Rómantísk jól Sr. Þórhallur Heimisson skrifar 23. desember 2011 06:00 Rómantík er eitthvað sem flestir þrá svona innst inni þó sumir telji sig of mikil hörkutól til að viðurkenna það fyrir öðrum. Rómantíkin felur í sér eitthvað gott, einhverja sælu, einhverja hamingju sem gefur lífinu gildi. En því miður þá leyfum við rómantíkinni allt of sjaldan að blómstra í lífi okkar. Og þess vegna förum við allt of oft á mis við hamingjuna og sæluna sem rómantíkin gefur okkur. Rómantíkin er látin bíða framtíðarinnar á meðan við látum okkur dreyma um betri tíð með blóm og rómantík í haga, sæta langa sæludaga. Það er staðreynd að mörg hjón hér á Íslandi lenda í erfiðleikum í sínu hjónabandi á lífsleiðinni. Sumum pörum tekst að vinna úr þessum erfiðleikum og nota reynsluna til að styrkja sambúðina. Önnur draga erfiðleikarnir til sambúðarslita. Erfiðleikarnir geta verið margvíslegir. Oft er það svo að of margar stundir hverfa í annríki daganna. Til að bæta upp hamingjuleysi, þreytu og stress grípa margir til flöskunnar. Áfengið kemur í stað rómantíkurinnar hjá pörum sem aldrei hafa gefið sér tíma til að rækta ástina. Áfengisneyslan bætist þá ofan á önnur vandamál sem íþyngja fjölskyldunni og eykur þreytuna og lífsleiðann. Ætli það séu ekki mörg börn sem kvíða helgum aðventunnar þegar drykkjan tekur völdin í lífi fjölskyldunnar? Ég er að velta því fyrir mér hvort ekki væri hægt fyrir þau pör sem eiga í erfiðleikum í sinni sambúð að nota tækifærið þessi jólin og áramótin til að gera hlutina öðruvísi en venjulega. Hvernig væri að einsetja sér að gera jólin og áramótin rómantísk fyrir alla fjölskylduna? Einhverjum þykir kannski ómögulegt að koma rómantíkinni að á hátíðunum þegar stressið er allt að færa í kaf. Sérstaklega ef lítið hefur farið fyrir henni að undanförnu. En það er ekki eins erfitt og margir halda. Fyrsta skrefið er að taka ákvörðun um að forgangsraða á nýjan hátt. Jólin búa yfir öllu því sem til þarf að styrkja og efla sambandið, friði, kertaljósum, góðum mat og ást. Það er að segja, ef við látum ekki allan æsinginn í kringum okkur spilla fyrir okkur jólafriðnum og ræna frá okkur tímanum. Og ef við látum ekki áfengið taka völdin á hátíðinni. Sumir telja sér reyndar trú um að þeir geti ekki gefið rómantíkinni lausan tauminn nema áfengi sé notað til þess að brjóta niður einhverja múra. En áfengi er mesti óvinur ástarinnar. Og ef ástin er í molum er heimilislífið í molum. Á mörgum heimilum ógnar áfengisneysla jólafriðnum, því áfengið er notað sem flóttaleið frá vandanum sem býr undir niðri. Það er því best að láta drykkina eiga sig og gefa rómantíkinni tækifæri til að blómstra af fúsum og frjálsum vilja. Það er svo ekki nóg að annað ykkar taki ákvörðun um að forgangsraða upp á nýtt. Þið þurfið bæði að vera á sama máli, vera samstiga. Hver veit, ef vel tekst til, þá geta einmitt þessi jól orðið upphafið að nýju og farsælu ástarævintýri í ykkar sambandi. Og þetta verður örugglega besta jólagjöf barnanna ykkar. Vitið þið til. Gleðileg, rómantísk og áfengislaus jól – og áramót. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Rómantík er eitthvað sem flestir þrá svona innst inni þó sumir telji sig of mikil hörkutól til að viðurkenna það fyrir öðrum. Rómantíkin felur í sér eitthvað gott, einhverja sælu, einhverja hamingju sem gefur lífinu gildi. En því miður þá leyfum við rómantíkinni allt of sjaldan að blómstra í lífi okkar. Og þess vegna förum við allt of oft á mis við hamingjuna og sæluna sem rómantíkin gefur okkur. Rómantíkin er látin bíða framtíðarinnar á meðan við látum okkur dreyma um betri tíð með blóm og rómantík í haga, sæta langa sæludaga. Það er staðreynd að mörg hjón hér á Íslandi lenda í erfiðleikum í sínu hjónabandi á lífsleiðinni. Sumum pörum tekst að vinna úr þessum erfiðleikum og nota reynsluna til að styrkja sambúðina. Önnur draga erfiðleikarnir til sambúðarslita. Erfiðleikarnir geta verið margvíslegir. Oft er það svo að of margar stundir hverfa í annríki daganna. Til að bæta upp hamingjuleysi, þreytu og stress grípa margir til flöskunnar. Áfengið kemur í stað rómantíkurinnar hjá pörum sem aldrei hafa gefið sér tíma til að rækta ástina. Áfengisneyslan bætist þá ofan á önnur vandamál sem íþyngja fjölskyldunni og eykur þreytuna og lífsleiðann. Ætli það séu ekki mörg börn sem kvíða helgum aðventunnar þegar drykkjan tekur völdin í lífi fjölskyldunnar? Ég er að velta því fyrir mér hvort ekki væri hægt fyrir þau pör sem eiga í erfiðleikum í sinni sambúð að nota tækifærið þessi jólin og áramótin til að gera hlutina öðruvísi en venjulega. Hvernig væri að einsetja sér að gera jólin og áramótin rómantísk fyrir alla fjölskylduna? Einhverjum þykir kannski ómögulegt að koma rómantíkinni að á hátíðunum þegar stressið er allt að færa í kaf. Sérstaklega ef lítið hefur farið fyrir henni að undanförnu. En það er ekki eins erfitt og margir halda. Fyrsta skrefið er að taka ákvörðun um að forgangsraða á nýjan hátt. Jólin búa yfir öllu því sem til þarf að styrkja og efla sambandið, friði, kertaljósum, góðum mat og ást. Það er að segja, ef við látum ekki allan æsinginn í kringum okkur spilla fyrir okkur jólafriðnum og ræna frá okkur tímanum. Og ef við látum ekki áfengið taka völdin á hátíðinni. Sumir telja sér reyndar trú um að þeir geti ekki gefið rómantíkinni lausan tauminn nema áfengi sé notað til þess að brjóta niður einhverja múra. En áfengi er mesti óvinur ástarinnar. Og ef ástin er í molum er heimilislífið í molum. Á mörgum heimilum ógnar áfengisneysla jólafriðnum, því áfengið er notað sem flóttaleið frá vandanum sem býr undir niðri. Það er því best að láta drykkina eiga sig og gefa rómantíkinni tækifæri til að blómstra af fúsum og frjálsum vilja. Það er svo ekki nóg að annað ykkar taki ákvörðun um að forgangsraða upp á nýtt. Þið þurfið bæði að vera á sama máli, vera samstiga. Hver veit, ef vel tekst til, þá geta einmitt þessi jól orðið upphafið að nýju og farsælu ástarævintýri í ykkar sambandi. Og þetta verður örugglega besta jólagjöf barnanna ykkar. Vitið þið til. Gleðileg, rómantísk og áfengislaus jól – og áramót.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar