Eygló og evran Ingimundur Gíslason skrifar 10. mars 2011 09:22 Í Fréttablaðinu 4. mars sl. lýsir Eygló Harðardóttir þingmaður Óskalandinu, þar sem sterkir stjórnmálamenn og konur stjórna efnahagsmálum og peningamálum Íslands af festu og öryggi. Í Óskalandinu fella menn ekki gengi krónunnar til að ná fram skammtímalausn á efnahagsvanda þjóðarinnar. Í Óskalandinu færa stjórnvöld ekki fjárhæðir frá einum þjóðfélagshópi til annars. En því miður. Íslendingar búa ekki í Óskalandinu. Veiklunda pólitíkusar hafa verið iðnir við að notfæra sér veikburða gjaldmiðil til þess að að ná fram skammtímamarkmiðum. Eru einhverjar líkur á því að það muni breytast? Svari hver fyrir sig. Eygló hittir naglann á höfuðið þegar hún segir að „með upptöku evru sé ábyrg stjórnun efnahagsmála jafnvel enn brýnni". Þetta er mergurinn málsins. Stór víðtækur gjaldmiðill sem nær til margra landa neyðir stjórnvöld og hagsmunasamtök til traustra langtímaaðgerða í efnahags- og peningamálum. Og saga sænsku krónunnar er ekki bara ein sólskinssaga. Nú kvarta stór útflutningsfyrirtæki yfir of sterkri krónu. Svo er það stórpólitíska hliðin á þessu máli. Þar á ég við það sem Íslendingar vilja helst ekki ræða. Eistlendingar tóku nýlega upp evru. Eistland er eitt af mörgum löndum í Evrópu þar sem fólk man hörmungar stórstyrjalda. Á Íslandi eru hvergi fjöldagrafir. Íslendingar græddu stórfé í síðustu heimsstyrjöld. Evrópusambandið og sameiginlegur gjaldmiðill er líka tæki til að reyna að koma í veg fyrir að saga Evrópu endurtaki sig hvað varðar styrjaldir og fjöldamorð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 4. mars sl. lýsir Eygló Harðardóttir þingmaður Óskalandinu, þar sem sterkir stjórnmálamenn og konur stjórna efnahagsmálum og peningamálum Íslands af festu og öryggi. Í Óskalandinu fella menn ekki gengi krónunnar til að ná fram skammtímalausn á efnahagsvanda þjóðarinnar. Í Óskalandinu færa stjórnvöld ekki fjárhæðir frá einum þjóðfélagshópi til annars. En því miður. Íslendingar búa ekki í Óskalandinu. Veiklunda pólitíkusar hafa verið iðnir við að notfæra sér veikburða gjaldmiðil til þess að að ná fram skammtímamarkmiðum. Eru einhverjar líkur á því að það muni breytast? Svari hver fyrir sig. Eygló hittir naglann á höfuðið þegar hún segir að „með upptöku evru sé ábyrg stjórnun efnahagsmála jafnvel enn brýnni". Þetta er mergurinn málsins. Stór víðtækur gjaldmiðill sem nær til margra landa neyðir stjórnvöld og hagsmunasamtök til traustra langtímaaðgerða í efnahags- og peningamálum. Og saga sænsku krónunnar er ekki bara ein sólskinssaga. Nú kvarta stór útflutningsfyrirtæki yfir of sterkri krónu. Svo er það stórpólitíska hliðin á þessu máli. Þar á ég við það sem Íslendingar vilja helst ekki ræða. Eistlendingar tóku nýlega upp evru. Eistland er eitt af mörgum löndum í Evrópu þar sem fólk man hörmungar stórstyrjalda. Á Íslandi eru hvergi fjöldagrafir. Íslendingar græddu stórfé í síðustu heimsstyrjöld. Evrópusambandið og sameiginlegur gjaldmiðill er líka tæki til að reyna að koma í veg fyrir að saga Evrópu endurtaki sig hvað varðar styrjaldir og fjöldamorð.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar