Er ekki kominn tími til að menn útskýri stöðuna? Hannes Friðriksson skrifar 8. desember 2011 06:00 Fjárhagsáætlun hvers árs er góður mælikvarði á mat þeirra sem hana gera um hvað er mögulegt og hvað ekki. Meirihluti sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ hefur nú lagt fram fjárhagsáætlun sína fyrir árið 2012. Hún er í senn uppgjör þeirra við níu ára valdatímabil sitt um leið og hún er sýn þeirra á þá framtíð sem þeir hafa byggt upp íbúum Reykjanesbæjar til handa. Allt til söluÞað er öllum ljóst að sú fjárhagsáætlun sem nú hefur verið lögð fram er full af óvissuþáttum. Það er sameiginlegur skilningur að hana beri ekki að afgreiða fyrr en sem mest af þeirri óvissu hefur verið eytt. En hún gefur þó vísbendingar um hve alvarleg staða bæjarins er í raun og veru. Til þess að unnt verði að reka bæjarfélagið áfram þurfa allir þeir óvissuþættir sem til staðar eru að falla með okkur. Og verðum við þá að selja þær eignir sem eftir eru? Við þurfum að selja skuldabréfið í HS Orku, og við verðum að selja einhvern hlut okkar í HS Veitum ef mögulegt er. Við höfum þegar selt landareignina á Reykjanesi, til greiðslu á helmingi þess fjármagns tekjuskatts sem myndaðist við umdeilda sölu á Hitaveitu Suðurnesja. Það sem verra er – við eigum líka eftir að borga landið sem búið er að selja! Áfram skuldum við þó um það bil 900 milljónir af fjármagnstekjuskattinum. Á undanförnum árum hefur hallað undan fæti, um leið og fréttir hafa borist af stöðugt vaxandi skuldum bæjarsjóðs. Þær skuldir og skuldbindingar námu á síðasta ári tæpum 29 milljörðum króna, eða 395% af tekjum bæjarsjóðs. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum mega þessar skuldir þó ekki nema hærri upphæð en 150% af tekjum bæjarsjóðs eða um það bil ellefu milljörðum króna. Það þarf því samkvæmt reikningum bæjarsjóðs að spara um það bil 9 milljarða á næstu árum. Við þurfum að spara, um leið og við tryggjum rekstrarhæfi bæjarins til framtíðar. Reykjanesbær og EftirlitsnefndinSkýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda hrunsins sýnir okkur að flestar þær upplýsingar sem þurfti til að forðast hrunið lágu fyrir. Lærdómurinn hlýtur að vera sá að enginn er eyland þegar að opinberri umsýslu kemur. Þeim upplýsingum sem fyrir liggja á að deila með þeim hagsmunaaðilum sem hlut að eiga. Í tilfelli Reykjanesbæjar eru það íbúar bæjarins sem nú eiga rétt á þeim upplýsingum sem fyrir liggja. Þeim upplýsingum ráða eftirlitsnefndin og bæjarstjórn nú yfir. Það getur varla talist boðlegt nú þegar ljóst er að erfiðleikar steðja að að þeim upplýsingum sé haldið leyndum. Það gildir ekki lengur að segja „Ykkur kemur þetta ekki við“ því það erum við íbúarnir sem þó borgum brúsann ef illa fer. Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga hefur nú um langt skeið kallað eftir upplýsingum um stöðu bæjarsjóðs Reykjanesbæjar. „Hlutverk nefndarinnar er að fylgjast með reikningsskilum og fjárhagsáætlunum sveitarfélaga og að hafa eftirlit með því að fjárstjórn sveitarfélaga sé í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga. Leiði athugun nefndarinnar í ljós að afkoma sveitarfélags sé ekki í samræmi við ákvæði laganna eða fjármál sveitarfélagsins stefni að öðru leyti í óefni skal nefndin aðvara viðkomandi sveitarstjórn og kalla eftir skýringum“. Það hefur eftirlitsnefndin þegar gert. Nærvera nefndarinnar vekur því spurningar um hver hin raunverulega staða er. Hvort fjárstjórn sveitarfélagsins hafi verið í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaganna, og/ eða hvort fjármál sveitarfélagsins stefni í óefni? Er ekki kominn tími til að útskýra stöðuna. Að endi verði bundinn á þá óvissu sem misvísandi fréttaflutningur um stöðuna veldur. Að bæjarstjórn og eftirlitsnefndin sameiginlega útskýri hver sýn þerra er hvað framtíð bæjarins varðar. Íbúafundur boðaður af þessum aðilum væri góður vettvangur til þess. Með slíkum fundi væri svarað kröfum um aukið íbúalýðræði og gegnsæi í stjórnsýslunni í kjölfar hrunsins, um leið og óvissunni yrði eytt. Menn gætu snúið sér að því að leysa vandann, í stað þess að deila um hver hann er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Fjárhagsáætlun hvers árs er góður mælikvarði á mat þeirra sem hana gera um hvað er mögulegt og hvað ekki. Meirihluti sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ hefur nú lagt fram fjárhagsáætlun sína fyrir árið 2012. Hún er í senn uppgjör þeirra við níu ára valdatímabil sitt um leið og hún er sýn þeirra á þá framtíð sem þeir hafa byggt upp íbúum Reykjanesbæjar til handa. Allt til söluÞað er öllum ljóst að sú fjárhagsáætlun sem nú hefur verið lögð fram er full af óvissuþáttum. Það er sameiginlegur skilningur að hana beri ekki að afgreiða fyrr en sem mest af þeirri óvissu hefur verið eytt. En hún gefur þó vísbendingar um hve alvarleg staða bæjarins er í raun og veru. Til þess að unnt verði að reka bæjarfélagið áfram þurfa allir þeir óvissuþættir sem til staðar eru að falla með okkur. Og verðum við þá að selja þær eignir sem eftir eru? Við þurfum að selja skuldabréfið í HS Orku, og við verðum að selja einhvern hlut okkar í HS Veitum ef mögulegt er. Við höfum þegar selt landareignina á Reykjanesi, til greiðslu á helmingi þess fjármagns tekjuskatts sem myndaðist við umdeilda sölu á Hitaveitu Suðurnesja. Það sem verra er – við eigum líka eftir að borga landið sem búið er að selja! Áfram skuldum við þó um það bil 900 milljónir af fjármagnstekjuskattinum. Á undanförnum árum hefur hallað undan fæti, um leið og fréttir hafa borist af stöðugt vaxandi skuldum bæjarsjóðs. Þær skuldir og skuldbindingar námu á síðasta ári tæpum 29 milljörðum króna, eða 395% af tekjum bæjarsjóðs. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum mega þessar skuldir þó ekki nema hærri upphæð en 150% af tekjum bæjarsjóðs eða um það bil ellefu milljörðum króna. Það þarf því samkvæmt reikningum bæjarsjóðs að spara um það bil 9 milljarða á næstu árum. Við þurfum að spara, um leið og við tryggjum rekstrarhæfi bæjarins til framtíðar. Reykjanesbær og EftirlitsnefndinSkýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda hrunsins sýnir okkur að flestar þær upplýsingar sem þurfti til að forðast hrunið lágu fyrir. Lærdómurinn hlýtur að vera sá að enginn er eyland þegar að opinberri umsýslu kemur. Þeim upplýsingum sem fyrir liggja á að deila með þeim hagsmunaaðilum sem hlut að eiga. Í tilfelli Reykjanesbæjar eru það íbúar bæjarins sem nú eiga rétt á þeim upplýsingum sem fyrir liggja. Þeim upplýsingum ráða eftirlitsnefndin og bæjarstjórn nú yfir. Það getur varla talist boðlegt nú þegar ljóst er að erfiðleikar steðja að að þeim upplýsingum sé haldið leyndum. Það gildir ekki lengur að segja „Ykkur kemur þetta ekki við“ því það erum við íbúarnir sem þó borgum brúsann ef illa fer. Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga hefur nú um langt skeið kallað eftir upplýsingum um stöðu bæjarsjóðs Reykjanesbæjar. „Hlutverk nefndarinnar er að fylgjast með reikningsskilum og fjárhagsáætlunum sveitarfélaga og að hafa eftirlit með því að fjárstjórn sveitarfélaga sé í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga. Leiði athugun nefndarinnar í ljós að afkoma sveitarfélags sé ekki í samræmi við ákvæði laganna eða fjármál sveitarfélagsins stefni að öðru leyti í óefni skal nefndin aðvara viðkomandi sveitarstjórn og kalla eftir skýringum“. Það hefur eftirlitsnefndin þegar gert. Nærvera nefndarinnar vekur því spurningar um hver hin raunverulega staða er. Hvort fjárstjórn sveitarfélagsins hafi verið í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaganna, og/ eða hvort fjármál sveitarfélagsins stefni í óefni? Er ekki kominn tími til að útskýra stöðuna. Að endi verði bundinn á þá óvissu sem misvísandi fréttaflutningur um stöðuna veldur. Að bæjarstjórn og eftirlitsnefndin sameiginlega útskýri hver sýn þerra er hvað framtíð bæjarins varðar. Íbúafundur boðaður af þessum aðilum væri góður vettvangur til þess. Með slíkum fundi væri svarað kröfum um aukið íbúalýðræði og gegnsæi í stjórnsýslunni í kjölfar hrunsins, um leið og óvissunni yrði eytt. Menn gætu snúið sér að því að leysa vandann, í stað þess að deila um hver hann er.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun