

Gjaldþol útgerðar
Yfirlitið sýnir að svokölluð verg hlutdeild fjármagns (EBITA) nam samtals um 63,5 milljörðum króna í veiðum og vinnslu árið 2009. Reiknaðar afskriftir og reiknaður vaxtakostnaður nemur 18,5 milljörðum króna.
Hreinn hagnaður veiða og vinnslu er því 45 milljarðar króna.
Þá kemur fram að eigið fé greinanna tveggja hefur aukist um 86,5 milljarða króna milli áranna 2008 og 2009. Reiknaðist neikvætt um 60 milljarða króna árið 2008 en reiknast jákvætt um 26,5 milljarða króna í árslok 2009. Tekið skal fram að verðmæti kvótans er ekki inn í þessum tölum nema að mjög takmörkuðu leyti.
Helsta uppspretta hreins hagnaðar í fiskveiðum er ókeypis aðgangur að fiskveiðiauðlindinni. Ástralir kalla slíkan hagnað ofurhagnað (e. superprofit), hér á landi hefur nafngiftin auðlindarenta gjarnan verið notuð. Hreinn hagnaður í fiskveiðunum samkvæmt mælingum Hagstofunnar er 20,5 milljarðar króna. Útgerð og vinnsla er víða á sömu hendi. Þar kann hending (eða ákvæði í kjarasamningum sjómanna) að ráða því hvort hagnaður kemur fram hjá vinnslunni eða í veiðunum. Við getum því slegið því föstu að á árinu 2009 var auðlindarenta (ofurhagnaður) í sjávarútvegi á Íslandi á bilinu 20 til 45 milljarðar króna.
Þess má geta að árið 2009 lækkaði Alþingi álagt veiðigjald úr 500 til 1000 milljónum í 170 milljónir króna. Þ.e.a.s. á sama tíma og útgerð og fiskvinnsla hagnaðist sem aldrei fyrr höfðu forsvarsmenn þessara greina geð í sér að taka við ölmusu úr galtómum ríkissjóði að upphæð á bilinu 300 til 800 milljónir króna! Einhver hefur einhverntíma kallað slíkt framferði frekju.
Hugsum okkur nú að hið opinbera kalli inn 8% af úthlutuðum veiðiheimildum og leigi síðan frá sér. Leigutekjur af þessum 8% mundu líklega nema um 1,6 til 3 milljörðum króna í ár. Ofurhagnaður útgerðarinnar yrði því um 18 til 43 milljarðar króna á þessu ári. Ætli útgerðin geti ekki lifað við það?
Skoðun

Geislameðferð sem lífsbjörg
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Stöðvum helvíti á jörðu
Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar

Hversu mikið er nóg?
Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar

Til þeirra sem fagna
Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar

Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis
Elliði Vignisson skrifar

Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni
Ellen Calmon skrifar

Að flokka hver vinnur og hver tapar
Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi
Jón Kaldal skrifar

Má berja blaðamenn?
Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar

Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum
Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar

Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá
Sveinn Rúnar Hauksson skrifar

Samfélagið innan samfélagsins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu
Andri Björn Róbertsson skrifar

Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

„Oft er flagð undir fögru skinni“
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Orðhengilsháttur og lygar
Elín Erna Steinarsdóttir skrifar

Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Ráðherra gengur fram án laga
Svanur Guðmundsson skrifar

Hagkvæmur kostur utan friðlands
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Gagnsæi og inntak
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Sumargjöf
Þórunn Sigurðardóttir skrifar

Hannað fyrir miklu stærri markaði
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Grafarvogur framtíðar verður til
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja
Sigurjón Þórðarson skrifar

Menntastefna 2030
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands
Uggi Jónsson skrifar

Ferðamannaþorpin - Náttúruvá
Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar

Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun
Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar