Er ekki kominn tími til að menn útskýri stöðuna? Hannes Friðriksson skrifar 8. desember 2011 06:00 Fjárhagsáætlun hvers árs er góður mælikvarði á mat þeirra sem hana gera um hvað er mögulegt og hvað ekki. Meirihluti sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ hefur nú lagt fram fjárhagsáætlun sína fyrir árið 2012. Hún er í senn uppgjör þeirra við níu ára valdatímabil sitt um leið og hún er sýn þeirra á þá framtíð sem þeir hafa byggt upp íbúum Reykjanesbæjar til handa. Allt til söluÞað er öllum ljóst að sú fjárhagsáætlun sem nú hefur verið lögð fram er full af óvissuþáttum. Það er sameiginlegur skilningur að hana beri ekki að afgreiða fyrr en sem mest af þeirri óvissu hefur verið eytt. En hún gefur þó vísbendingar um hve alvarleg staða bæjarins er í raun og veru. Til þess að unnt verði að reka bæjarfélagið áfram þurfa allir þeir óvissuþættir sem til staðar eru að falla með okkur. Og verðum við þá að selja þær eignir sem eftir eru? Við þurfum að selja skuldabréfið í HS Orku, og við verðum að selja einhvern hlut okkar í HS Veitum ef mögulegt er. Við höfum þegar selt landareignina á Reykjanesi, til greiðslu á helmingi þess fjármagns tekjuskatts sem myndaðist við umdeilda sölu á Hitaveitu Suðurnesja. Það sem verra er – við eigum líka eftir að borga landið sem búið er að selja! Áfram skuldum við þó um það bil 900 milljónir af fjármagnstekjuskattinum. Á undanförnum árum hefur hallað undan fæti, um leið og fréttir hafa borist af stöðugt vaxandi skuldum bæjarsjóðs. Þær skuldir og skuldbindingar námu á síðasta ári tæpum 29 milljörðum króna, eða 395% af tekjum bæjarsjóðs. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum mega þessar skuldir þó ekki nema hærri upphæð en 150% af tekjum bæjarsjóðs eða um það bil ellefu milljörðum króna. Það þarf því samkvæmt reikningum bæjarsjóðs að spara um það bil 9 milljarða á næstu árum. Við þurfum að spara, um leið og við tryggjum rekstrarhæfi bæjarins til framtíðar. Reykjanesbær og EftirlitsnefndinSkýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda hrunsins sýnir okkur að flestar þær upplýsingar sem þurfti til að forðast hrunið lágu fyrir. Lærdómurinn hlýtur að vera sá að enginn er eyland þegar að opinberri umsýslu kemur. Þeim upplýsingum sem fyrir liggja á að deila með þeim hagsmunaaðilum sem hlut að eiga. Í tilfelli Reykjanesbæjar eru það íbúar bæjarins sem nú eiga rétt á þeim upplýsingum sem fyrir liggja. Þeim upplýsingum ráða eftirlitsnefndin og bæjarstjórn nú yfir. Það getur varla talist boðlegt nú þegar ljóst er að erfiðleikar steðja að að þeim upplýsingum sé haldið leyndum. Það gildir ekki lengur að segja „Ykkur kemur þetta ekki við“ því það erum við íbúarnir sem þó borgum brúsann ef illa fer. Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga hefur nú um langt skeið kallað eftir upplýsingum um stöðu bæjarsjóðs Reykjanesbæjar. „Hlutverk nefndarinnar er að fylgjast með reikningsskilum og fjárhagsáætlunum sveitarfélaga og að hafa eftirlit með því að fjárstjórn sveitarfélaga sé í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga. Leiði athugun nefndarinnar í ljós að afkoma sveitarfélags sé ekki í samræmi við ákvæði laganna eða fjármál sveitarfélagsins stefni að öðru leyti í óefni skal nefndin aðvara viðkomandi sveitarstjórn og kalla eftir skýringum“. Það hefur eftirlitsnefndin þegar gert. Nærvera nefndarinnar vekur því spurningar um hver hin raunverulega staða er. Hvort fjárstjórn sveitarfélagsins hafi verið í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaganna, og/ eða hvort fjármál sveitarfélagsins stefni í óefni? Er ekki kominn tími til að útskýra stöðuna. Að endi verði bundinn á þá óvissu sem misvísandi fréttaflutningur um stöðuna veldur. Að bæjarstjórn og eftirlitsnefndin sameiginlega útskýri hver sýn þerra er hvað framtíð bæjarins varðar. Íbúafundur boðaður af þessum aðilum væri góður vettvangur til þess. Með slíkum fundi væri svarað kröfum um aukið íbúalýðræði og gegnsæi í stjórnsýslunni í kjölfar hrunsins, um leið og óvissunni yrði eytt. Menn gætu snúið sér að því að leysa vandann, í stað þess að deila um hver hann er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fjárhagsáætlun hvers árs er góður mælikvarði á mat þeirra sem hana gera um hvað er mögulegt og hvað ekki. Meirihluti sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ hefur nú lagt fram fjárhagsáætlun sína fyrir árið 2012. Hún er í senn uppgjör þeirra við níu ára valdatímabil sitt um leið og hún er sýn þeirra á þá framtíð sem þeir hafa byggt upp íbúum Reykjanesbæjar til handa. Allt til söluÞað er öllum ljóst að sú fjárhagsáætlun sem nú hefur verið lögð fram er full af óvissuþáttum. Það er sameiginlegur skilningur að hana beri ekki að afgreiða fyrr en sem mest af þeirri óvissu hefur verið eytt. En hún gefur þó vísbendingar um hve alvarleg staða bæjarins er í raun og veru. Til þess að unnt verði að reka bæjarfélagið áfram þurfa allir þeir óvissuþættir sem til staðar eru að falla með okkur. Og verðum við þá að selja þær eignir sem eftir eru? Við þurfum að selja skuldabréfið í HS Orku, og við verðum að selja einhvern hlut okkar í HS Veitum ef mögulegt er. Við höfum þegar selt landareignina á Reykjanesi, til greiðslu á helmingi þess fjármagns tekjuskatts sem myndaðist við umdeilda sölu á Hitaveitu Suðurnesja. Það sem verra er – við eigum líka eftir að borga landið sem búið er að selja! Áfram skuldum við þó um það bil 900 milljónir af fjármagnstekjuskattinum. Á undanförnum árum hefur hallað undan fæti, um leið og fréttir hafa borist af stöðugt vaxandi skuldum bæjarsjóðs. Þær skuldir og skuldbindingar námu á síðasta ári tæpum 29 milljörðum króna, eða 395% af tekjum bæjarsjóðs. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum mega þessar skuldir þó ekki nema hærri upphæð en 150% af tekjum bæjarsjóðs eða um það bil ellefu milljörðum króna. Það þarf því samkvæmt reikningum bæjarsjóðs að spara um það bil 9 milljarða á næstu árum. Við þurfum að spara, um leið og við tryggjum rekstrarhæfi bæjarins til framtíðar. Reykjanesbær og EftirlitsnefndinSkýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda hrunsins sýnir okkur að flestar þær upplýsingar sem þurfti til að forðast hrunið lágu fyrir. Lærdómurinn hlýtur að vera sá að enginn er eyland þegar að opinberri umsýslu kemur. Þeim upplýsingum sem fyrir liggja á að deila með þeim hagsmunaaðilum sem hlut að eiga. Í tilfelli Reykjanesbæjar eru það íbúar bæjarins sem nú eiga rétt á þeim upplýsingum sem fyrir liggja. Þeim upplýsingum ráða eftirlitsnefndin og bæjarstjórn nú yfir. Það getur varla talist boðlegt nú þegar ljóst er að erfiðleikar steðja að að þeim upplýsingum sé haldið leyndum. Það gildir ekki lengur að segja „Ykkur kemur þetta ekki við“ því það erum við íbúarnir sem þó borgum brúsann ef illa fer. Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga hefur nú um langt skeið kallað eftir upplýsingum um stöðu bæjarsjóðs Reykjanesbæjar. „Hlutverk nefndarinnar er að fylgjast með reikningsskilum og fjárhagsáætlunum sveitarfélaga og að hafa eftirlit með því að fjárstjórn sveitarfélaga sé í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga. Leiði athugun nefndarinnar í ljós að afkoma sveitarfélags sé ekki í samræmi við ákvæði laganna eða fjármál sveitarfélagsins stefni að öðru leyti í óefni skal nefndin aðvara viðkomandi sveitarstjórn og kalla eftir skýringum“. Það hefur eftirlitsnefndin þegar gert. Nærvera nefndarinnar vekur því spurningar um hver hin raunverulega staða er. Hvort fjárstjórn sveitarfélagsins hafi verið í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaganna, og/ eða hvort fjármál sveitarfélagsins stefni í óefni? Er ekki kominn tími til að útskýra stöðuna. Að endi verði bundinn á þá óvissu sem misvísandi fréttaflutningur um stöðuna veldur. Að bæjarstjórn og eftirlitsnefndin sameiginlega útskýri hver sýn þerra er hvað framtíð bæjarins varðar. Íbúafundur boðaður af þessum aðilum væri góður vettvangur til þess. Með slíkum fundi væri svarað kröfum um aukið íbúalýðræði og gegnsæi í stjórnsýslunni í kjölfar hrunsins, um leið og óvissunni yrði eytt. Menn gætu snúið sér að því að leysa vandann, í stað þess að deila um hver hann er.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun