Innlent

Jónas Jónasson látinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jónas Jónasson útvarpsmaður er látinn.
Jónas Jónasson útvarpsmaður er látinn. mynd/ GVA.
Jónas Jónasson útvarpsmaður lést í gær á líknadeild Landspítalans í Kópavogi. Hann var í faðmi allrar fjölskyldu sinnar þegar hann lést. Jónas starfaði hjá Ríkisútvarpinu frá unglingsaldri og síðustu þrjá áratugi naut þáttur hans Kvöldgestir mikilla vinsælda.

Fram kemur á fréttavef RÚV að Ævar Kjartansson útvarpsmaður tók viðtal við Jónas á banabeðinum rétt áður en hann lést og verður viðtalið sent út á útsendingartíma Kvöldgesta á föstudaginn í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×