Samhjálp.is Inga Sigrún Atladóttir skrifar 13. janúar 2011 05:30 Í áramótaávarpi forsetans talaði hann um samtakamátt þjóðarinnar, samhjálp og stuðning. Mér finnst það vera afturhvarf til gilda kynslóðarinnar sem nú er að ljúka sínu ævistarfi. Ég er sammála forsetanum að á þessum gildum væri best að byggja upp framtíð landsins. En höfum við hugsað um hvernig við höfum farið með samhjálp og traust kynslóðarinnar sem þessa áratugina er að kveðja okkur? Ég á nokkra vini og ættingja úr þessari kynslóð. Þetta er fólk sem trúði því að bankinn gæti ávaxtað ævisparnaðinn, trúði því að vinalegir bankastarfsmenn væru raunverulegir vinir. Þetta er fólk sem treystir orðum annarra, lítur á handaband sem ígildi samninga, er tilbúið að lána eigur sínar og fé út á trúverðug orð. Ég á nágranna sem bráðum kemst á níræðisaldur, hann færir mér Fréttablaðið úr kassanum á hverjum morgni, lánar mér áhöld og tæki ef honum sýnist mig vanta, færir mér kartöflur og fisk í soðið. Aldrei hefur hann spurt hvað hann geti fengið í staðinn. Í stað þess er hann fullur þakklætis ef ég færi honum eitthvert smáræði. Við höfum kynnst þessu viðhorfi, of margir hafa notfært sér það og kannski litið á það sem hálfgerðan einfeldningsskap. Nú þegar sagan hefur sýnt okkur að við getum ekki byggt samfélagið upp á siðferði síðustu áratuga er látið eins og íslenska samhjálpin spretti fram rétt eins og þetta hafi bara allt saman legið í fallegum dvala. Nú kallar forsetinn eftir samhjálp og samábyrgð. En kannski hefur okkur ekki bara mistekist að byggja upp bankakerfi heldur líka mistekist að varðveita samfélag sem hlúir að þessum eignleikum, við höfum látið það viðgangast að þeir sem misnota sér traust annarra komast upp með það. Við höfum sætt okkur við að á Íslandi er enginn umboðsmaður heiðarlegra, bara rándýr lögfræðiaðstoð. Er hægt að biðja um samhjálp, traust og heiðarleika í samfélagi þar sem sagan sýnir okkur að slíkir eiginleikar borga sig ekki? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Í áramótaávarpi forsetans talaði hann um samtakamátt þjóðarinnar, samhjálp og stuðning. Mér finnst það vera afturhvarf til gilda kynslóðarinnar sem nú er að ljúka sínu ævistarfi. Ég er sammála forsetanum að á þessum gildum væri best að byggja upp framtíð landsins. En höfum við hugsað um hvernig við höfum farið með samhjálp og traust kynslóðarinnar sem þessa áratugina er að kveðja okkur? Ég á nokkra vini og ættingja úr þessari kynslóð. Þetta er fólk sem trúði því að bankinn gæti ávaxtað ævisparnaðinn, trúði því að vinalegir bankastarfsmenn væru raunverulegir vinir. Þetta er fólk sem treystir orðum annarra, lítur á handaband sem ígildi samninga, er tilbúið að lána eigur sínar og fé út á trúverðug orð. Ég á nágranna sem bráðum kemst á níræðisaldur, hann færir mér Fréttablaðið úr kassanum á hverjum morgni, lánar mér áhöld og tæki ef honum sýnist mig vanta, færir mér kartöflur og fisk í soðið. Aldrei hefur hann spurt hvað hann geti fengið í staðinn. Í stað þess er hann fullur þakklætis ef ég færi honum eitthvert smáræði. Við höfum kynnst þessu viðhorfi, of margir hafa notfært sér það og kannski litið á það sem hálfgerðan einfeldningsskap. Nú þegar sagan hefur sýnt okkur að við getum ekki byggt samfélagið upp á siðferði síðustu áratuga er látið eins og íslenska samhjálpin spretti fram rétt eins og þetta hafi bara allt saman legið í fallegum dvala. Nú kallar forsetinn eftir samhjálp og samábyrgð. En kannski hefur okkur ekki bara mistekist að byggja upp bankakerfi heldur líka mistekist að varðveita samfélag sem hlúir að þessum eignleikum, við höfum látið það viðgangast að þeir sem misnota sér traust annarra komast upp með það. Við höfum sætt okkur við að á Íslandi er enginn umboðsmaður heiðarlegra, bara rándýr lögfræðiaðstoð. Er hægt að biðja um samhjálp, traust og heiðarleika í samfélagi þar sem sagan sýnir okkur að slíkir eiginleikar borga sig ekki?
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar