Haukar urðu í kvöld síðasta liðið til þess að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Eimskipsbikars karla er Haukarnir mörðu sigur, 17-19, á ÍBV í Eyjum.
1. deildarliðið mætti mjög beitt til leiks og leiddi með einu marki, 10-9, í leikhléi. Hart var barist í síðari hálfleik en Haukarnir sluppu með skrekkinn þökk sé Gylfa Gylfason sem fór á kostum og skoraði meira en helming marka Haukanna.
Þeir mæta Val í átta liða úrslitum en það verður stórleikur 8-liða úrslitanna.
ÍBV-Haukar 17-19 (10-9)
ÍBV: Andri Heimir Friðriksson 8, Leifur Jóhannesson 3, Theodór Sigurbjörnsson 3, Grétar Þór Eyþórsson 2, Sigurður Bragason 1.
Haukar: Gylfi Gylfason 10, Freyr Brynjarsson 2, Nemanja Malovich 2, Sveinn Þorgeirsson 2, Stefán Rafn Sigurmannsson 2, Þórður Rafn Guðmundsson 1.
Gylfi bjargaði Haukum í Eyjum
