Erlent

Suu Kyi býður sig fram í Mjanmar

Aung San Suu Kyi hlaut friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu sína árið 1991.
Aung San Suu Kyi hlaut friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu sína árið 1991. Mynd/AFP
Ríkisstjórn Mjanmar (Búrma) hefur boðað til aukakosninga til að fylla þingsæti sem hafa losnað síðan síðustu kosningar voru haldnar. Þjóðarhetjan og friðarsinnin Aung San Suu Kyi og flokkur hennar hyggjast bjóða sig fram.

Slagurinn stendur um 48 þingsæti, sem losnuðu eftir að þingmenn voru gerðir að embættismönnum eða ráðuneytisstarfsmönnum.

Suu Kyi hunsaði síðustu kosningar vegna reglna sem meðal annars komu í veg fyrir að hún gæti sjálf boðið sig fram. Ríkisstjórnin hefur nú aflétt þessum reglum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×