Af sýklum og starfsfólki öldrunarheimila Pétur Magnússon skrifar 10. mars 2011 09:18 Aðgát skal höfð í nærveru sálar," sagði einn íbúa Hrafnistu við mig á dögunum. Orðin féllu í kjölfar ómaklegra fullyrðinga formanns Sjúkraliðafélags Íslands í viðtali við Fréttablaðið 1. mars. Þar sparaði formaðurinn ekki stóru orðin um starfsemi öldrunarheimila á Íslandi. Í viðtalinu setur leiðtogi sjúkraliða fram fullyrðingar sem eru ýmist ónákvæmar, ómaklegar, órökstuddar eða með öllu rangar. Ekki er það ætlun mín að fara í rökræður við formann sjúkraliða á síðum fjölmiðla enda hef ég boðið honum til fundar þar sem hann getur lagt fram rökstuddar ábendingar, telji hann eitthvað geta farið betur í starfsemi Hrafnistuheimilanna. Ég tel samt nauðsynlegt að leiðrétta nokkrar rangfærslur sem koma fram í viðtalinu en önnur ummæli formannsins dæma sig sjálf."Slakar sýklavarnir eru á hjúkrunarheimilum á Íslandi" segir formaðurinn og bætir síðar við: "Bráðsmitandi Noro-veira er orðin krónískt vandamál á öldrunarstofnunum en er nú líka komin út í þjóðfélagið því ekki hefur verið passað upp á grunnreglur hreinlætis." Á Hrafnistuheimilunum starfar verkefnastjóri í sýkingavörnum samkvæmt afar nákvæmum starfsreglum meðal annars þegar grunur er um sýkingahættu. Okkar markvissu vinnuferlum hefur verið hrósað af fulltrúum Landlæknisembættisins. Noro-veiran er að sönnu bráðsmitandi, en að hún sé krónískt vandamál á öldrunarheimilum er ekki rétt. Hrafnista í Reykjavík er stærsta öldrunarheimili landsins. Þaðan eru árlega send á annað hundrað sýni til greiningar, meðal annars til að greina Noro-veiruna. Árið 2006 greindust fjögur Noro-sýni jákvæð, engin 2007, 2008 og 2009, en fjögur jákvæð 2010. Ég hef rætt við fulltrúa annarra hjúkrunarheimila og þar kannast fólk ekki heldur við að Noro-sýkingar séu krónískt vandamál. Þessi fullyrðing formannsins á því ekki við rök að styðjast. Orðrétt segir formaðurinn: "Á Hrafnistu í Hafnarfirði eru tveir starfsmenn og hlaupastelpur á vakt á vistunardeild um helgar til að hlaupa á milli þriggja hæða og sinna 140 manns, þar af 70 í hjúkrunarrýmum." Flestir heimilismenn á þeirri deild sem formaðurinn víkur að búa í dvalarrýmum, sem þarfnast færra starfsfólks en almennar hjúkrunardeildir. Á umræddri deild eru að jafnaði átta starfsmenn á vakt um helgar, þar á meðal hjúkrunarfræðingur, sjúkraliðar og félagsliðar. Í húsinu er einnig vaktmaður auk starfsfólks á öðrum deildum. Starfsheitið "hlaupa-stelpa" er ekki til á Hrafnistuheimilunum og mörg ár eru síðan hætt var að tiltaka kyn fólks í starfsheitum enda starfa bæði karlar og konur við umönnunarstörf. Orðalag formanns Sjúkraliðafélagsins lýsir hins vegar lítilsvirðingu í garð ákveðinna starfstétta, en á Hrafnistuheimilunum starfa um 780 manns í rúmlega 30 starfsgreinum."Þannig eru vaktir mannaðar að mestu ófaglærðu starfsfólki á fínustu hjúkrunarheimilum landsins, ótalandi á íslensku og með engar forsendur fyrir hreinlæti til að sinna sjúku fólki en ber sýkla á milli með löngum nöglum, skartgripum og hári langt niður fyrir augu..." Þessi fullyrðing er formanni sjúkraliða ekki til sóma. Reglur um notkun skartgripa er að finna á öllum heilbrigðisstofnunum og leiðbeiningar þess efnis frá Landlæknisembættinu. Á nýju hjúkrunarheimili Hrafnistu í Kópavogi starfa alls tæplega áttatíu manns og er meira en helmingur þeirra sérstaklega fagmenntaður á sínu sviði. Flestir hinna hafa farið á fagnámskeið stéttarfélaga sinna auk þeirrar þjálfunar sem allir starfsmenn Hrafnistu hljóta. Ég fullyrði að allir starfsmenn sem sinna umönnun á Hrafnistu í Kópavogi tala mjög fína íslensku, bæði þeir 20 sjúkraliðar sem þar starfa sem og aðrir faglærðir sem ófaglærðir. Enda er það skilyrði á Hrafnistu að þeir sem sinna umönnunarstörfum tali og skilji tungumálið. Það væri óskandi að formaður Sjúkraliðafélags Íslands gæfi sér tíma til að kynna sér starfsemi öldrunarheimila betur en raun ber vitni áður en slíkar ásakanir eru settar fram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Aðgát skal höfð í nærveru sálar," sagði einn íbúa Hrafnistu við mig á dögunum. Orðin féllu í kjölfar ómaklegra fullyrðinga formanns Sjúkraliðafélags Íslands í viðtali við Fréttablaðið 1. mars. Þar sparaði formaðurinn ekki stóru orðin um starfsemi öldrunarheimila á Íslandi. Í viðtalinu setur leiðtogi sjúkraliða fram fullyrðingar sem eru ýmist ónákvæmar, ómaklegar, órökstuddar eða með öllu rangar. Ekki er það ætlun mín að fara í rökræður við formann sjúkraliða á síðum fjölmiðla enda hef ég boðið honum til fundar þar sem hann getur lagt fram rökstuddar ábendingar, telji hann eitthvað geta farið betur í starfsemi Hrafnistuheimilanna. Ég tel samt nauðsynlegt að leiðrétta nokkrar rangfærslur sem koma fram í viðtalinu en önnur ummæli formannsins dæma sig sjálf."Slakar sýklavarnir eru á hjúkrunarheimilum á Íslandi" segir formaðurinn og bætir síðar við: "Bráðsmitandi Noro-veira er orðin krónískt vandamál á öldrunarstofnunum en er nú líka komin út í þjóðfélagið því ekki hefur verið passað upp á grunnreglur hreinlætis." Á Hrafnistuheimilunum starfar verkefnastjóri í sýkingavörnum samkvæmt afar nákvæmum starfsreglum meðal annars þegar grunur er um sýkingahættu. Okkar markvissu vinnuferlum hefur verið hrósað af fulltrúum Landlæknisembættisins. Noro-veiran er að sönnu bráðsmitandi, en að hún sé krónískt vandamál á öldrunarheimilum er ekki rétt. Hrafnista í Reykjavík er stærsta öldrunarheimili landsins. Þaðan eru árlega send á annað hundrað sýni til greiningar, meðal annars til að greina Noro-veiruna. Árið 2006 greindust fjögur Noro-sýni jákvæð, engin 2007, 2008 og 2009, en fjögur jákvæð 2010. Ég hef rætt við fulltrúa annarra hjúkrunarheimila og þar kannast fólk ekki heldur við að Noro-sýkingar séu krónískt vandamál. Þessi fullyrðing formannsins á því ekki við rök að styðjast. Orðrétt segir formaðurinn: "Á Hrafnistu í Hafnarfirði eru tveir starfsmenn og hlaupastelpur á vakt á vistunardeild um helgar til að hlaupa á milli þriggja hæða og sinna 140 manns, þar af 70 í hjúkrunarrýmum." Flestir heimilismenn á þeirri deild sem formaðurinn víkur að búa í dvalarrýmum, sem þarfnast færra starfsfólks en almennar hjúkrunardeildir. Á umræddri deild eru að jafnaði átta starfsmenn á vakt um helgar, þar á meðal hjúkrunarfræðingur, sjúkraliðar og félagsliðar. Í húsinu er einnig vaktmaður auk starfsfólks á öðrum deildum. Starfsheitið "hlaupa-stelpa" er ekki til á Hrafnistuheimilunum og mörg ár eru síðan hætt var að tiltaka kyn fólks í starfsheitum enda starfa bæði karlar og konur við umönnunarstörf. Orðalag formanns Sjúkraliðafélagsins lýsir hins vegar lítilsvirðingu í garð ákveðinna starfstétta, en á Hrafnistuheimilunum starfa um 780 manns í rúmlega 30 starfsgreinum."Þannig eru vaktir mannaðar að mestu ófaglærðu starfsfólki á fínustu hjúkrunarheimilum landsins, ótalandi á íslensku og með engar forsendur fyrir hreinlæti til að sinna sjúku fólki en ber sýkla á milli með löngum nöglum, skartgripum og hári langt niður fyrir augu..." Þessi fullyrðing er formanni sjúkraliða ekki til sóma. Reglur um notkun skartgripa er að finna á öllum heilbrigðisstofnunum og leiðbeiningar þess efnis frá Landlæknisembættinu. Á nýju hjúkrunarheimili Hrafnistu í Kópavogi starfa alls tæplega áttatíu manns og er meira en helmingur þeirra sérstaklega fagmenntaður á sínu sviði. Flestir hinna hafa farið á fagnámskeið stéttarfélaga sinna auk þeirrar þjálfunar sem allir starfsmenn Hrafnistu hljóta. Ég fullyrði að allir starfsmenn sem sinna umönnun á Hrafnistu í Kópavogi tala mjög fína íslensku, bæði þeir 20 sjúkraliðar sem þar starfa sem og aðrir faglærðir sem ófaglærðir. Enda er það skilyrði á Hrafnistu að þeir sem sinna umönnunarstörfum tali og skilji tungumálið. Það væri óskandi að formaður Sjúkraliðafélags Íslands gæfi sér tíma til að kynna sér starfsemi öldrunarheimila betur en raun ber vitni áður en slíkar ásakanir eru settar fram.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun