Gleymum ekki konum á stríðshrjáðum svæðum Guðrún Ósk Þorbjörnsdóttir skrifar 23. nóvember 2011 06:00 Þann 31. október síðastliðinn voru liðin ellefu ár frá því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun nr. 1325 um konur, frið og öryggi. Þá urðu þáttaskil í sögu öryggisráðsins en ályktunin er fyrsta viðurkenning þess á sérstöðu kvenna á átakasvæðum og mikilvægi þess að raddir þeirra fái að heyrast í ákvarðanatöku og friðaruppbyggingu. Með tilkomu 1325 svaraði öryggisráðið loks háværum kröfum kvennasamtaka og UNIFEM (nú UN Women) um að taka þurfi tillit til ólíkra hagsmuna kynjanna í stríðsátökum, en stríðsátök snerta konur og karla á mismunandi vegu. Konur eru í auknum mæli orðnar skotmörk vopnaðra hópa, en á tímum stríðsátaka eru konur mjög berskjaldaðar fyrir ofbeldi. Umhverfið einkennist þá af reiðuleysi og refsileysi, og er mörgum konum kerfisbundið nauðgað í pólitískum og hernaðarlegum tilgangi. Reynsla og upplifun kvenna af stríðsátökum er því oft gerólík reynslu karla og er þá mikilvægt að þær fái tækifæri til að taka þátt í friðarferlum því huga þarf að mismunandi þörfum, framlögum og getu karla og kvenna. Áherslur 1325 eru nokkrar. Í fyrsta lagi er lögð áhersla á mikilvægi þátttöku kvenna í ákvarðanatöku og aðgerðum sem viðhalda og stuðla að friði og öryggi sem og uppbyggingu á fyrrum átakasvæðum. Friðaruppbygging býður einnig upp á mikilvæg tækifæri til að styðja við framfarir í kynjajafnrétti og því er nauðsynlegt að konur fái eitthvað um að það segja. Í öðru lagi er lögð áhersla á að nauðsynlegum ráðstöfunum sé beitt til að vernda konur og stúlkur gegn kynbundnu ofbeldi og þá sérstaklega kynferðislegu ofbeldi. Kynferðislegt ofbeldi á átakasvæðum er útbreitt og umfangsmikið vandamál og er nauðgunum og kynferðislegum pyntingum jafnvel beitt sem vopni í stríðsátökum í hernaðarlegum tilgangi. Í þriðja lagi er lögð áhersla á innleiðingu kynjasjónarmiða í allar öryggis- og friðaraðgerðir Sameinuðu þjóðanna og jafnréttisþjálfun í friðargæslu sem veitir starfsliði friðargæsluaðgerða þekkingu til að takast á við mismunandi aðstæður og þarfir karla og kvenna. Ályktun 1325 markar einnig tímamót, en með henni hafa Sameinuðu þjóðirnar sett fram ný viðmið fyrir alþjóðasamfélagið sem leggja grunninn að bættri stöðu kvenna á átakasvæðum og er staða kvenna nú orðin að málefni friðar og öryggis í alþjóðasamfélaginu. Á þessum ellefu árum hefur 1325 þó ekki náð þeim árangri sem vonast var eftir en helst hefur verið gagnrýnt hversu hæg innleiðing hennar hefur gengið. Það er því nauðsynlegt að halda áfram að berjast fyrir bættri stöðu kvenna á átakasvæðum og halda mikilvægi 1325 á lofti, því má ekki gleyma að hún er stór sigur í réttindabaráttu kvenna og hefur hún einnig verið brautryðjandi. Nú hafa fleiri ályktanir er varða konur, frið og öryggi verið samþykktar. Sú síðasta var ályktun nr. 1960 sem samþykkt var í desember 2010, þar sem öryggisráðið ítrekar áhyggjur sínar af útbreiddri og kerfisbundinni beitingu kynferðislegs ofbeldis gegn óbreyttum borgurum í stríðsátökum og leitast eftir að takast á við það refsileysi sem einkennir þetta málefni. Ísland var meðal fyrstu ríkja í heiminum til að setja sér aðgerðaáætlun um framkvæmd 1325 og er ásamt fleiri aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna í hópi sem kallast vinir 1325. Hlutverk Íslands skiptir máli en því fleiri ríki sem vinna með ályktun 1325 því sterkari verður hún. Ísland setur því mikilvægt fordæmi og tekur einnig þátt í að berjast fyrir hagsmunum kvenna á átakasvæðum. Það er því ljóst að 1325 hefur gegnt lykilhlutverki í því að setja málefni kvenna á átakasvæðum á dagskrá og er starfsemi frjálsra félagasamtaka og sérstofnana Sameinuðu þjóðanna líkt og UN Women ekki síður nauðsynleg til að veita alþjóðasamfélaginu aðhald og vekja athygli á þessum málstað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þann 31. október síðastliðinn voru liðin ellefu ár frá því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun nr. 1325 um konur, frið og öryggi. Þá urðu þáttaskil í sögu öryggisráðsins en ályktunin er fyrsta viðurkenning þess á sérstöðu kvenna á átakasvæðum og mikilvægi þess að raddir þeirra fái að heyrast í ákvarðanatöku og friðaruppbyggingu. Með tilkomu 1325 svaraði öryggisráðið loks háværum kröfum kvennasamtaka og UNIFEM (nú UN Women) um að taka þurfi tillit til ólíkra hagsmuna kynjanna í stríðsátökum, en stríðsátök snerta konur og karla á mismunandi vegu. Konur eru í auknum mæli orðnar skotmörk vopnaðra hópa, en á tímum stríðsátaka eru konur mjög berskjaldaðar fyrir ofbeldi. Umhverfið einkennist þá af reiðuleysi og refsileysi, og er mörgum konum kerfisbundið nauðgað í pólitískum og hernaðarlegum tilgangi. Reynsla og upplifun kvenna af stríðsátökum er því oft gerólík reynslu karla og er þá mikilvægt að þær fái tækifæri til að taka þátt í friðarferlum því huga þarf að mismunandi þörfum, framlögum og getu karla og kvenna. Áherslur 1325 eru nokkrar. Í fyrsta lagi er lögð áhersla á mikilvægi þátttöku kvenna í ákvarðanatöku og aðgerðum sem viðhalda og stuðla að friði og öryggi sem og uppbyggingu á fyrrum átakasvæðum. Friðaruppbygging býður einnig upp á mikilvæg tækifæri til að styðja við framfarir í kynjajafnrétti og því er nauðsynlegt að konur fái eitthvað um að það segja. Í öðru lagi er lögð áhersla á að nauðsynlegum ráðstöfunum sé beitt til að vernda konur og stúlkur gegn kynbundnu ofbeldi og þá sérstaklega kynferðislegu ofbeldi. Kynferðislegt ofbeldi á átakasvæðum er útbreitt og umfangsmikið vandamál og er nauðgunum og kynferðislegum pyntingum jafnvel beitt sem vopni í stríðsátökum í hernaðarlegum tilgangi. Í þriðja lagi er lögð áhersla á innleiðingu kynjasjónarmiða í allar öryggis- og friðaraðgerðir Sameinuðu þjóðanna og jafnréttisþjálfun í friðargæslu sem veitir starfsliði friðargæsluaðgerða þekkingu til að takast á við mismunandi aðstæður og þarfir karla og kvenna. Ályktun 1325 markar einnig tímamót, en með henni hafa Sameinuðu þjóðirnar sett fram ný viðmið fyrir alþjóðasamfélagið sem leggja grunninn að bættri stöðu kvenna á átakasvæðum og er staða kvenna nú orðin að málefni friðar og öryggis í alþjóðasamfélaginu. Á þessum ellefu árum hefur 1325 þó ekki náð þeim árangri sem vonast var eftir en helst hefur verið gagnrýnt hversu hæg innleiðing hennar hefur gengið. Það er því nauðsynlegt að halda áfram að berjast fyrir bættri stöðu kvenna á átakasvæðum og halda mikilvægi 1325 á lofti, því má ekki gleyma að hún er stór sigur í réttindabaráttu kvenna og hefur hún einnig verið brautryðjandi. Nú hafa fleiri ályktanir er varða konur, frið og öryggi verið samþykktar. Sú síðasta var ályktun nr. 1960 sem samþykkt var í desember 2010, þar sem öryggisráðið ítrekar áhyggjur sínar af útbreiddri og kerfisbundinni beitingu kynferðislegs ofbeldis gegn óbreyttum borgurum í stríðsátökum og leitast eftir að takast á við það refsileysi sem einkennir þetta málefni. Ísland var meðal fyrstu ríkja í heiminum til að setja sér aðgerðaáætlun um framkvæmd 1325 og er ásamt fleiri aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna í hópi sem kallast vinir 1325. Hlutverk Íslands skiptir máli en því fleiri ríki sem vinna með ályktun 1325 því sterkari verður hún. Ísland setur því mikilvægt fordæmi og tekur einnig þátt í að berjast fyrir hagsmunum kvenna á átakasvæðum. Það er því ljóst að 1325 hefur gegnt lykilhlutverki í því að setja málefni kvenna á átakasvæðum á dagskrá og er starfsemi frjálsra félagasamtaka og sérstofnana Sameinuðu þjóðanna líkt og UN Women ekki síður nauðsynleg til að veita alþjóðasamfélaginu aðhald og vekja athygli á þessum málstað.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun