„Stúlkurnar á Bjargi“ í áfalli vegna „fréttar“ í DV 8. desember 2011 06:00 Í blaðinu DV 26.-27. október er eitthvað sem á að heita frétt. Á forsíðu blaðsins er stór fyrirsögn: „Stúlkur á Bjargi í vændi.“ Á blaðsíðu tíu er fyrirsögnin útskýrð: Að sögn einnar viststúlku fengu stelpurnar á Bjargi að fara út hálftíma á dag. „Það var skúr þarna á bak við og þar reyktum við. Þangað komu reglulega tveir bílar með flottum körlum sem tóku með sér tvær stelpur í hvert skipti.“ Þessi viststúlka lýsir því svona. Áfram heldur frásögn þessarar „heimildarkonu“ blaðsins: „Ég hjálpaði þeim yfir girðinguna svo þær kæmust í bílana. Þetta var eini frjálsi tíminn og kerlingunum datt ekki í hug að þær færu yfir girðinguna. Ég var svo ung og gerði mér enga grein fyrir hvað væri í gangi, þótt þær kæmu til baka með fullt af peningum. Þetta voru virtir menn í samfélaginu,“ segir hún og bætir við að hún eigi kannski eftir að nefna þá á nafn síðar. Ég, Elin Ólöf Eriksdóttir, fædd 1951, „viststúlka á Bjargi“ á tímabilinu 11. janúar 1966 til 20. ágúst 1967, stíg hér fram og fyrir hönd okkar allra, viststúlkna sem voru með mér á Bjargi, og í samráði við þær, lýsi ég yfir: ÞESSI FRÁSÖGN UM VÆNDI ER ALRÖNG. ATBURÐIRNIR SEM LÝST ER ÁTTU SÉR ALDREI STAÐ. Ég var „hrein mey“ þegar ég kom inn á Bjarg og var „hrein mey“ þegar ég fór þaðan. Og sama gildir um margar aðrar stúlkur sem voru á Bjargi. Það var enginn kofi á bak við Bjarg, og girðingin um húsið var mjög lág og enginn þurfti aðstoð til að komast yfir hana. Það vitum við viststúlkur allar sem vorum á Bjargi. Öll störf í húsinu unnum við í vistinni þar. Við þvoðum allan þvott okkar, við vöskuðum upp, skúruðum, skrúbbuðum og bónuðum, rulluðum þvott, straujuðum og héldum öllu hreinu á þremur hæðum. Og einnig vorum við látnar hjálpa við að reisa þessa girðingu. Fjórar af viststúlkunum á Bjargi (af 19-20) eru látnar langt fyrir aldur fram og geta ekki svarað fyrir sig. Megi þær hvíla í friði án rógburðar, blessuð sé minning þeirra. Við sem lengst vorum á Bjargi fengum að fara út eina klukkustund án fylgdar. Oftast var labbað um Nesið eða upp í fisktrönur sem við kölluðum það. Jú, við áttum leynistað sem var kofi en hann var ekki nálægt Bjargi. Við erum allar búnar að þjást ævilangt vegna dvalar okkar á þessu Bjargi. Við vorum þar niðurlægðar og barðar, margar hverjar, og iðulega hótað öllu illu. Yfirvöldin á Bjargi settu okkur stundum í algera einangrun í refsingarskyni í marga daga og jafnvel í vikur, ekki á Bjargi eins og segir í „DV-fréttinni“ heldur á Upptökuheimili ríkisins í Kópavogi. Það meiddi okkur mest. Margar okkar voru beittar kynferðisofbeldi á Bjargi, en ég ætla ekki að fara út í smáatriði í þessum málum. Allt er þetta skráð í lögregluskýrslur sem við fengum aðgang að eftir dvöl okkar á „vistheimilinu“. Í þessari „frétt“ er einhver að rugla hræðilega með staðreyndir, um stund og stað, tímasetningar og atburði. Ég, líkt og allar aðrar viststúlkurnar á Bjargi sem ég hef rætt við, og þær eru margar, könnumst ekki við að hafa séð eða þekkt þessa viststúlku sem DV skýrir frá að sé heimild sín. Og enginn okkar kannast við þessa hræðilegu sögu um vændi. Ég get ekki sannað að þessi stúlka, sem telst vera heimild blaðsins, hafi ekki verið á Bjargi fulltrúi innanríkisráðuneytisins neitar að svara okkur um þetta mál og ber við trúnaði. Þessi nú sextuga „heimildarkona“ hefur augsýnilega lent í enn hræðilegri reynslu á ævi sinni og á samúð okkar. En sú samúð nær ekki til blaðamannsins sem skrifaði fréttina í DV og lét vera að sannreyna hana með viðtölum við fleiri einstaklinga eða með því að líta í heimildir sem eru aðgengilegar. Við „Bjargstúlkurnar“ vorum eins og systur og stóðum ávallt saman, ein með öllum. Við erum allar sárar og reiðar, og nú einkum yfir þessum skrifum þar sem við erum ásakaðar ranglega. Við, sextugar konurnar, eigum maka, börn, barnabörn, tengdabörn, oft stórar fjölskyldur. Á þetta aldrei að taka enda, þessi martröð um Bjarg? Eigum við aldrei að fá að lifa í friði og fá sálarró með fólkinu okkar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í blaðinu DV 26.-27. október er eitthvað sem á að heita frétt. Á forsíðu blaðsins er stór fyrirsögn: „Stúlkur á Bjargi í vændi.“ Á blaðsíðu tíu er fyrirsögnin útskýrð: Að sögn einnar viststúlku fengu stelpurnar á Bjargi að fara út hálftíma á dag. „Það var skúr þarna á bak við og þar reyktum við. Þangað komu reglulega tveir bílar með flottum körlum sem tóku með sér tvær stelpur í hvert skipti.“ Þessi viststúlka lýsir því svona. Áfram heldur frásögn þessarar „heimildarkonu“ blaðsins: „Ég hjálpaði þeim yfir girðinguna svo þær kæmust í bílana. Þetta var eini frjálsi tíminn og kerlingunum datt ekki í hug að þær færu yfir girðinguna. Ég var svo ung og gerði mér enga grein fyrir hvað væri í gangi, þótt þær kæmu til baka með fullt af peningum. Þetta voru virtir menn í samfélaginu,“ segir hún og bætir við að hún eigi kannski eftir að nefna þá á nafn síðar. Ég, Elin Ólöf Eriksdóttir, fædd 1951, „viststúlka á Bjargi“ á tímabilinu 11. janúar 1966 til 20. ágúst 1967, stíg hér fram og fyrir hönd okkar allra, viststúlkna sem voru með mér á Bjargi, og í samráði við þær, lýsi ég yfir: ÞESSI FRÁSÖGN UM VÆNDI ER ALRÖNG. ATBURÐIRNIR SEM LÝST ER ÁTTU SÉR ALDREI STAÐ. Ég var „hrein mey“ þegar ég kom inn á Bjarg og var „hrein mey“ þegar ég fór þaðan. Og sama gildir um margar aðrar stúlkur sem voru á Bjargi. Það var enginn kofi á bak við Bjarg, og girðingin um húsið var mjög lág og enginn þurfti aðstoð til að komast yfir hana. Það vitum við viststúlkur allar sem vorum á Bjargi. Öll störf í húsinu unnum við í vistinni þar. Við þvoðum allan þvott okkar, við vöskuðum upp, skúruðum, skrúbbuðum og bónuðum, rulluðum þvott, straujuðum og héldum öllu hreinu á þremur hæðum. Og einnig vorum við látnar hjálpa við að reisa þessa girðingu. Fjórar af viststúlkunum á Bjargi (af 19-20) eru látnar langt fyrir aldur fram og geta ekki svarað fyrir sig. Megi þær hvíla í friði án rógburðar, blessuð sé minning þeirra. Við sem lengst vorum á Bjargi fengum að fara út eina klukkustund án fylgdar. Oftast var labbað um Nesið eða upp í fisktrönur sem við kölluðum það. Jú, við áttum leynistað sem var kofi en hann var ekki nálægt Bjargi. Við erum allar búnar að þjást ævilangt vegna dvalar okkar á þessu Bjargi. Við vorum þar niðurlægðar og barðar, margar hverjar, og iðulega hótað öllu illu. Yfirvöldin á Bjargi settu okkur stundum í algera einangrun í refsingarskyni í marga daga og jafnvel í vikur, ekki á Bjargi eins og segir í „DV-fréttinni“ heldur á Upptökuheimili ríkisins í Kópavogi. Það meiddi okkur mest. Margar okkar voru beittar kynferðisofbeldi á Bjargi, en ég ætla ekki að fara út í smáatriði í þessum málum. Allt er þetta skráð í lögregluskýrslur sem við fengum aðgang að eftir dvöl okkar á „vistheimilinu“. Í þessari „frétt“ er einhver að rugla hræðilega með staðreyndir, um stund og stað, tímasetningar og atburði. Ég, líkt og allar aðrar viststúlkurnar á Bjargi sem ég hef rætt við, og þær eru margar, könnumst ekki við að hafa séð eða þekkt þessa viststúlku sem DV skýrir frá að sé heimild sín. Og enginn okkar kannast við þessa hræðilegu sögu um vændi. Ég get ekki sannað að þessi stúlka, sem telst vera heimild blaðsins, hafi ekki verið á Bjargi fulltrúi innanríkisráðuneytisins neitar að svara okkur um þetta mál og ber við trúnaði. Þessi nú sextuga „heimildarkona“ hefur augsýnilega lent í enn hræðilegri reynslu á ævi sinni og á samúð okkar. En sú samúð nær ekki til blaðamannsins sem skrifaði fréttina í DV og lét vera að sannreyna hana með viðtölum við fleiri einstaklinga eða með því að líta í heimildir sem eru aðgengilegar. Við „Bjargstúlkurnar“ vorum eins og systur og stóðum ávallt saman, ein með öllum. Við erum allar sárar og reiðar, og nú einkum yfir þessum skrifum þar sem við erum ásakaðar ranglega. Við, sextugar konurnar, eigum maka, börn, barnabörn, tengdabörn, oft stórar fjölskyldur. Á þetta aldrei að taka enda, þessi martröð um Bjarg? Eigum við aldrei að fá að lifa í friði og fá sálarró með fólkinu okkar?
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun