Handbolti

Þýski boltinn: Sigrar hjá Kiel og Magdeburg

Kiel er í sérflokki þessa dagana.
Kiel er í sérflokki þessa dagana.
Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel eru enn ósigraðir á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar. Kiel lagði Wetzlar, 24-28, á útivelli í kvöld.

Aron Pálmarsson komst ekki á blað hjá Kiel en Filip Jicha var markahæstur með 9 mörk. Kári Kristján Kristjánsson stóð fyrir sínu í liði Wetzlar og skoraði fimm mörk.

Björgvin Páll Gústavsson og félagar í Magdeburg unnu einnig góðan útisigur en þeir sóttu Melsungen heim. Lokatölur þar 29-35.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×