Nú hefur það verið staðfest að ekkert verður spilað í NBA-deildinni fyrr en 15. desember í fyrsta lagi en leikmenn hafa ákveðið að höfða mál gegn forráðamönnum deildarinnar.
Verkbann hefur staðið yfir í NBA-deildinni síðan í sumar en leikmenn höfnuðu á dögunum tilboði eigenda félaganna í deildinni um skiptingu tekna á milli félaga og leikmanna.
Eftir að það varð ljóst er líklegt að jafnvel ekkert verði spilað í NBA-deildinni á þessu tímabili. Leikmenn hafa ákveðið að færa deiluna inn í dómskerfið og er því von á að við muni taka flókið og langt ferli.
Leikmenn fengu áður 57 prósent tekna NBA-deildarinnar en samkvæmt tillögunni sem þeir höfnuðu átti að skipta tekjunum jafnt á milli þeirra og félaganna.
Leikmenn munu fara fram á háar skaðabætur vegna þess tekjutaps sem þeir hafa orðið fyrir vegna verkbannsins.
Tveimur vikum til viðbótar aflýst í NBA - leikmenn kæra
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni
Íslenski boltinn

Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman
Íslenski boltinn



Chelsea pakkaði PSG saman
Fótbolti

Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn
Enski boltinn


Messi slær enn eitt metið
Fótbolti

