Samtaka nú Thor Vilhjálmsson skrifar 17. febrúar 2011 06:00 Í erfidrykkju mikillar sæmdarkonu í sinni sveit sem allir lofuðu daglangt í ræðum og skálum þá kvaddi sér hljóðs héraðsskáld sem menn væntu hjá fagurrar slaufu á ræðuhöldin. Í ræðu sinni gat hann þess, þegar hann sló fram sínu trompspili mærðar, að svo hefði konan verið mikil og merk, að hún hefði jafnvel haft mannsvit. Hvernig hefði haldizt byggð á Íslandi ef konurnar hefðu ekki borið uppi allt og brugðizt við öllu sem kæmi upp á heima fyrir þegar karlarnir voru í verinu, í öðrum landshlutum iðulega? Þá voru konurnar nánast eins og í vísu Stephans G. Stephanssonar: „Löngum var ég læknir minn, / lögfræðingur, prestur, / smiður, kóngur, kennarinn,/ kerra, plógur hestur." Fyrir utan það að fæða sjálft lífið og fóstra það og skýla fyrir öllum áföllum; spá í veður, vita hvenær væri óhætt að senda barn á næsta bæ; finna á sér gestakomur, hvort það væri lífs eða liðið, kunna háttvísibrögð gagnvart draugum og koma forsendingum af sér, líka þegar ekki yrði beitt öðru en rétt kveðinni vísu, til að verja ríki sitt og afkvæmi og bú meðan maðurinn barðist á framandi slóðum í verinu við ofríki náttúrunnar og hafofsa þegar því var að skipta á litlum árabátum. Enn byggist allt hið dýrmætasta í lífinu og ævintýrum þess á konunum. Körlum verður oft áfátt með því að vanmeta atgervi kvenna. Og hlunnfara samfélagið með því að þær hafi ekki réttmæt tækifæri til að njóta sín til sameiginlegra heilla. Það ætti að vera keppikeflið: samstilling, gagnkvæm virðing. Og vinna þá til þess að verðskulda hana. Það er kannski farið að gleymast núna þetta sem var svo mikilvægt þegar bátar voru settir fram til að róa eftir lífsbjörg, fyrir utan sjóbænir. Þá var sagt: Samtaka nú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Í erfidrykkju mikillar sæmdarkonu í sinni sveit sem allir lofuðu daglangt í ræðum og skálum þá kvaddi sér hljóðs héraðsskáld sem menn væntu hjá fagurrar slaufu á ræðuhöldin. Í ræðu sinni gat hann þess, þegar hann sló fram sínu trompspili mærðar, að svo hefði konan verið mikil og merk, að hún hefði jafnvel haft mannsvit. Hvernig hefði haldizt byggð á Íslandi ef konurnar hefðu ekki borið uppi allt og brugðizt við öllu sem kæmi upp á heima fyrir þegar karlarnir voru í verinu, í öðrum landshlutum iðulega? Þá voru konurnar nánast eins og í vísu Stephans G. Stephanssonar: „Löngum var ég læknir minn, / lögfræðingur, prestur, / smiður, kóngur, kennarinn,/ kerra, plógur hestur." Fyrir utan það að fæða sjálft lífið og fóstra það og skýla fyrir öllum áföllum; spá í veður, vita hvenær væri óhætt að senda barn á næsta bæ; finna á sér gestakomur, hvort það væri lífs eða liðið, kunna háttvísibrögð gagnvart draugum og koma forsendingum af sér, líka þegar ekki yrði beitt öðru en rétt kveðinni vísu, til að verja ríki sitt og afkvæmi og bú meðan maðurinn barðist á framandi slóðum í verinu við ofríki náttúrunnar og hafofsa þegar því var að skipta á litlum árabátum. Enn byggist allt hið dýrmætasta í lífinu og ævintýrum þess á konunum. Körlum verður oft áfátt með því að vanmeta atgervi kvenna. Og hlunnfara samfélagið með því að þær hafi ekki réttmæt tækifæri til að njóta sín til sameiginlegra heilla. Það ætti að vera keppikeflið: samstilling, gagnkvæm virðing. Og vinna þá til þess að verðskulda hana. Það er kannski farið að gleymast núna þetta sem var svo mikilvægt þegar bátar voru settir fram til að róa eftir lífsbjörg, fyrir utan sjóbænir. Þá var sagt: Samtaka nú.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar