„Stúlkurnar á Bjargi“ í áfalli vegna „fréttar“ í DV 8. desember 2011 06:00 Í blaðinu DV 26.-27. október er eitthvað sem á að heita frétt. Á forsíðu blaðsins er stór fyrirsögn: „Stúlkur á Bjargi í vændi.“ Á blaðsíðu tíu er fyrirsögnin útskýrð: Að sögn einnar viststúlku fengu stelpurnar á Bjargi að fara út hálftíma á dag. „Það var skúr þarna á bak við og þar reyktum við. Þangað komu reglulega tveir bílar með flottum körlum sem tóku með sér tvær stelpur í hvert skipti.“ Þessi viststúlka lýsir því svona. Áfram heldur frásögn þessarar „heimildarkonu“ blaðsins: „Ég hjálpaði þeim yfir girðinguna svo þær kæmust í bílana. Þetta var eini frjálsi tíminn og kerlingunum datt ekki í hug að þær færu yfir girðinguna. Ég var svo ung og gerði mér enga grein fyrir hvað væri í gangi, þótt þær kæmu til baka með fullt af peningum. Þetta voru virtir menn í samfélaginu,“ segir hún og bætir við að hún eigi kannski eftir að nefna þá á nafn síðar. Ég, Elin Ólöf Eriksdóttir, fædd 1951, „viststúlka á Bjargi“ á tímabilinu 11. janúar 1966 til 20. ágúst 1967, stíg hér fram og fyrir hönd okkar allra, viststúlkna sem voru með mér á Bjargi, og í samráði við þær, lýsi ég yfir: ÞESSI FRÁSÖGN UM VÆNDI ER ALRÖNG. ATBURÐIRNIR SEM LÝST ER ÁTTU SÉR ALDREI STAÐ. Ég var „hrein mey“ þegar ég kom inn á Bjarg og var „hrein mey“ þegar ég fór þaðan. Og sama gildir um margar aðrar stúlkur sem voru á Bjargi. Það var enginn kofi á bak við Bjarg, og girðingin um húsið var mjög lág og enginn þurfti aðstoð til að komast yfir hana. Það vitum við viststúlkur allar sem vorum á Bjargi. Öll störf í húsinu unnum við í vistinni þar. Við þvoðum allan þvott okkar, við vöskuðum upp, skúruðum, skrúbbuðum og bónuðum, rulluðum þvott, straujuðum og héldum öllu hreinu á þremur hæðum. Og einnig vorum við látnar hjálpa við að reisa þessa girðingu. Fjórar af viststúlkunum á Bjargi (af 19-20) eru látnar langt fyrir aldur fram og geta ekki svarað fyrir sig. Megi þær hvíla í friði án rógburðar, blessuð sé minning þeirra. Við sem lengst vorum á Bjargi fengum að fara út eina klukkustund án fylgdar. Oftast var labbað um Nesið eða upp í fisktrönur sem við kölluðum það. Jú, við áttum leynistað sem var kofi en hann var ekki nálægt Bjargi. Við erum allar búnar að þjást ævilangt vegna dvalar okkar á þessu Bjargi. Við vorum þar niðurlægðar og barðar, margar hverjar, og iðulega hótað öllu illu. Yfirvöldin á Bjargi settu okkur stundum í algera einangrun í refsingarskyni í marga daga og jafnvel í vikur, ekki á Bjargi eins og segir í „DV-fréttinni“ heldur á Upptökuheimili ríkisins í Kópavogi. Það meiddi okkur mest. Margar okkar voru beittar kynferðisofbeldi á Bjargi, en ég ætla ekki að fara út í smáatriði í þessum málum. Allt er þetta skráð í lögregluskýrslur sem við fengum aðgang að eftir dvöl okkar á „vistheimilinu“. Í þessari „frétt“ er einhver að rugla hræðilega með staðreyndir, um stund og stað, tímasetningar og atburði. Ég, líkt og allar aðrar viststúlkurnar á Bjargi sem ég hef rætt við, og þær eru margar, könnumst ekki við að hafa séð eða þekkt þessa viststúlku sem DV skýrir frá að sé heimild sín. Og enginn okkar kannast við þessa hræðilegu sögu um vændi. Ég get ekki sannað að þessi stúlka, sem telst vera heimild blaðsins, hafi ekki verið á Bjargi fulltrúi innanríkisráðuneytisins neitar að svara okkur um þetta mál og ber við trúnaði. Þessi nú sextuga „heimildarkona“ hefur augsýnilega lent í enn hræðilegri reynslu á ævi sinni og á samúð okkar. En sú samúð nær ekki til blaðamannsins sem skrifaði fréttina í DV og lét vera að sannreyna hana með viðtölum við fleiri einstaklinga eða með því að líta í heimildir sem eru aðgengilegar. Við „Bjargstúlkurnar“ vorum eins og systur og stóðum ávallt saman, ein með öllum. Við erum allar sárar og reiðar, og nú einkum yfir þessum skrifum þar sem við erum ásakaðar ranglega. Við, sextugar konurnar, eigum maka, börn, barnabörn, tengdabörn, oft stórar fjölskyldur. Á þetta aldrei að taka enda, þessi martröð um Bjarg? Eigum við aldrei að fá að lifa í friði og fá sálarró með fólkinu okkar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Í blaðinu DV 26.-27. október er eitthvað sem á að heita frétt. Á forsíðu blaðsins er stór fyrirsögn: „Stúlkur á Bjargi í vændi.“ Á blaðsíðu tíu er fyrirsögnin útskýrð: Að sögn einnar viststúlku fengu stelpurnar á Bjargi að fara út hálftíma á dag. „Það var skúr þarna á bak við og þar reyktum við. Þangað komu reglulega tveir bílar með flottum körlum sem tóku með sér tvær stelpur í hvert skipti.“ Þessi viststúlka lýsir því svona. Áfram heldur frásögn þessarar „heimildarkonu“ blaðsins: „Ég hjálpaði þeim yfir girðinguna svo þær kæmust í bílana. Þetta var eini frjálsi tíminn og kerlingunum datt ekki í hug að þær færu yfir girðinguna. Ég var svo ung og gerði mér enga grein fyrir hvað væri í gangi, þótt þær kæmu til baka með fullt af peningum. Þetta voru virtir menn í samfélaginu,“ segir hún og bætir við að hún eigi kannski eftir að nefna þá á nafn síðar. Ég, Elin Ólöf Eriksdóttir, fædd 1951, „viststúlka á Bjargi“ á tímabilinu 11. janúar 1966 til 20. ágúst 1967, stíg hér fram og fyrir hönd okkar allra, viststúlkna sem voru með mér á Bjargi, og í samráði við þær, lýsi ég yfir: ÞESSI FRÁSÖGN UM VÆNDI ER ALRÖNG. ATBURÐIRNIR SEM LÝST ER ÁTTU SÉR ALDREI STAÐ. Ég var „hrein mey“ þegar ég kom inn á Bjarg og var „hrein mey“ þegar ég fór þaðan. Og sama gildir um margar aðrar stúlkur sem voru á Bjargi. Það var enginn kofi á bak við Bjarg, og girðingin um húsið var mjög lág og enginn þurfti aðstoð til að komast yfir hana. Það vitum við viststúlkur allar sem vorum á Bjargi. Öll störf í húsinu unnum við í vistinni þar. Við þvoðum allan þvott okkar, við vöskuðum upp, skúruðum, skrúbbuðum og bónuðum, rulluðum þvott, straujuðum og héldum öllu hreinu á þremur hæðum. Og einnig vorum við látnar hjálpa við að reisa þessa girðingu. Fjórar af viststúlkunum á Bjargi (af 19-20) eru látnar langt fyrir aldur fram og geta ekki svarað fyrir sig. Megi þær hvíla í friði án rógburðar, blessuð sé minning þeirra. Við sem lengst vorum á Bjargi fengum að fara út eina klukkustund án fylgdar. Oftast var labbað um Nesið eða upp í fisktrönur sem við kölluðum það. Jú, við áttum leynistað sem var kofi en hann var ekki nálægt Bjargi. Við erum allar búnar að þjást ævilangt vegna dvalar okkar á þessu Bjargi. Við vorum þar niðurlægðar og barðar, margar hverjar, og iðulega hótað öllu illu. Yfirvöldin á Bjargi settu okkur stundum í algera einangrun í refsingarskyni í marga daga og jafnvel í vikur, ekki á Bjargi eins og segir í „DV-fréttinni“ heldur á Upptökuheimili ríkisins í Kópavogi. Það meiddi okkur mest. Margar okkar voru beittar kynferðisofbeldi á Bjargi, en ég ætla ekki að fara út í smáatriði í þessum málum. Allt er þetta skráð í lögregluskýrslur sem við fengum aðgang að eftir dvöl okkar á „vistheimilinu“. Í þessari „frétt“ er einhver að rugla hræðilega með staðreyndir, um stund og stað, tímasetningar og atburði. Ég, líkt og allar aðrar viststúlkurnar á Bjargi sem ég hef rætt við, og þær eru margar, könnumst ekki við að hafa séð eða þekkt þessa viststúlku sem DV skýrir frá að sé heimild sín. Og enginn okkar kannast við þessa hræðilegu sögu um vændi. Ég get ekki sannað að þessi stúlka, sem telst vera heimild blaðsins, hafi ekki verið á Bjargi fulltrúi innanríkisráðuneytisins neitar að svara okkur um þetta mál og ber við trúnaði. Þessi nú sextuga „heimildarkona“ hefur augsýnilega lent í enn hræðilegri reynslu á ævi sinni og á samúð okkar. En sú samúð nær ekki til blaðamannsins sem skrifaði fréttina í DV og lét vera að sannreyna hana með viðtölum við fleiri einstaklinga eða með því að líta í heimildir sem eru aðgengilegar. Við „Bjargstúlkurnar“ vorum eins og systur og stóðum ávallt saman, ein með öllum. Við erum allar sárar og reiðar, og nú einkum yfir þessum skrifum þar sem við erum ásakaðar ranglega. Við, sextugar konurnar, eigum maka, börn, barnabörn, tengdabörn, oft stórar fjölskyldur. Á þetta aldrei að taka enda, þessi martröð um Bjarg? Eigum við aldrei að fá að lifa í friði og fá sálarró með fólkinu okkar?
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun