Ofurlaun bankastjóra og uppbygging trausts Stefán Einar Stefánsson skrifar 10. mars 2011 05:45 Nýlegar fregnir um rífleg laun bankastjóra Arionbanka hafa valdið ólgu í samfélaginu, og var þó ekki bætandi á það sem fyrir var. Að baki þeirri ólgu eru ýmsar ástæður. Nú eru til að mynda fjölmörg fyrirtæki og þúsundir Íslendinga í gjörgæslu vegna ofurskulda sem í mörgum tilfellum stökkbreyttust í kjölfar áhættuhegðunar fyrri eigenda bankans. Þá er vert að benda á að þrátt fyrir að bankinn sé nú að mestu í eigu erlendra kröfuhafa þá hefur ríkið ennþá aðkomu að innri málefnum bankans í gegnum bankasýslu ríkisins. Enn fremur skýtur það skökku við að nýlega var einstaklingum sem störfuðu við þennan sama banka sagt upp, að sögn vegna hagræðingar, en svo virðist sem að sú hagræðing hafi farið í annað en fólk átti von á. „Það mun verða satt, er vér slítum í sundur lögin, að vér munum slíta og friðinn". Þorgeir ljósvetningagoði mælti fyrir rúmlega þúsund árum svo að ef Íslendingar hefðu tvenn lög og tvo siði, þá yrði úti um friðinn í landinu. Með þessari framgöngu slítur bankinn í sundur friðinn, ekki síst vegna þess að hún gefur í skyn að á Íslandi búi tvær þjóðir, þeirra sem eiga, en eiga þó ekki neitt, og hinna sem þurfa að borga fyrir þá. Almenningur er enn í sárum eftir bankahrunið, og má ekki við frekara salti í þau sár. Er til of mikils mælst að menn haldi aftur af sér í skömmtun ofurlauna á þessum tímum? Almenningur á heimtingu á því að menn fari ekki fram úr sér í þessum efnum. Þó að eðlilegt sé að mikilli ábyrgð fylgi hærri laun, er staðreyndin sú að ofurlaunaþegar hafa sjaldnast axlað eðlilega ábyrgð þegar til kastanna hefur komið. Hafa menn ekki lært það að ofurlaun eru ekki ávísun á ábyrga framgöngu og eðlilega viðskiptahætti? Þetta er í engu tilliti spurning um öfund heldur réttsýni gagnvart samfélagi þar sem margir eiga svo sárlega um sárt að binda. Ef okkur á að takast að byggja upp traust í þessu landi að nýju. Verða allir þeir sem vettlingi geta valdið að leggja sín lóð á vogarskálarnar. Ábyrg framganga, hvort sem það er á vettvangi fyrirtækja, félagasamtaka eða í fjölmiðlum, skiptir höfuðmáli í þessu sambandi. Nú verður hver og einn að líta inná við og spyrja: hvert getur mitt framlag orðið til endurreisnar íslensks samfélags? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Halldór 27.12.2025 skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Nýlegar fregnir um rífleg laun bankastjóra Arionbanka hafa valdið ólgu í samfélaginu, og var þó ekki bætandi á það sem fyrir var. Að baki þeirri ólgu eru ýmsar ástæður. Nú eru til að mynda fjölmörg fyrirtæki og þúsundir Íslendinga í gjörgæslu vegna ofurskulda sem í mörgum tilfellum stökkbreyttust í kjölfar áhættuhegðunar fyrri eigenda bankans. Þá er vert að benda á að þrátt fyrir að bankinn sé nú að mestu í eigu erlendra kröfuhafa þá hefur ríkið ennþá aðkomu að innri málefnum bankans í gegnum bankasýslu ríkisins. Enn fremur skýtur það skökku við að nýlega var einstaklingum sem störfuðu við þennan sama banka sagt upp, að sögn vegna hagræðingar, en svo virðist sem að sú hagræðing hafi farið í annað en fólk átti von á. „Það mun verða satt, er vér slítum í sundur lögin, að vér munum slíta og friðinn". Þorgeir ljósvetningagoði mælti fyrir rúmlega þúsund árum svo að ef Íslendingar hefðu tvenn lög og tvo siði, þá yrði úti um friðinn í landinu. Með þessari framgöngu slítur bankinn í sundur friðinn, ekki síst vegna þess að hún gefur í skyn að á Íslandi búi tvær þjóðir, þeirra sem eiga, en eiga þó ekki neitt, og hinna sem þurfa að borga fyrir þá. Almenningur er enn í sárum eftir bankahrunið, og má ekki við frekara salti í þau sár. Er til of mikils mælst að menn haldi aftur af sér í skömmtun ofurlauna á þessum tímum? Almenningur á heimtingu á því að menn fari ekki fram úr sér í þessum efnum. Þó að eðlilegt sé að mikilli ábyrgð fylgi hærri laun, er staðreyndin sú að ofurlaunaþegar hafa sjaldnast axlað eðlilega ábyrgð þegar til kastanna hefur komið. Hafa menn ekki lært það að ofurlaun eru ekki ávísun á ábyrga framgöngu og eðlilega viðskiptahætti? Þetta er í engu tilliti spurning um öfund heldur réttsýni gagnvart samfélagi þar sem margir eiga svo sárlega um sárt að binda. Ef okkur á að takast að byggja upp traust í þessu landi að nýju. Verða allir þeir sem vettlingi geta valdið að leggja sín lóð á vogarskálarnar. Ábyrg framganga, hvort sem það er á vettvangi fyrirtækja, félagasamtaka eða í fjölmiðlum, skiptir höfuðmáli í þessu sambandi. Nú verður hver og einn að líta inná við og spyrja: hvert getur mitt framlag orðið til endurreisnar íslensks samfélags?
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar