Nýsköpun alls staðar Orri Hauksson skrifar 10. mars 2011 05:45 Djúp lægð er í vissum atvinnugreinum á Íslandi. Aðrar greinar eru í blóma, en ná einfaldlega ekki að vaxa eins hratt og þær vilja. Ástæðan er sú að ekki finnst nægt starfsfólk við hæfi á Íslandi. Þó eru um 14 þúsund manns án atvinnu, með tilheyrandi samfélagstjóni. Við þetta sára ójafnvægi má ekki búa. Markvisst átak þarf til langs tíma til að rétta af hallann, í samstarfi atvinnulífs, menntakerfis og stjórnvalda. Tækifæri er til að nýta betur fjármagn, mannauð og skólahúsnæði, öllum til heilla. Um leið er brýn þörf á samdrætti í útgjöldum hins opinbera. Þegar hefur verið gengið alltof langt í skattheimtu og frekari skuldasöfnun er ekki valkostur. En þörfin fyrir ráðdeild er ekki bara kvöð, heldur líka tækifæri. Breytingar má nýta til að láta af gömlum ósiðum, endurskoða aðferðir og bæta meðhöndlun skattfjár. Skerpa þarf vinnubrögð á flestum sviðum, s.s. í ríkisfjármálum, menntamálum, vinnumarkaðsmálum og peningamálum. Svokallað klasasamstarf fyrirtækja, stofnana og menntakerfis, er kjörin leið til að þróa nýjar lausnir og vinnubrögð hjá hinu opinbera. Sé rétt að verki staðið sparar það fé til langs tíma, án þess að koma niður á þjónustu. Beina þarf opinberu þróunarfé sem mest úr opinberum stofnanafarvegi í samkeppnisfyrirkomulag eins og Tækniþróunarsjóður rekur. Í slíku þróunarsamstarfi fyrirtækja og hins opinbera geta jafnframt orðið til hugverk og nýjar lausnir sem fyrirtækin geta nýtt til útflutnings. Það var meðal annars í þessu ljósi sem Samtök iðnaðarins blésu til átaks seint á síðasta ári sem kallast Ár nýsköpunar. Markmiðið er kynna og efla nýsköpun sem leið til endurreisnar í íslensku atvinnulífi, með verðmætasköpun og aukinn útflutning að leiðarljósi. Iðnþing 2011 er helgað þessu átaki. Helsta viðfangsefnið er að vinna á markvissan hátt að bættum starfsskilyrðum og stuðningsumhverfi nýsköpunar í fyrirtækjum, og einskorðast ekki við tæknivæddustu fyrirtækin, heldur ekki síður þroskaðar atvinnugreinar sem þurfa að halda sér síungum. Leið okkar út úr kreppunni felst í því að skapa aukin verðmæti, framleiða betri vörur og þjónustu. Til þess þarf ekki síst nýsköpun í hugarfarinu, en láta af þeirri kreppu hugans, sem hér hefur ráðið of lengi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Djúp lægð er í vissum atvinnugreinum á Íslandi. Aðrar greinar eru í blóma, en ná einfaldlega ekki að vaxa eins hratt og þær vilja. Ástæðan er sú að ekki finnst nægt starfsfólk við hæfi á Íslandi. Þó eru um 14 þúsund manns án atvinnu, með tilheyrandi samfélagstjóni. Við þetta sára ójafnvægi má ekki búa. Markvisst átak þarf til langs tíma til að rétta af hallann, í samstarfi atvinnulífs, menntakerfis og stjórnvalda. Tækifæri er til að nýta betur fjármagn, mannauð og skólahúsnæði, öllum til heilla. Um leið er brýn þörf á samdrætti í útgjöldum hins opinbera. Þegar hefur verið gengið alltof langt í skattheimtu og frekari skuldasöfnun er ekki valkostur. En þörfin fyrir ráðdeild er ekki bara kvöð, heldur líka tækifæri. Breytingar má nýta til að láta af gömlum ósiðum, endurskoða aðferðir og bæta meðhöndlun skattfjár. Skerpa þarf vinnubrögð á flestum sviðum, s.s. í ríkisfjármálum, menntamálum, vinnumarkaðsmálum og peningamálum. Svokallað klasasamstarf fyrirtækja, stofnana og menntakerfis, er kjörin leið til að þróa nýjar lausnir og vinnubrögð hjá hinu opinbera. Sé rétt að verki staðið sparar það fé til langs tíma, án þess að koma niður á þjónustu. Beina þarf opinberu þróunarfé sem mest úr opinberum stofnanafarvegi í samkeppnisfyrirkomulag eins og Tækniþróunarsjóður rekur. Í slíku þróunarsamstarfi fyrirtækja og hins opinbera geta jafnframt orðið til hugverk og nýjar lausnir sem fyrirtækin geta nýtt til útflutnings. Það var meðal annars í þessu ljósi sem Samtök iðnaðarins blésu til átaks seint á síðasta ári sem kallast Ár nýsköpunar. Markmiðið er kynna og efla nýsköpun sem leið til endurreisnar í íslensku atvinnulífi, með verðmætasköpun og aukinn útflutning að leiðarljósi. Iðnþing 2011 er helgað þessu átaki. Helsta viðfangsefnið er að vinna á markvissan hátt að bættum starfsskilyrðum og stuðningsumhverfi nýsköpunar í fyrirtækjum, og einskorðast ekki við tæknivæddustu fyrirtækin, heldur ekki síður þroskaðar atvinnugreinar sem þurfa að halda sér síungum. Leið okkar út úr kreppunni felst í því að skapa aukin verðmæti, framleiða betri vörur og þjónustu. Til þess þarf ekki síst nýsköpun í hugarfarinu, en láta af þeirri kreppu hugans, sem hér hefur ráðið of lengi.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar