autosport.com í dag. „Ég er mjög ánægður með samkomulagið. Ég bjóst ekki við að ég myndi keyra Formúlu 1 bíl á þessu ári, þannig að það er afbragð að Red Bull hefur fundið sæti handa mér. Ég er þakklátur fyrir tækifærið og stuðning beggja liða." Ricciardo telur að það muni ekki taka hann langan tíma að aðlagast Hispania bílnum og hann hefur trú á að hann muni ná ágætum tökum á bílnum í lok mótshelgarinnar. „Markmið mitt er að ljúka eins mörgum mótum og ég get og fá reynslu. Það er mikilvægast fyrir mig sem ungur ökumaður, reynslan er dýrmæt. Auðvitað væri gaman að geta færst ofar á ráslínunni og ganga vel í mótum. Á Silverstone verður fyrsta markmiðið að komast í endamark. Það verður góð uppskera, andlega og líkamlega og hluti af lærdómnum", sagði Ricciardo. Georg Kolles yfirmaður hjá Hispania telur Ricciardo einn af efnilegustu ökumönnunum í akstursíþróttum og segir liðið vona að hann öðlist reynslu til framtíðar. Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Nýliði í keppni í Formúlu 1 stýrir bíl hjá Formúlu 1 liðið Hispania á Silverstone brautinni í Bretlandi um helgina. Þetta er Ástralinn Daniel Ricciardo, sem hefur verið varaökumaður Torro Rosso. Það var að frumkvæði Red Bull sem hefur stutt ferill Ricciardo sem sæti fékkst hjá Hispania liðinu í staðinn fyrir Narain Karthikeyan. Karthikeyan mun þó væntanlega keppa í mótinu í Indlandi síðar á árinu. Karthikeyan er indverskur. Red Bull vill skoða hvernig Ricciardo ber sig að í keppni, en hann hefur átt góða spretti á æfingum með Torro Rosso og náði samkomuagli við Hispania að hann keppi með liðinu. „Ég er mjög ánægður að fyrsta Formúlu 1 mótið mitt er á Silverstone. Það er mér mikils virði. Ég er viss um, eins og öðrum, þá dreymir okkur sem börn um svona stundir, þó maður trúi ekki að það muni gerast. Þetta verður sérstök upplifun fyrir mig og kannski tilfinningarík", sagði Ricciardo í frétt á autosport.com í dag. „Ég er mjög ánægður með samkomulagið. Ég bjóst ekki við að ég myndi keyra Formúlu 1 bíl á þessu ári, þannig að það er afbragð að Red Bull hefur fundið sæti handa mér. Ég er þakklátur fyrir tækifærið og stuðning beggja liða." Ricciardo telur að það muni ekki taka hann langan tíma að aðlagast Hispania bílnum og hann hefur trú á að hann muni ná ágætum tökum á bílnum í lok mótshelgarinnar. „Markmið mitt er að ljúka eins mörgum mótum og ég get og fá reynslu. Það er mikilvægast fyrir mig sem ungur ökumaður, reynslan er dýrmæt. Auðvitað væri gaman að geta færst ofar á ráslínunni og ganga vel í mótum. Á Silverstone verður fyrsta markmiðið að komast í endamark. Það verður góð uppskera, andlega og líkamlega og hluti af lærdómnum", sagði Ricciardo. Georg Kolles yfirmaður hjá Hispania telur Ricciardo einn af efnilegustu ökumönnunum í akstursíþróttum og segir liðið vona að hann öðlist reynslu til framtíðar.
Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira