Að vera up to date er okkar innsta þrá Bjarni Ákason skrifar 8. desember 2011 06:00 Tölvukaup opinberra aðila hafa í tvígang með stuttu millibili ratað í fjölmiðla. Í bæði skiptin var um að ræða kaup opinberra aðila á spjaldtölvum sem eru helsta nýjungin sem fram hefur komið í tölvuheimum undanfarin misseri. Þessi fréttaflutningur var í báðum tilfellum afar undarlegur og settur fram með neikvæðum hætti. Staðreyndin er sú að íslensk fyrirtæki og stofnanir kaupa tölvur og tölvutengdan búnað fyrir milljónir króna í hverri viku. Hvers vegna verður það (neikvætt) fréttaefni þegar opinberar stofnanir ákveða að sýna þá framsýni að fjárfesta í nýjustu tækni í tölvugeiranum? Lögreglan kaupir iPadFyrri fréttin birtist í DV í sumar. Þar kom fram að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði keypt 11 iPad spjaldtölvur. Til að setja þessi kaup í neikvætt ljós var þess getið að rekstur lögreglunnar hefði verið erfiður á síðustu árum og að lögreglumönnum hefði t.a.m. verið fækkað um 60 frá 2009 til 2010. Hvað á þessi samanburður að þýða? Heldur blaðamaður að svo lengi sem fækkað er í röðum lögreglunnar megi ekki uppfæra tölvukost hennar? Það yrði aldeilis í hag borgaranna eða hitt þó heldur! Staðreyndin er sú að fyrir hverja iPad spjaldtölvu sem keypt er í stað PC-tölvu sparast miklir fjármunir, jafnt í innkaupa- sem rekstrarkostnaði. Hvað veldur því að þessi einstöku tölvuinnkaup fyrir eina milljón króna rata á síður DV, en ekki fjölmörg önnur innkaup opinberra stofnana á rándýrum PC-tölvum? Ekki dettur mér í hug að það tengist á neinn hátt þeirri staðreynd að framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi var á þessum tíma hluthafi í DV. Það væri einfaldlega of billegt. Reykjavíkurborg kaupir iPadÞremur mánuðum síðar rata (spjald)tölvukaup hins opinbera aftur í fjölmiðla. Að þessu sinni keypti Reykjavíkurborg 15 iPad spjaldtölvur til að nota í tónvísindasmiðju Bjarkar og síðar í grunnskólum borgarinnar. Formaður Skólastjórafélagsins fagnar kaupunum og segir það jákvætt að gamall og úr sér genginn tölvubúnaður grunnskólanna sé bættur. Ekki voru allir jafnánægðir með þessi framsýnu innkaup Reykjavíkurborgar. Minnihluti borgarstjórnar óskaði í kjölfarið eftir nánari upplýsingum um þessi tölvuinnkaup borgarinnar. Minnihlutinn mætti hafa sig allan við (og gerði lítið annað) ef hann óskaði eftir nánari upplýsingum í hvert sinn sem stofnanir borgarinnar keyptu tölvur! Að vera í takt við tímannÍ samhengi við þessi „smáinnkaup“ íslenskra stofnana er ástæða til að benda á að 92% af 500 stærstu fyrirtækjum heims hafa fjárfest í iPhone á undanförnum mánuðum. Rúmur helmingur þessara sömu fyrirtækja notar nú þegar iPad spjaldtölvur í starfsemi sinni. Þegar svo bregður við hér á landi að tvær íslenskar stofnanir fjárfesta í slíkri tækni fyrir samtals tvær milljónir króna er rekið upp ramakvein í fjölmiðlum. Þessi neikvæði hugsunarháttur er með eindæmum. Slíka neikvæðni og hneykslun má helst bera saman við, ef skrifaðar hefðu verið hneykslunarfréttir á 9. áratug síðustu aldar um stofnanir sem hefðu ákveðið að fjárfesta í tölvum í stað hinna hefðbundnu ritvéla sem þá stóðu á hverju borði íslenskra skrifstofa. Og vei þeim sem léti sér detta í hug að kaupa annað eins bruðl og tölvu! Það er þó vel ef fjölmiðlar halda vöku sinni og halda uppi gagnrýninni blaðamennsku. Menn verða þá að vera sjálfum sér samkvæmir og skoða málið frá fleiri hliðum (en bara spjaldtölvuhliðinni). Og fyrst DV og Fréttatíminn eru svona vel vakandi þegar hið opinbera kaupir spjaldtölvur (sem eru fremur ódýr tæki í samanburði við borð- og fartölvur), þá ættu þessi blöð að taka málið skrefinu lengra. Þau ættu í raun að kanna hvers vegna fleiri stofnanir og fyrirtæki hafi ekki nýtt sér þessa nýju tækni sem að sönnu getur lækkað rekstrarkostnað fyrirtækja og stofnana allverulega. Staðreyndin er nefnilega sú að fyrir hverja PC-tölvu sem skipt er út fyrir iPad sparast heilmikið fé. Fjölmiðlar gætu t.d. kannað: l Hversu margar PC vélar eru á framfæri hins opinbera? Hvað kostar það almenning á ári hverju og hvernig má spara í þessum efnum? l Einnig væri ekki vitlaust að skoða hversu margir (og hverjir) hafa á undanförnum árum farið í boðsferðir til Redmond í Seattle. Þar er til húsa stór hugbúnaðarframleiðandi sem hefur afar mikla hagsmuni af viðskiptum við íslenskar stofnanir. Staðreyndin er þessi: Það væri óskandi fyrir íslenska þjóð sem nú fer í gegnum mikla efnahagserfiðleika að fleiri stofnanir færu þá leið sem lögreglan og Reykjavíkurborg hafa farið á síðustu mánuðum. Þessar stofnanir eru að fylgja fordæmi margra bestu fyrirtækja í heiminum. Þær eru að taka nýja tækni í notkun sem á sama tíma lækkar rekstrarkostnað þeirra verulega. Það er gott fordæmi á tímum sem þessum. Það er óneitanlega mikið ánægjuefni að sjá að íslenskar stofnanir skuli vilja vera í takti við tímann og bera hag almennings fyrir brjósti. Því eins og Stuðmenn sögðu á sínum tíma og eru sígild sannindi: Að vera í takt við tímann getur tekið á, að vera up to date er okkar innsta þrá. Hvers kyns fanatík er okkur framandi hún er handbremsa á hugann, lamandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Tölvukaup opinberra aðila hafa í tvígang með stuttu millibili ratað í fjölmiðla. Í bæði skiptin var um að ræða kaup opinberra aðila á spjaldtölvum sem eru helsta nýjungin sem fram hefur komið í tölvuheimum undanfarin misseri. Þessi fréttaflutningur var í báðum tilfellum afar undarlegur og settur fram með neikvæðum hætti. Staðreyndin er sú að íslensk fyrirtæki og stofnanir kaupa tölvur og tölvutengdan búnað fyrir milljónir króna í hverri viku. Hvers vegna verður það (neikvætt) fréttaefni þegar opinberar stofnanir ákveða að sýna þá framsýni að fjárfesta í nýjustu tækni í tölvugeiranum? Lögreglan kaupir iPadFyrri fréttin birtist í DV í sumar. Þar kom fram að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði keypt 11 iPad spjaldtölvur. Til að setja þessi kaup í neikvætt ljós var þess getið að rekstur lögreglunnar hefði verið erfiður á síðustu árum og að lögreglumönnum hefði t.a.m. verið fækkað um 60 frá 2009 til 2010. Hvað á þessi samanburður að þýða? Heldur blaðamaður að svo lengi sem fækkað er í röðum lögreglunnar megi ekki uppfæra tölvukost hennar? Það yrði aldeilis í hag borgaranna eða hitt þó heldur! Staðreyndin er sú að fyrir hverja iPad spjaldtölvu sem keypt er í stað PC-tölvu sparast miklir fjármunir, jafnt í innkaupa- sem rekstrarkostnaði. Hvað veldur því að þessi einstöku tölvuinnkaup fyrir eina milljón króna rata á síður DV, en ekki fjölmörg önnur innkaup opinberra stofnana á rándýrum PC-tölvum? Ekki dettur mér í hug að það tengist á neinn hátt þeirri staðreynd að framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi var á þessum tíma hluthafi í DV. Það væri einfaldlega of billegt. Reykjavíkurborg kaupir iPadÞremur mánuðum síðar rata (spjald)tölvukaup hins opinbera aftur í fjölmiðla. Að þessu sinni keypti Reykjavíkurborg 15 iPad spjaldtölvur til að nota í tónvísindasmiðju Bjarkar og síðar í grunnskólum borgarinnar. Formaður Skólastjórafélagsins fagnar kaupunum og segir það jákvætt að gamall og úr sér genginn tölvubúnaður grunnskólanna sé bættur. Ekki voru allir jafnánægðir með þessi framsýnu innkaup Reykjavíkurborgar. Minnihluti borgarstjórnar óskaði í kjölfarið eftir nánari upplýsingum um þessi tölvuinnkaup borgarinnar. Minnihlutinn mætti hafa sig allan við (og gerði lítið annað) ef hann óskaði eftir nánari upplýsingum í hvert sinn sem stofnanir borgarinnar keyptu tölvur! Að vera í takt við tímannÍ samhengi við þessi „smáinnkaup“ íslenskra stofnana er ástæða til að benda á að 92% af 500 stærstu fyrirtækjum heims hafa fjárfest í iPhone á undanförnum mánuðum. Rúmur helmingur þessara sömu fyrirtækja notar nú þegar iPad spjaldtölvur í starfsemi sinni. Þegar svo bregður við hér á landi að tvær íslenskar stofnanir fjárfesta í slíkri tækni fyrir samtals tvær milljónir króna er rekið upp ramakvein í fjölmiðlum. Þessi neikvæði hugsunarháttur er með eindæmum. Slíka neikvæðni og hneykslun má helst bera saman við, ef skrifaðar hefðu verið hneykslunarfréttir á 9. áratug síðustu aldar um stofnanir sem hefðu ákveðið að fjárfesta í tölvum í stað hinna hefðbundnu ritvéla sem þá stóðu á hverju borði íslenskra skrifstofa. Og vei þeim sem léti sér detta í hug að kaupa annað eins bruðl og tölvu! Það er þó vel ef fjölmiðlar halda vöku sinni og halda uppi gagnrýninni blaðamennsku. Menn verða þá að vera sjálfum sér samkvæmir og skoða málið frá fleiri hliðum (en bara spjaldtölvuhliðinni). Og fyrst DV og Fréttatíminn eru svona vel vakandi þegar hið opinbera kaupir spjaldtölvur (sem eru fremur ódýr tæki í samanburði við borð- og fartölvur), þá ættu þessi blöð að taka málið skrefinu lengra. Þau ættu í raun að kanna hvers vegna fleiri stofnanir og fyrirtæki hafi ekki nýtt sér þessa nýju tækni sem að sönnu getur lækkað rekstrarkostnað fyrirtækja og stofnana allverulega. Staðreyndin er nefnilega sú að fyrir hverja PC-tölvu sem skipt er út fyrir iPad sparast heilmikið fé. Fjölmiðlar gætu t.d. kannað: l Hversu margar PC vélar eru á framfæri hins opinbera? Hvað kostar það almenning á ári hverju og hvernig má spara í þessum efnum? l Einnig væri ekki vitlaust að skoða hversu margir (og hverjir) hafa á undanförnum árum farið í boðsferðir til Redmond í Seattle. Þar er til húsa stór hugbúnaðarframleiðandi sem hefur afar mikla hagsmuni af viðskiptum við íslenskar stofnanir. Staðreyndin er þessi: Það væri óskandi fyrir íslenska þjóð sem nú fer í gegnum mikla efnahagserfiðleika að fleiri stofnanir færu þá leið sem lögreglan og Reykjavíkurborg hafa farið á síðustu mánuðum. Þessar stofnanir eru að fylgja fordæmi margra bestu fyrirtækja í heiminum. Þær eru að taka nýja tækni í notkun sem á sama tíma lækkar rekstrarkostnað þeirra verulega. Það er gott fordæmi á tímum sem þessum. Það er óneitanlega mikið ánægjuefni að sjá að íslenskar stofnanir skuli vilja vera í takti við tímann og bera hag almennings fyrir brjósti. Því eins og Stuðmenn sögðu á sínum tíma og eru sígild sannindi: Að vera í takt við tímann getur tekið á, að vera up to date er okkar innsta þrá. Hvers kyns fanatík er okkur framandi hún er handbremsa á hugann, lamandi.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun