Svalasta rokkdúóið í bransanum Höskuldur Daði Magnússon skrifar 8. desember 2011 20:00 Tónlist. El Camino. The Black Keys. Dan Auerbach og Patrick Carney skipa svalasta rokkdúóið í bransanum í dag. Þeir áttu eina af bestu plötum síðasta árs, Brothers, og eru nú mættir með enn betri plötu. The Black Keys er orðið tíu ára gamalt band og El Camino er sjöunda plata sveitarinnar. Platan Attack & Release, sem kom út árið 2008, kom The Black Keys almennilega á kortið. Það var upptökustjórinn Danger Mouse sem var á tökkunum við upptökur plötunnar og hann var kallaður aftur til starfa hér. Danger Mouse setur handbragð sitt á plötuna, skerpir á melódíunum og gerir þær hlýrri. Hann hefur einnig náð að temja tvímenningana og fengið þá til að hafa bara ellefu lög á plötunni. Helsti galli síðustu plötu var að þar máttu nokkur lög missa sín. Sem sagt: Hraðsoðin og melódísk blúsrokkplata sem rúllar örugglega í gegn. Tónlist Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira
Tónlist. El Camino. The Black Keys. Dan Auerbach og Patrick Carney skipa svalasta rokkdúóið í bransanum í dag. Þeir áttu eina af bestu plötum síðasta árs, Brothers, og eru nú mættir með enn betri plötu. The Black Keys er orðið tíu ára gamalt band og El Camino er sjöunda plata sveitarinnar. Platan Attack & Release, sem kom út árið 2008, kom The Black Keys almennilega á kortið. Það var upptökustjórinn Danger Mouse sem var á tökkunum við upptökur plötunnar og hann var kallaður aftur til starfa hér. Danger Mouse setur handbragð sitt á plötuna, skerpir á melódíunum og gerir þær hlýrri. Hann hefur einnig náð að temja tvímenningana og fengið þá til að hafa bara ellefu lög á plötunni. Helsti galli síðustu plötu var að þar máttu nokkur lög missa sín. Sem sagt: Hraðsoðin og melódísk blúsrokkplata sem rúllar örugglega í gegn.
Tónlist Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira