Eru allir að hlusta og lesa blað allra landsmanna? Bjarni Ákason skrifar 6. desember 2011 06:00 Neytendastofa úrskurðaði nýlega að fyrirtækið epli.is skyldi greiða stjórnvaldssekt að upphæð 1,5 milljónir króna fyrir að blekkja neytendur með all svakalegum hætti. Skal nú gerð grein fyrir þessum alvarlegu blekkingum: Fyrir rúmu ári birti epli.is auglýsingu í dagblöðum þar sem sagt var frá því að Apple-tölvur væru ekki með vírusa. Þetta byggir á þeirri einföldu staðreynd að fyrirtækið hefur ekki, eftir margra ára starfsemi, fengið vélar til viðgerðar þar sem vírusa hefur verið að finna. Stjórnendur fyrirtækisins töldu sig vera í fullum rétti til að segja frá þessu. Þess má einnig geta að á heimasíðu framleiðanda er fullyrt að enga PC-vírusa sé að finna í Apple-tölvum (það er löngu viðurkennd málvenja í íslenskum tölvuheimum að tala um vírusa (en ekki PC-vírusa) þegar kemur að tölvum, enda er þetta sama tóbakið). Mér vitanlega hefur eftirlitsbatteríið í heimalandi Apple ekki fett fingur út í þessa staðhæfingu sem þó hefur verið haldið á lofti svo árum skiptir. Í kjölfar þessara auglýsinga fengu stjórnendur epli.is ábendingu frá Neytendastofu um að ekki mætti benda á þetta. Í stað þess að standa í þrefi við pirraða ríkisstofnun (sem hefur greinilega alltof lítið að gera, en stuðlar með ráðum og dáð að eflingu eftirlitssamfélagsins með sínum boðum og bönnum) ákvað fyrirtækið að hætta birtingu þessara auglýsinga. Epli.is ákvað í stað þess að ráðast í gerð ímyndarauglýsinga þar sem landsþekkt fólk var valið til að koma fram vegna heilbrigðra lifnaðarhátta þess. Í auglýsingunum lýsti þetta fólk heilbrigði sínu með eftirfarandi hætti: „Ég er eiginlega bara búin að gleyma því hvernig það er að vera slappur og stressaður. Ég er bara alltaf í lagi svona eins og Apple-tölva.“ „Ég reyni að lifa ofsalega heilbrigðu lífi. Ég læt helst ekkert ofan í mig nema það sé bara ávextir og grænmeti, lífrænt, makróbíótískt, bíódínamískt, vegan, blessað, enda ég fæ aldrei neinar pestir. Enga vírusa.“ „Ég heiti Gunnar og er bardagaíþróttamaður. Ég æfi, borða hollan mat og reyni að vera í eins fullkomnu formi og ég get. Ekkert rugl og engir vírusar.“ Þessar auglýsingar höfðu verið í umferð í tæpt ár þegar Neytendastofa ákvað að í birtingu þeirra fælist ítrekað brot og einbeittur vilji til að blekkja neytendur og sektaði fyrirtækið um 1,5 milljónir króna sem áður segir. Epli.is hefur að sjálfsögðu áfrýjað þessari undarlegu ákvörðun Neytendastofu. Og af hverju skyldi þessi ákvörðun teljast undarleg? Jú, í ljósi þess að í ljósvaka- og prentmiðlum má oft sjá og heyra fullyrðingar í auglýsingum sem ekki er innistæða fyrir ef grannt er skoðað. Skoðum nokkur dæmi:Reglulega glymja auglýsingar á neytendum um að hin eða þessi verslunin selji tilteknar vörur „tax free“. Með þessu er gefið í skyn að varan sé seld án skatta og þá líklega án virðisaukaskatts. Kæranda er ekki kunnugt um neina þá vöru sem viðkomandi verslanir selja án virðisaukaskatts. Þó bregður svo við að Neytendastofa ákvað með úrskurði sínum frá 15. júlí í sumar að ekki væri ástæða til að bregðast við notkun verslana á þessu hugtaki. Þær mega sem sagt halda fram ósannindum í auglýsingum sínum. Það er greinilega sitthvað Jón og séra Jón. Um þessar mundir heyrist á öldum ljósvakans að menn geti öðlast „Líkama fyrir lífið“ taki þeir þátt í sex vikna líkamsræktarnámskeiði. Sennilega vita flestir að það tekur gott betur en sex vikur að ná sér í gott form og að viðhald þess er lífstíðarverkefni en ekki sex vikna skorpuvinna. Bifreiðaumboð hér í bæ auglýsir reglulega að það sé „öruggur staður til að vera á“. Algerlega er ómögulegt að skilja hvers vegna bílaumboð getur verið öruggur staður til að vera á. Eiga neytendur að halda að viðkomandi umboð veiti þeim skjól í náttúruhamförum. Leita menn skjóls í húsi umboðsins verði jarðskjálfti? Á tiltekinni útvarpsstöð sem nú heldur upp á aldarfjórðungsafmæli sitt er því reglulega haldið fram að allir hlusti á stöðina („…allir eru að hlusta“). Engar mælingar, ekki nokkur einasta, sýna slíka hlustun svo vitað sé. Á Suðurlandsbraut hangir uppi skilti frá símafyrirtæki þar sem fullyrt er að þú ráðir hvað þú borgir. Þetta er náttúrlega firra, fólk ræður ekki hvað það borgar fyrir vörur eða þjónustu sem það hefur keypt. Má ég borga 5-kall? Íslenskt dagblað hefur um margra áratuga skeið auglýst að það sé „blað allra landsmanna“. Blaðið hefur samt aldrei verið blað allra landsmanna. Svona gæti ég haldið áfram út í hið óendanlega. Vilji Neytendastofa halda áfram að fitna eins og púkinn á fjósbitanum sem óneitanlega er hræðileg en þó raunhæf framtíðarsýn í þjóðfélagi sem hratt og örugglega stefnir í þá átt að verða Eftirlitssamfélag, er af nægu að taka. Ég gæti komið í kaffi til ykkar einu sinni í viku og séð ykkur fyrir verkefnum. Mér finnst það óspennandi hugmynd, en hvað gerir maður ekki til að þjóna samfélaginu. Hafi maður sagt A, þá verður maður að segja B, ekki satt? Það gengur ekki upp í lýðræðisríki að taka menn og fyrirtæki fyrir handahófskennt. Það verða allir að sitja við sama borð og lúta sömu reglum. Er ekki svo kæra Neytendastofa? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Neytendastofa úrskurðaði nýlega að fyrirtækið epli.is skyldi greiða stjórnvaldssekt að upphæð 1,5 milljónir króna fyrir að blekkja neytendur með all svakalegum hætti. Skal nú gerð grein fyrir þessum alvarlegu blekkingum: Fyrir rúmu ári birti epli.is auglýsingu í dagblöðum þar sem sagt var frá því að Apple-tölvur væru ekki með vírusa. Þetta byggir á þeirri einföldu staðreynd að fyrirtækið hefur ekki, eftir margra ára starfsemi, fengið vélar til viðgerðar þar sem vírusa hefur verið að finna. Stjórnendur fyrirtækisins töldu sig vera í fullum rétti til að segja frá þessu. Þess má einnig geta að á heimasíðu framleiðanda er fullyrt að enga PC-vírusa sé að finna í Apple-tölvum (það er löngu viðurkennd málvenja í íslenskum tölvuheimum að tala um vírusa (en ekki PC-vírusa) þegar kemur að tölvum, enda er þetta sama tóbakið). Mér vitanlega hefur eftirlitsbatteríið í heimalandi Apple ekki fett fingur út í þessa staðhæfingu sem þó hefur verið haldið á lofti svo árum skiptir. Í kjölfar þessara auglýsinga fengu stjórnendur epli.is ábendingu frá Neytendastofu um að ekki mætti benda á þetta. Í stað þess að standa í þrefi við pirraða ríkisstofnun (sem hefur greinilega alltof lítið að gera, en stuðlar með ráðum og dáð að eflingu eftirlitssamfélagsins með sínum boðum og bönnum) ákvað fyrirtækið að hætta birtingu þessara auglýsinga. Epli.is ákvað í stað þess að ráðast í gerð ímyndarauglýsinga þar sem landsþekkt fólk var valið til að koma fram vegna heilbrigðra lifnaðarhátta þess. Í auglýsingunum lýsti þetta fólk heilbrigði sínu með eftirfarandi hætti: „Ég er eiginlega bara búin að gleyma því hvernig það er að vera slappur og stressaður. Ég er bara alltaf í lagi svona eins og Apple-tölva.“ „Ég reyni að lifa ofsalega heilbrigðu lífi. Ég læt helst ekkert ofan í mig nema það sé bara ávextir og grænmeti, lífrænt, makróbíótískt, bíódínamískt, vegan, blessað, enda ég fæ aldrei neinar pestir. Enga vírusa.“ „Ég heiti Gunnar og er bardagaíþróttamaður. Ég æfi, borða hollan mat og reyni að vera í eins fullkomnu formi og ég get. Ekkert rugl og engir vírusar.“ Þessar auglýsingar höfðu verið í umferð í tæpt ár þegar Neytendastofa ákvað að í birtingu þeirra fælist ítrekað brot og einbeittur vilji til að blekkja neytendur og sektaði fyrirtækið um 1,5 milljónir króna sem áður segir. Epli.is hefur að sjálfsögðu áfrýjað þessari undarlegu ákvörðun Neytendastofu. Og af hverju skyldi þessi ákvörðun teljast undarleg? Jú, í ljósi þess að í ljósvaka- og prentmiðlum má oft sjá og heyra fullyrðingar í auglýsingum sem ekki er innistæða fyrir ef grannt er skoðað. Skoðum nokkur dæmi:Reglulega glymja auglýsingar á neytendum um að hin eða þessi verslunin selji tilteknar vörur „tax free“. Með þessu er gefið í skyn að varan sé seld án skatta og þá líklega án virðisaukaskatts. Kæranda er ekki kunnugt um neina þá vöru sem viðkomandi verslanir selja án virðisaukaskatts. Þó bregður svo við að Neytendastofa ákvað með úrskurði sínum frá 15. júlí í sumar að ekki væri ástæða til að bregðast við notkun verslana á þessu hugtaki. Þær mega sem sagt halda fram ósannindum í auglýsingum sínum. Það er greinilega sitthvað Jón og séra Jón. Um þessar mundir heyrist á öldum ljósvakans að menn geti öðlast „Líkama fyrir lífið“ taki þeir þátt í sex vikna líkamsræktarnámskeiði. Sennilega vita flestir að það tekur gott betur en sex vikur að ná sér í gott form og að viðhald þess er lífstíðarverkefni en ekki sex vikna skorpuvinna. Bifreiðaumboð hér í bæ auglýsir reglulega að það sé „öruggur staður til að vera á“. Algerlega er ómögulegt að skilja hvers vegna bílaumboð getur verið öruggur staður til að vera á. Eiga neytendur að halda að viðkomandi umboð veiti þeim skjól í náttúruhamförum. Leita menn skjóls í húsi umboðsins verði jarðskjálfti? Á tiltekinni útvarpsstöð sem nú heldur upp á aldarfjórðungsafmæli sitt er því reglulega haldið fram að allir hlusti á stöðina („…allir eru að hlusta“). Engar mælingar, ekki nokkur einasta, sýna slíka hlustun svo vitað sé. Á Suðurlandsbraut hangir uppi skilti frá símafyrirtæki þar sem fullyrt er að þú ráðir hvað þú borgir. Þetta er náttúrlega firra, fólk ræður ekki hvað það borgar fyrir vörur eða þjónustu sem það hefur keypt. Má ég borga 5-kall? Íslenskt dagblað hefur um margra áratuga skeið auglýst að það sé „blað allra landsmanna“. Blaðið hefur samt aldrei verið blað allra landsmanna. Svona gæti ég haldið áfram út í hið óendanlega. Vilji Neytendastofa halda áfram að fitna eins og púkinn á fjósbitanum sem óneitanlega er hræðileg en þó raunhæf framtíðarsýn í þjóðfélagi sem hratt og örugglega stefnir í þá átt að verða Eftirlitssamfélag, er af nægu að taka. Ég gæti komið í kaffi til ykkar einu sinni í viku og séð ykkur fyrir verkefnum. Mér finnst það óspennandi hugmynd, en hvað gerir maður ekki til að þjóna samfélaginu. Hafi maður sagt A, þá verður maður að segja B, ekki satt? Það gengur ekki upp í lýðræðisríki að taka menn og fyrirtæki fyrir handahófskennt. Það verða allir að sitja við sama borð og lúta sömu reglum. Er ekki svo kæra Neytendastofa?
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun