Tengslaþörf komin á dagskrá Sæunn Kjartansdóttir skrifar 11. maí 2011 07:00 Í grein í Fréttablaðinu 3. maí vekur Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra athygli á góðum árangri Íslendinga í mæðravernd og ungbarnaeftirliti. Hvergi í heiminum er dánartíðni ungbarna lægri en hér. Þetta er ekki sjálfsagður hlutur þegar haft er í huga að 40% barna sem deyja í heiminum innan fimm ára aldurs eru yngri en fjögurra vikna gömul. Í þessu samhengi hvetur ráðherra okkur til að styrkja þróunarlöndin til að efla mennta- og heilbrigðiskerfi sitt og búa þannig mæðrum og börnum betri lífsskilyrði. Í samanburði við þróunarlöndin hafa íslenskar mæður og börn ekki ástæðu til að kvarta. Íslenskt heilbrigðisstarfsfólk veit upp á hár hvað þarf til að koma barni lifandi í heiminn og gerir allt sem í mannlegu valdi stendur til að halda móður og barni á lífi. Ef við berum okkur hins vegar saman við nágrannalöndin er ljóst að við stöndum þeim langt að baki í heilbrigðisþjónustu við börn yngri en fimm ára og foreldra þeirra. Eins og í þróunarlöndunum stafar slæleg staða okkar að stórum hluta af þekkingar- og menntunarskorti. Þótt nokkuð hafi miðað í framfaraátt á undanförnum árum er þekking á tilfinningalegum þörfum ungbarna enn í skötulíki. Við tökum alls ekki nægilegt mið af tengslaþörf ungra barna og gefum því takmarkaðan gaum hversu mikil áhrif viðmót fullorðinna hefur á sjálfsmynd barna og heilsu. Rannsóknir í taugavísindum hafa sýnt að örugg og ánægjuleg tengsl við þá sem annast barnið byggja upp þann hluta barnsheilans sem sér um samskipti og félagslega færni þegar fram líða stundir. Aftur á móti valda óviðeigandi og ófyrirsjáanleg viðbrögð ungum börnum mikilli streitu sem getur dregið úr vexti heilans, veikt ónæmiskerfið og valdið margvíslegum þroska- og heilsufarsvanda fram á fullorðinsár. Í nýlegum sjónvarpsþætti á RÚV, „Villtar mæður og afkvæmi þeirra“, sagði David Attenborough að mæður spendýra gæfu börnum sínum ekkert dýrmætara en tíma. Mannabörn eru ekkert öðruvísi en önnur spendýr hvað þetta varðar. Þau þarfnast tíma sinna nánustu. Börn þurfa sárlega á því að halda að foreldrar sýni þeim umhyggju og áhuga og bregðist við þörfum þeirra jafnt og þétt. Flest börn eru svo lánsöm að eiga foreldra og fjölskyldu sem uppfylla þessar þarfir. Önnur eiga foreldra sem þurfa stuðning til þess að geta sett þarfir þeirra í forgang, ýmist í formi fræðslu, hagnýtrar aðstoðar eða sérhæfðrar meðferðar. Þarna þarf að efla okkar annars ágæta velferðar- og menntakerfi. Bæta þarf menntun á heilbrigðissviði, breyta áherslum í heilsugæslu og vekja almenning og ráðamenn til vitundar um að viðvarandi streita ungra barna er ekki síðri ógn við heilsu þeirra en vannæring. Dagana 10.-14. maí munu Kiwanis-samtökin standa fyrir sölu K-lykilsins og verður hluta ágóðans varið til þess að byggja upp Miðstöð foreldra og barna. Miðstöðinni er ætlað að fylla í tómarúm í íslensku heilbrigðiskerfi með því að veita meðferð þeim foreldrum sem eiga í erfiðleikum með að tengjast ungum börnum sínum, t.d. vegna áfalla, þunglyndis eða annars geðheilsuvanda. Það hefur reynst þungur róður að koma slíkri starfsemi á laggirnar, en í framtíðinni hlýtur geðheilbrigðisþjónusta við ung börn og foreldra að verða jafn sjálfsagður hlutur og hefðbundin mæðravernd og ungbarnaeftirlit. Við sem stöndum að Miðstöð foreldra og barna teljum löngu tímabært að bæta þjónustu við þennan hóp. Okkur finnst óverjandi að ung börn og foreldrar í bráðum vanda séu látin bíða lengur eftir að það kvikni á perunni hjá stjórnmálamönnum. Þess vegna leitum við liðsinnis almennings. Sem samfélag höfum við náð að tryggja að sem flest börn fæðist lifandi. Nú þurfum við að taka höndum saman og hlúa að tilfinningalegum þörfum barna, draga úr streituvöldum og leggja með því grunn að farsæld í lífi þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Í grein í Fréttablaðinu 3. maí vekur Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra athygli á góðum árangri Íslendinga í mæðravernd og ungbarnaeftirliti. Hvergi í heiminum er dánartíðni ungbarna lægri en hér. Þetta er ekki sjálfsagður hlutur þegar haft er í huga að 40% barna sem deyja í heiminum innan fimm ára aldurs eru yngri en fjögurra vikna gömul. Í þessu samhengi hvetur ráðherra okkur til að styrkja þróunarlöndin til að efla mennta- og heilbrigðiskerfi sitt og búa þannig mæðrum og börnum betri lífsskilyrði. Í samanburði við þróunarlöndin hafa íslenskar mæður og börn ekki ástæðu til að kvarta. Íslenskt heilbrigðisstarfsfólk veit upp á hár hvað þarf til að koma barni lifandi í heiminn og gerir allt sem í mannlegu valdi stendur til að halda móður og barni á lífi. Ef við berum okkur hins vegar saman við nágrannalöndin er ljóst að við stöndum þeim langt að baki í heilbrigðisþjónustu við börn yngri en fimm ára og foreldra þeirra. Eins og í þróunarlöndunum stafar slæleg staða okkar að stórum hluta af þekkingar- og menntunarskorti. Þótt nokkuð hafi miðað í framfaraátt á undanförnum árum er þekking á tilfinningalegum þörfum ungbarna enn í skötulíki. Við tökum alls ekki nægilegt mið af tengslaþörf ungra barna og gefum því takmarkaðan gaum hversu mikil áhrif viðmót fullorðinna hefur á sjálfsmynd barna og heilsu. Rannsóknir í taugavísindum hafa sýnt að örugg og ánægjuleg tengsl við þá sem annast barnið byggja upp þann hluta barnsheilans sem sér um samskipti og félagslega færni þegar fram líða stundir. Aftur á móti valda óviðeigandi og ófyrirsjáanleg viðbrögð ungum börnum mikilli streitu sem getur dregið úr vexti heilans, veikt ónæmiskerfið og valdið margvíslegum þroska- og heilsufarsvanda fram á fullorðinsár. Í nýlegum sjónvarpsþætti á RÚV, „Villtar mæður og afkvæmi þeirra“, sagði David Attenborough að mæður spendýra gæfu börnum sínum ekkert dýrmætara en tíma. Mannabörn eru ekkert öðruvísi en önnur spendýr hvað þetta varðar. Þau þarfnast tíma sinna nánustu. Börn þurfa sárlega á því að halda að foreldrar sýni þeim umhyggju og áhuga og bregðist við þörfum þeirra jafnt og þétt. Flest börn eru svo lánsöm að eiga foreldra og fjölskyldu sem uppfylla þessar þarfir. Önnur eiga foreldra sem þurfa stuðning til þess að geta sett þarfir þeirra í forgang, ýmist í formi fræðslu, hagnýtrar aðstoðar eða sérhæfðrar meðferðar. Þarna þarf að efla okkar annars ágæta velferðar- og menntakerfi. Bæta þarf menntun á heilbrigðissviði, breyta áherslum í heilsugæslu og vekja almenning og ráðamenn til vitundar um að viðvarandi streita ungra barna er ekki síðri ógn við heilsu þeirra en vannæring. Dagana 10.-14. maí munu Kiwanis-samtökin standa fyrir sölu K-lykilsins og verður hluta ágóðans varið til þess að byggja upp Miðstöð foreldra og barna. Miðstöðinni er ætlað að fylla í tómarúm í íslensku heilbrigðiskerfi með því að veita meðferð þeim foreldrum sem eiga í erfiðleikum með að tengjast ungum börnum sínum, t.d. vegna áfalla, þunglyndis eða annars geðheilsuvanda. Það hefur reynst þungur róður að koma slíkri starfsemi á laggirnar, en í framtíðinni hlýtur geðheilbrigðisþjónusta við ung börn og foreldra að verða jafn sjálfsagður hlutur og hefðbundin mæðravernd og ungbarnaeftirlit. Við sem stöndum að Miðstöð foreldra og barna teljum löngu tímabært að bæta þjónustu við þennan hóp. Okkur finnst óverjandi að ung börn og foreldrar í bráðum vanda séu látin bíða lengur eftir að það kvikni á perunni hjá stjórnmálamönnum. Þess vegna leitum við liðsinnis almennings. Sem samfélag höfum við náð að tryggja að sem flest börn fæðist lifandi. Nú þurfum við að taka höndum saman og hlúa að tilfinningalegum þörfum barna, draga úr streituvöldum og leggja með því grunn að farsæld í lífi þeirra.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar